...knock knock...Ljótan er komin í heimsókn!
14.10.2007 | 22:33
-Heiða! Guð hvað þú ert falleg! Ég held þú verðir fallegri og fallegri með árunum. Þú ert stórglæsileg!
Þetta voru orð móður minnar í gær, þegar ég sótti hana seinnipart dags.
Engu líkara var að hún hefði slegið mig utan undir.
Ég leit djúpt í augu hennar, leitaði og gramsaði í bláum augum hennar, sem eru innrömmuð með bláu tattói, hvort um væri að ræða mögulegan overdoze lyfjaskammts. Fyrir ofan augun sitja bláar augnabrýr...líka tattú-veraðar. Einsog þið vitið flest; er ég með eitt stk. á vinstri löpp and it´s a shit!
Hugsaði viti mínu fjær; er kerlingin endanlega gengin af göflunum?! Vitandi vits, að sú vitneskja sem ég fór með í gegnum lífið frá móður minni; var að ég væri með fallegar tær og fallegt bak, semsé undirstaðan af hluta til af sjálfsvirðingunni.
Viss í minni sök að þetta var á engan hátt eitthvað sem ég átti ekki að venjast, frá þessari elsku. Til að fyrirbyggja allan miskilning þá elska ég hana mömmu útaf lífinu.
-finnst þér ég vera með falleg augu já? bíddu bara elskan þú verður ekki fyrir vonbrigðum þegar þú sérð á mér bakið, hvað þá tærnar. Alveg satt! mamma segir það.
Og mamma hélt áfram;
-varstu að kaupa þér jakka, hann er ÆÐISLEGUR! (með tón í röddinni sem lýsti vanþóknun og öskraði í gegnum orðin; já já, þú hefur efni á þessu...!)
ég laug þegar ég sagði;
-nei nei, eldgömul drusla...fann hann inn í skáp með verðmiðanum á og allt...
Veit ekki afhverju ég laug. Kannski ég verðskuldi ekki að kaupa mér nýjan leðurjakka utan um fallega bakið mitt. Kannski ég vinni ekki nógu mikið.
Og svo sátum við og ég hlustaði á þögnina í bílnum og slaka tímareim í vélar-herberginu....og ég hugsaði um þegar ég og móðir mín hittumst í síðustu viku... eða þarsíðustu viku og hún sagði;
-ertu þreytt? það er alveg hrikalegt að sjá þig! Með baugun niður að brjóstum. Alveg einsog hann pabbi þinn!
-takk fyrir það mamma, hef alltaf viljað líkjast pabba.
-PABBA ÞÍNUM! þú ert sko nákvæmlega einsog ÉG HEIÐA BERGÞÓRA (farðu inn í rúm og skammastu þín stelpa!)
Ég var að velta þessu fyrir mér í kvöld. Ljótan heimsótti mig heim. Ljótan hennar Heiðu nöfnu minnar. Heimsótti síðuna hennar einsog ég geri dag hvern. Andstyggilegur djöfull hún Ljóta! Bráðsmitandi andskoti! Þakka þér; skessa.blog.is... fyrir að gera mér þetta! NOT! Svona er að vera meðvirk!
Kasta ábyrgðinni yfir á þig, sendi þér í framhaldi reikninginn fyrir útlögðum kostnaði vegna ljósakorts, sem ég lagði út fyrir í kvöld! Og naglasnyrtingu; fyrirhugaða næstkomandi fimmtudag kl. 1900 hjá annarri Heiðu! Og heilum poka af einnota rakvélum og svo á vikan eftir að leiða í ljós hversu miklu ég eyði í að endurheimta sjálfsvirðinguna til að bægja frá mér andstyggðar-ljótunni!
Hversu miklu ég eyði í stundarfullnægingar á komandi viku er svo spurning. Ábyrgðina af hugsanlegum fullnæginum, frýja ég öllum af... nema sjálfri mér.
Óþolandi að viðurkenna það hér og nú að maður sveiflast eftir duttlungum og líðan annars fólks. Hvað er sagt við mann eða ekki sagt. Sumir hafa einstakt lag á að lyfta mér upp til skýjanna og tosa og toga mig þaðan niður aftur. Á svipstundu. Með valdi og hörku.
Enn ein sæluvikan í nánd ...í paradís. Og mig hlakkar til.
Athugasemdir
Af hverju vantreystum við alltaf mömmum okkar þegar þær tala um hvað við lítum vel út???? Spurði konan og leit flóttalega í kringum sig til að athuga hvort mamma hennar væri nokkursstaðar nálægt...........
Hinsvegar efumst við ekki eitt augnablik þegar þær segja að við séum þreytulegar og líkjumst pabba okkar........ Íhugaði sama kona á meðan hún skimaði örvæntingarfull í allar áttir og hugsaði með sér að mamma hennar læsi örugglega ekki Heiðublogg...........
Elska þig hvort sem þú ert ljót eða ekki........... Knús inn í nóttina
Hrönn Sigurðardóttir, 14.10.2007 kl. 23:27
hux! hugsanlegt vantraust v/ overdoze lyfja eða ólyfjan?
spurning... ég elska þig líka, hvort sem ég er með ljótuna eða ekki. Knús inn í vikuna.
Heiða Þórðar, 14.10.2007 kl. 23:30
Verð að kommenta... Er þetta satt Heiða? Eða bara ein af þínum snilldar framsetningum?
Mundu bara eitt... ef einhver sannleikur er í - að engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur... ég sakna mömmu (dó fyrir 20 árum - ég 18 ára) - langar að þræta og þrasa... langar að hlusta á athugasemdir og vanþóknun frá henni... sem ég hef aldrei kynnst. Man þó eitt - að hún sagði alltaf að ég væri með hendurnar og tærnar hans pabba... það þótti mér ekki gott- horfði á þær og hugsaði... GUÐ ég er með karlmans hendur og tær.
Linda Lea Bogadóttir, 14.10.2007 kl. 23:30
Ég á dóttur sem er átján ára hún flutti að heiman í vor og ég vildi ÓSKA þess að hún saknaði mín.................
Hrönn Sigurðardóttir, 14.10.2007 kl. 23:34
Linda Lea; já þetta er dagsatt! Set þetta fram með ögn af kaldhæðni, en engu logið til um neitt. (Meira segja bláa-tattó-ið)....missti einmitt pabba minn úr slysförum fyrir nokkrum árum, þannig að ég veit hvað þú átt við með að engin veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur.
Hrönnsla; hún saknar þín ekki spurning!
Heiða Þórðar, 14.10.2007 kl. 23:43
Sko ekkert raus og ekki reyna að rengja mig............Þú ert gullfalleg.........
Einar Bragi Bragason., 15.10.2007 kl. 00:06
Innilega sammála þér Einar....hef líka verið svo heppin að sjá hana Heiðu í eigin persónu þannig að veit alveg hvað hún er gullfalleg
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 15.10.2007 kl. 00:09
takk værirðu nokkuð til í að segja mér það svona einsog einu sinni á dag?
Heiða Þórðar, 15.10.2007 kl. 00:09
Erlaþú líka
Heiða Þórðar, 15.10.2007 kl. 00:10
Ekki nóg með að þú sért gullfalleg Heiða, heldur ertu stórskemmtileg aflestrar hér ég upplifði stundarfullnægingu fyrr í kvöld - það var ljúft!!!
Knús og kveðjur að norðan!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 00:13
Guðmundur og Doddi hvar væri ég án ykkar?
Kíkti á love-honey síðuna og sá bara eintóm bleik plastleikföng, eitthvað í líkingu við aflimuð svín...saklaus sveitastelpan, skilur ekki samhengið milli svínsleggja og mínútu-fullnægingar. Fylgja leiðbeiningar með?
Heiða Þórðar, 15.10.2007 kl. 00:44
Bloggsex, alltaf kemur Heiða með einkvað nítt.
Georg Eiður Arnarson, 15.10.2007 kl. 00:49
þú elskar mig Georg...eitthvað nýtt!
Heiða Þórðar, 15.10.2007 kl. 01:00
Ég vill bara segja að ég sé búinn að lesa...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.10.2007 kl. 05:40
Sniðug, eins og alltaf , þú hefur skemmtilega sýn á hversdagslega hluti.
Ellert Guðmundsson, 15.10.2007 kl. 09:06
Æji þær vilja nú bara vel þessar mömmur ( eða svona næstum alltaf),,,,,en ég veit nákvæmlega hvað þú meinar (og ég veit þú veist það hehe),,,,hvort sem það eru Dísur eða eitthvað þaðan af verra að tala í gegnum þær,,,,þá verðum við að reyna bara að brosa og hafa gaman af,,,,og reyna að sveflast ekki með (veit að það er ekki auðvelt,,en ég reyni á hverjum degi).
Frábær færsla hjá þér,,,og auðvitað heldur fólk að þú sért að ýkja,,,,"venjulegt" fólk kynnist aldrei svona,,,sem betur fer fyrir það.
Kíkti inn á Love-honey ,,,,,fróðlegt hmmmm,,,en skil þetta ekki heldur
Knús á þig
Ásgerður , 15.10.2007 kl. 09:30
Hæ sætust. Búin að þekkja þig frá því að þú varst ung og falleg stelpa, nú ertu stórglæsileg kona. Veit alveg hvað þú ert að tala um og mikið rosalega pirrar það mann að láta svona vitleysu fara inn á sig, en þetta er eitthvað genatengt held ég, þeir sem standa manni næst, geta sært mann mest.
Vonandi áttu frábæra viku í vændum með Sólinni þinni, knús Sigrún
Sigrún Friðriksdóttir, 15.10.2007 kl. 10:07
úbs! Nú er ég með hræðilegan móral! En ef þér líður eitthvað betur þá er ég ekki með ljótuna lengur!! Búin að lita, plokka og raka.... bara helvíti sæt sko:)
Annars myndi ég ekki taka mark á útlitslýsingum á mér frá konu með tattoo-eraðan bláan eyeliner... ekki einu sinni þó það væri mamman sem ég elskaði út af lífinu!
Heiða B. Heiðars, 15.10.2007 kl. 10:15
....tja, nema hún væri að segja mér hvað ég væri falleg :)
Heiða B. Heiðars, 15.10.2007 kl. 10:17
Þegar ég var lítil þá var til önnur stelpa, hún var kölluð ljóta Íja, ég Íja. Ég gerði aldrei neitt ljótt af mér, þar sem Ljóta Íja tók allt slíkt að sér. Og einu sinni þegar ég var úti að labba með henni ömmu minni, sá ég konu sem var sú ófríðasta sem ég hef nokkurn tímann séð. Ég hrópaði stundarhátt, tosaði í ömmu og sagði, amma amma ! sjáðu þetta er mamma hennar Ljótu Íju
En ljótan þín, hún getur bara etið það sem úti frýs, því hún á örugglega ekki heima neins staðar nálægt þér elsku Heiða mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2007 kl. 10:22
Huuu . . Heiða við erum frænkur því ég held að mömmur okkar séu systur.
Kveðja frá litlu-ljót . . . sem er enn verra en bara ljót
Fiðrildi, 15.10.2007 kl. 11:03
Þú er mjög sæt kveðja
Kristín Katla Árnadóttir, 15.10.2007 kl. 11:55
Elsku Heiða mín þú ert yndisfögur og þarft síðust allra að hafa áhyggjur af útlitinu. Mundu líka orð Judge Judy sem var með vinsæla þætti í bandarísku sjónvarpi: Fegurðin fölnar en heimskan varir að eilífu. Mér hefur alltaf fundist þetta flott.
Steingerður Steinarsdóttir, 15.10.2007 kl. 11:56
Snilld Heiða.... já og takk fyrir að stækka textann, gott fyrir okkur sem erum komin á miðjan aldur
.....já og auðvitað ertu sæt,
Arnfinnur Bragason, 15.10.2007 kl. 12:02
Jiii Heiða þú ert svooooo falleg! Og útgeislunin skín í gegnum myndirnar af þér. Og ég vil að þú farir að skrifa eitt stykki bók, mig langar að lesa meira og meira og ....meira!
Knús dúllan mín
Ester Júlía, 15.10.2007 kl. 13:26
Hehe.. mikið kannast ég nú við ljótuna. Á nefnilega vinkonu með því nafni sem fylgir mér oft eins og skugginn. Hreint ótrúlegt hvað hún hún þrjóskast við þó ég reyni að fæla hana í burtu með öllum mögulegum og ómögulegum ráðum
Sólrún, 15.10.2007 kl. 15:08
sammála Ester ..já Heiða skrifa bók " Snilldin á bak við Geðveikina" rokselst um páskana ef við gefum okkur upp að þú byrjir að skrifa eftir Þriðjudags Námskeiðin okkar í lok Nóv ( já þú ert alveg Gullfalleg Heiða mín það þarf enga Tískulöggu til að votta það )
Gísli Torfi, 15.10.2007 kl. 17:05
OMG! ef ég svíf ekki um í kvöld þá svíf ég aldrei. Þið eruð á við sýrutripp dauðans. Takk takk takk.
Líður einsog pínu kjána...meiningin með þessari færslu var á engan hátt hugsuð sem svo að ég væri að búast við þvílíkum commentum sem þessum...Vá!
Bókin er í vinnslu (alveg satt) takk takk takk.
Heiða Þórðar, 15.10.2007 kl. 17:23
Ég kannast við þessa ljótu .... hrmpf....þá fer ég alltaf á flakk með kortið til að koma þessari frekju burt! En hún hún kemur alltaf aftur og aftur.....og....
Takk fyrir færsluna og skemmtilegan lestur...
Eigðu góða viku!
Sunna Dóra Möller, 15.10.2007 kl. 20:21
Fiðrildi eru falleg, hvar sem er og hvenær sem er. Í suðri, í norðri, hér og þar!
Flögrum saman yfir dúlla ....
Ætli það megi ekki útbúa orðabók um mæður, tengdamæður um okkur. Ég segi a og þú lest b. Ég horfi upp og þú sérð niður. Ég óska þess heitast að þú sjáir sólina í björtum gulum lit og hún óskar þess sama. Litrófið er svo mismunandi og tjáningin svo undursamlega skrítin.
Það góða og nýtilega tek ég með mér og þakka guði fyrir að hafa fengið það besta frá mínum því þau, hún, hann .... vissu ekki betur.
Fegurð frá þeim nafla sem hún er séð er það fallega sem við nemum í tilverunni! Í dag vaknaði ég falleg og ég veit að það er ekki það sem skiptir máli því tilfinningin er það fallegasta!
Já, allt of langt komment!
www.zordis.com, 15.10.2007 kl. 20:46
Indislegt comment Zordis.
Heiða Þórðar, 15.10.2007 kl. 20:52
Já hvað megum við karlpeningurinn þá segja.
Ekki eigum við okkur neina Ljótu nema þá frúna ef um slíka er að ræða.
Bítið á jaxlinn og hættið þessu væli!
P.S þú ert frábær penni Heiða
Freyr Hólm Ketilsson, 15.10.2007 kl. 20:54
Freyr; ég hef aldrei, aldrei, aldrei, hitt karlmann sem ekki er hégómagjarnari en ég!
Þið fáið; ljótuna, guluna, skituna og drulluna -rétt einsog við konurnar elskan.
p.s. takk
Heiða Þórðar, 15.10.2007 kl. 21:04
Ertu penni?
Þröstur Unnar, 15.10.2007 kl. 22:06
nei, en þú ert blýantur.
Heiða Þórðar, 15.10.2007 kl. 22:21
þá er þú pennastokkur
*Dæs er að fá rugluna, sorry
Þröstur Unnar, 15.10.2007 kl. 22:49
Fyrir norðan (Dalvík/Ólafsfirði) nota þeir orðið Ljótan fyrir extra fallega hluti-konur-menn svo þú getur bara verið glöð. Knús í mús.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.10.2007 kl. 01:17
ég þarf nú ekkert að segja þér hvað þú ert falleg og yndisleg Heiða mín. Þú ert falleg og yndisleg Heiða.
Ég hef mikinn áhuga á að vita þetta fyrst allir eru svo opnir og hressir?
"Enn ein sæluvikan í nánd ...í paradís. Og mig hlakkar til."
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.