Hvar eru bestu tilboðin á fullnægingu? einhver....

Splunkunýr sunnudagur í óskráðri lífsögu minni. Vindurinn stjórnar gerðum mínum i dag, rétt einsog aðra daga. Þegar ekkert er sérstakt um að vera.

Það er ekki hægt að segja að ég sé svokallaða "planaða" týpa. Til að mynda ákveð ég aldrei að ég ætli erlendis með löngum fyrirvara, að ég ætli að taka slátur að hausti.... þvílíkt er óskipulagsleysið í skipulaginu í þessari óskráðu sögu minni; að ætla mætti að ég hefði ekki eitt einasta markmið í lífinu... En því fer auðvitað fjarri. En ég hef sjaldnast plan B'I upp á að hoppa.

Stundum kemur þetta sér svolítið illa einsog þegar mér er boðið eitthvað ákveðið.

Ég var að þrífa hjá mér á seinnipart föstudags, einsog hvirfilvindur skúraði ég stofuna um leið og ég þreif klósettskálina, pússaði vaskinn á baðherberginu rétt áður en ég stakk i uppþvottavélina osfrv. Já, ég semsagt veð úr einu í annað. Alltaf að reyna að þrífa svona skipulega. Eldhúsið fyrst, svefniherbergið .....baðið.....bla bla. En einhverveginn er ég allt í öllu, ofan í öllu -inn í öllu.

Þegar ég er semsagt ofan í klésettskálinni að hugsa um fyrirhugað kokteilboð morgundagsins, þá fæ ég sms-skilaboð á símanum, sem var eitthvað á þessa leið; Hæ elskan, við erum á leiðinni í kokteilinn, gaman værir ef þú létir sjá þig.

Ég segi nú ekki beint að ég hafi verið með kúk í hárinu og pissuslettur á kinnum, enda salernisskálin mín þrifin amk. 2-3svar í viku....en ég var hreint ekki mellufær í kokteil. Þó svo ég hefði skilið eftir heima; getnaðarliminn og klósettburstann. Og einsog svo oft áður hugsaði ég; FUCK!

Sturtaði niður og bölvaði í hljóði.

En þetta hefði svo sem getað verið verra; t.d. fermingarveisla eða skýrn systurdóttur minnar.

Svo er það þetta með; hálfmálaða bleika barnaherbergið, ókláruð vetraryfirhöfn sem ég er að hanna og sauma. Óyfirdekkta sófasettið, en efnið bíður eftir mér í ströngum í versluninni... furðulegt nokk... ég klára þó eitt og annað. Seint og um síðir.

Ég dag er ég staðráðin í að kaupa mér fullnægingu. Já kannski kaupi ég þær fimm; 25 mínútunna fullnæginu sem dvín og dalar út í ófyrirséðan seinnipartinn og kvöldið.

Gleðiríkan og sælan sunnudag, óska ég ykkur öllumHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Torfi

:) ég var einmitt að klára þrifin hér í höllini ... Skíthúsið tekið eins vel og ég væri örveruþriffræðingur og álfakonuþrif einnig ( það eru þrif sem sjást ekki ) og svo var Uppvaskið..magnað að ég vaksa upp alltaf um 30 glös og bý einn :) þarf eh að skoða það að nota bara Liverpool bollann minn og búið..en Fullnægingarnar hljóta að vera til í kolaportinu Færð 5 svoleiðis og 2 fríar og Vínill-Plötu bunkt frítt með á um 3000 kall...Eigðu góðann Borgarstjóra. :)

Gísli Torfi, 14.10.2007 kl. 12:39

2 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Þú ert frábær

Katrín Ósk Adamsdóttir, 14.10.2007 kl. 12:43

3 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Það dugar mér fínt að fá mér bara m&m 

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 14.10.2007 kl. 12:50

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Tek þig á orðinu Gísli, strikið tekið í skítafíluna í Kolaportinu...með klósettburstann og þrjá sveitta þúsundkalla að vopni...

Þið eruð bæði frábær!

Heiða Þórðar, 14.10.2007 kl. 12:50

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

bæði þrjú!

Heiða Þórðar, 14.10.2007 kl. 12:52

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hvað Dugnaður er þetta Eigðu góðan sunnudag Heiða mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.10.2007 kl. 12:58

7 Smámynd: Gísli Torfi

já ekki spurning að kíkja á Gettóið og versla :) Gettóið þar sem fallega fókið er...

Gísli Torfi, 14.10.2007 kl. 13:05

8 Smámynd: Fiðrildi

Ha ha . . klikkaðir þú á kokteilboðinu.  Ég var einmitt að hugsa hvort það væri bæði á föstudegi og laugardegi og fannst það eitthvað skrýtið.  Grunaði Guðjón um eitthvað misjafnt.  Ég missti af þessu líka . . . en við höldum bara annað og bjóðum þá öllum . . . og fullnægingar skulu fylgja með.

Oj . . . þetta hljómaði frekar subbulega . . .

Fiðrildi, 14.10.2007 kl. 13:39

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Nei klikkaði á honum; Kokteilnum...

...Arna já þú segir nokkuð...hvernig væri bara að fara vel fullnægður í næsta boð?

(held ég sé meiri subba en þú....eða svona svipuð kannski)

Heiða Þórðar, 14.10.2007 kl. 13:44

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert nú meiri kerlingin

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2007 kl. 13:46

11 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Fullnægðar subbur í kokteilboði...

Arnfinnur Bragason, 14.10.2007 kl. 17:11

12 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

Hvar á maður að mæta í fullnægingar Kokteil?

Bíð spenntur eftir boðskortinu

Freyr Hólm Ketilsson, 14.10.2007 kl. 17:19

13 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Allt er vel skipulagt á mínu heimili... hej å hå bruten tå

Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.10.2007 kl. 17:58

14 Smámynd: Heiða  Þórðar

Líst miður á þennan subbulega "vinkil" sem umræðan er að taka, en ætli maður bjóði ekki uppá þetta...

Heiða Þórðar, 14.10.2007 kl. 18:04

15 Smámynd: Sunna Dóra Möller

....mar er bara orðin alveg svona í framan...

Sunna Dóra Möller, 14.10.2007 kl. 18:12

16 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Skipulag er ofmetið

Heiða B. Heiðars, 14.10.2007 kl. 20:22

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fullnægingar eru ofmetnar

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.10.2007 kl. 20:40

18 Smámynd: www.zordis.com

Mæ o mæ .... ekki verra að vera fullnægður ....

Ætli við gætum ekki öll verið ögn skipulagðari í því sem við tökum okkur fyrir hendur.  Ég læt kylfu ráða kasti og þar við situr!

Sweet dreams.

www.zordis.com, 14.10.2007 kl. 21:22

19 Smámynd: Jens Guð

  Mikið skil ég þig vel með að ákveða utanlandsferðir með stuttum fyrirvara.  Það þykir mér nefnilega lang skemmtilegast.  Ósjaldan sest ég við tölvuna á fimmtudagskvöldi,  leita uppi ódýrustu helgarferðina út í heim,  og er kominn þangað daginn eftir.  Það er gaman. 

Jens Guð, 14.10.2007 kl. 21:49

20 Smámynd: Heiða  Þórðar

Það er ekki bara gaman, það er langskemmtilegast,....held ég, hef ekki prófað hitt.

Heiða Þórðar, 14.10.2007 kl. 21:56

21 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Sérfræðingur hér

Einar Bragi Bragason., 14.10.2007 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband