Fyrsta hrukkukremið
30.6.2007 | 01:41
... Og ég hitti hann aftur, ekki til frásögur færandi nema fyrir það eitt að það dofnuðu upp á mér varirnar og mig langaði helst til að gráta. Sagði lítið en samt allt í örfáum orðum. Hafði gengið framhjá flennistóru auglýsingaskilti í vinnunni í dag eftir dag og hugsað; Heiða Bergur Bumba, þarna er svarið við öllum þínum holum hrukkum og misfellum. Gott ef ekki mistökum líka. Þetta verður þú að eignast. Sagði upp gyllinæðakreminu þegar klórinn hætti að virka á fæðingablettina. Stóð semsagt með mánaðarhýruna í apótekinu með syni mínum og dóttur, á einkennilegum stað í lífinu. Hann minnir mig á árin sem ég hef lifað og hún á æskuna og góða tíma framundann. Þar sem innihaldslýsingin lofaði eilífum æskublóma og hamingju ("boost" from inside out....) og strákurinn reyndi að höfða til skynsemi minnar, með því að segja; -mamma common þetta virkar ekki rassgat! hugsaði ég; drengurinn er bara þrælbræt.... miklu skynsamari en ég. Kannski ég skelli mér bara líka í rassakremið... Heim hélt ég með kremið í poka og svei mér þá, er ekki með það á hreinu hvort ég eigi að borða það eða bera á mig. "inside out". .... kannski ég noti það sem bragðbætir út á hrísgrjónin, þar sem það lítur þokkalega feitt allt út fyrir, að að það að vera matseðillinn út mánuðinn... |
Annars tel ég að maður er eins ánægður og maður einsetur sér að vera hvern dag, og eins fallegur líka ef út í það er farið... hefur allavega þokkalega mikið með það að gera.
Koss á ykkur öll -á alveg bunka eftir á línuna...þið eruð hrikalega dugleg að commenta hjá mér og eigið stórt pláss í hjartanu mínu Varð þess aðnjótandi að hitta eina bloggvinkonu í dag -bloggdrottningu, einkennilegt en satt tilfinningin var einsog ég væri að hitta gamla vinkonu. Mér hlýnaði um hjartarætur Erla..., ekki skrítið þetta með prinsessustimpilinn þinn elskan.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- 25.6.2023 Laun fyrir að kúka í kassa
- 3.8.2021 Ég er bara grillaður kjúklingur
- 17.11.2010 Ég veit allavega um EINN sem ég myndi ALDREI kjósa yfir mig...
- 1.10.2009 Opið bréf til Davíðs Oddssonar "alltmuligman" ...
- 16.6.2009 Tálaus eða ekki tálaus...
Bloggvinir
- Solla Guðjóns
- www.zordis.com
- Steingerður Steinarsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Heiða B. Heiðars
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Ásgerður
- Andrea
- Heidi Strand
- Grétar Örvarsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Als
- Helgi Seljan
- Ólafur fannberg
- Karen, Sigurbjörg,Tóti, Gerður og fl.
- Jón Axel Ólafsson
- Ísdrottningin
- Sigrún Friðriksdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Thelma Ásdísardóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðjón Bergmann
- Jakob Smári Magnússon
- Ester Júlía
- Birgitta Jónsdóttir
- Klara Nótt Egilson
- Saumakonan
- Björn Heiðdal
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jens Guð
- Þórarinn Þ Gíslason
- Viktor Borgar Kjartansson
- bara Maja...
- Jón Steinar Ragnarsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Georg Eiður Arnarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Edda Agnarsdóttir
- Tómas Þóroddsson
- halkatla
- Þórður Ingi Bjarnason
- Hlynur Jón Michelsen
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Heiða
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Kristján Kristjánsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Sigmar Guðmundsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jón Svavarsson
- Dofri Hermannsson
- Ásta Salný Sigurðardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Snorri Sturluson
- Hlynur Þór Magnússon
- Bjarni Harðarson
- Trúnó
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Þröstur Friðþjófsson.
- Gils N. Eggerz
- Sigurjón N. Jónsson
- Sveinn Waage
- Halldór Borgþórsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Ársæll Níelsson
- percy B. Stefánsson
- Arnfinnur Bragason
- Jón Sigurgeirsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- perla voff voff
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Edda Jóhannsdóttir
- Þorsteinn Gunnarsson
- Haukur Már Haraldsson
- María Tómasdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Camilla
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðný Helga Herbertsdóttir
- Kaleb Joshua
- Halla Rut
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Sigurjón Þórðarson
- Lára Stefánsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Margrét M
- Fiðrildi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Agný
- Ingunn Ósk Ólafsdóttir
- Unnur R. H.
- Einar Bragi Bragason.
- Markús frá Djúpalæk
- Brynjar Jóhannsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Guðmundur Pálsson
- Þórdís tinna
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Hjördís Ásta
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Valgerður Halldórsdóttir
- Bragi Einarsson
- Helgi Kristinn Jakobsson
- Benna
- Dögg Pálsdóttir
- Sunna Dóra Möller
- Gísli Torfi
- Alheimurinn
- Gunnlaugur Helgason
- Linda Lea Bogadóttir
- gudni.is
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Púkinn
- Svartinaggur
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Einar Örn Einarsson
- Einar Indriðason
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Víkingur / Víxill
- Magnús Geir Guðmundsson
- Anna J. Óskarsdóttir
- Alexander Már Benediktsson
- Sverrir Stormsker
- Hlynur Birgisson
- Sigrún
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Hvíti Riddarinn
- Sonja I Geirsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðný Lára
- Hlekkur
- Sævar Einarsson
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sólrún
- Jón Ragnarsson
- Ingi Björn Sigurðsson
- Kolgrima
- Þ Þorsteinsson
- Maddý
- Lena pena
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Egill
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Guðlaug Aðalrós
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Jóhanna Vala Jónsdóttir
- Anna Guðný
- Þórður Helgi Þórðarson
- Hólmgeir Karlsson
- Draumar
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Hdora
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Handtöskuserían
- Vertu með á nótunum
- Óskar Helgi Helgason
- Vefritid
- Gísli Hjálmar
- Óskar Arnórsson
- Johnny Bravo
- haraldurhar
- Ásgeir Páll Ágústsson
- Anna Gísladóttir
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Fiddi Fönk
- Haraldur Halldór
- Á móti sól
- Dísa Dóra
- Arnar Ingvarsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Högni Hilmisson
- Hommalega Kvennagullið
- Helga Magnúsdóttir
- Ásdís Rán
- Charles Robert Onken
- Þorsteinn Briem
- Bergur Thorberg
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Hulla Dan
- JEG
- Ein-stök
- JEA
- Elísabet Sigurðardóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Vinir Tíbets
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sporðdrekinn
- Marinó Már Marinósson
- Davíð Ólafsson
- Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir
- Áhöfnin á Hákon EA-148
- Óskar Þorkelsson
- Morgunblaðið
- Rannveig H
- Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Kristín Jóhannesdóttir
- María Guðmundsdóttir
- Guðmundur M Ásgeirsson
- egvania
- Aðalsteinn Jónsson SU-11
- Aprílrós
- Tína
- Þóra Björk Magnús
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Myndamen - Ljósmyndaskartgripir
- Bullukolla
- Aldís Gunnarsdóttir
- Arnar Ingvarsson
- Ástþór Magnússon Wium
- Bjarki Steingrímsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynja Dögg Ívarsdóttir
- Brynja skordal
- Dúa
- Elín Ýr
- Elísabet Markúsdóttir
- Elísabet Sigmarsdóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðmundur Zebitz
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Himmalingur
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Ingvar Ari Arason
- Jónína Dúadóttir
- Kristín Guðbjörg Snæland
- Leikhópurinn Lotta
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Magnús Paul Korntop
- MYR
- Orgar
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Tinna Jónsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fjandans æskudýrkun. Svo er maður ekki barnanna bestur sjálfur
Jóna Á. Gísladóttir, 30.6.2007 kl. 03:49
Krem skrem.... lít alltaf best út ef ég passa mig á að þrífa mig ekki á kvöldin.. eða bara með vatni og ekert krem.
Volla engar bólur, engir flekkir... bara fín
Aftur á móti ef ég tek mig til í svona kremstússi og pamperingum.... þá verð ég bara tussuleg í framan... já svona rauðbleik og glansandi
Annars er maður nú orðin svolítið forvitin á að hitta á ykkur bloggarana..... vonandi heppnast það eins vel og hjá ykkur Erlu
Eva Þorsteinsdóttir, 30.6.2007 kl. 04:01
takk fyrir fallegu orðin Heiða...og skemmtilegan lestur! Merkilegt nokk, vegna þess að þú talar um gyllinæðarkrem, þá er það víst það vinsælasta sem konur eru að nota núna...í andlitið ....maður verður víst svolítið blár og herptur fyrst, en beauty is pain, ekki satt???
Annars finnst mér konur sem eru sáttar við lífið og tilveruna alltaf fallegar...burtséð frá öllum snyrtivörum
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 30.6.2007 kl. 08:35
Ja-há. Ég er smmála þeirri kenningu að fegurðin kemur að innan. Heiða mín, þú nýtur þess bónus að vera með hana bæði innvortis sem útvortis. Heppin!! Og ég að þekkja þig. Mér finnst allavega að ég sé aðeins ríkari þegar ég hef ungengist þig aðeins og spjallað pínu við þig.
Jói Dagur (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 09:56
enn og aftur frábær skrif Heiða, mikið er nú gott að vera karlmaður þegar maður les svona, enginn súrefniskrem ódýr sturtusápa og tökum gáruhárunum með bros á vör.
Finn bara til með ykkur
Ps:hittir hann aftur! var það þessi sem þú ætlaðir að hitta í draumnum í Elliðadalnum
Kristófer Jónsson, 30.6.2007 kl. 10:15
ég passa að alltaf að nota vatnið og auðvita er ég með krem líka iss svona er þetta bara maður verður að vera unglegur.
Kristín Katla Árnadóttir, 30.6.2007 kl. 10:43
Aetli Botox verdi naest hjá konu sem údar á sig kremum til varnar sólarfjandanum sem hrukkar upp allt sem hún snertir! Hrukkukrem og yngingarmedul! Inn eda útvortis ... gód spurning.
Eigdu gódan dag og njóttu zín med englunum zínum.
www.zordis.com, 30.6.2007 kl. 11:57
Bara vatn og jú smá krem af og til. Er ótrúlega slétt og fín, frábær skrif hjá þér dúllan mín. Þú ert flott.
Ásdís Sigurðardóttir, 30.6.2007 kl. 12:21
Ég held að kremin hafi mjög lítið að segja, en trúin flytur fjöll, ef við trúum því að þau virki þá kannski hjálpar það upp á efnafræðina....
Ég veit að þetta hljómar eins og klisja en ég hef trú á þessu:
Reglulegur og nægur svefn og hollt matarræði, innri friður, sem sagt það að vera sáttur við sjálfan sig - er það sem fær fólk til að líta vel út.
Bæði karlar og konur eru miklum mun meira aðlaðandi og sexy... ef fólkið er í sátt við sjálft sig.
Marta B Helgadóttir, 30.6.2007 kl. 17:38
Gyllinæðakrem , á alveg eftir að prófa það. Já og endilega notaðu nýja kremið utan sem innan, um að gera haha.
Knús til baka til þín,,,,verðum að fara að heyrast,,,farðu vel með þig,,
uppáhalds-fyrrverandi-mágkonan
Ásgerður , 30.6.2007 kl. 22:19
Gyllinæðakrem í andlitið......Skildi það duga á þvottapoka-brjóst...nú er ég alveg á
Solla Guðjóns, 30.6.2007 kl. 22:51
Já stelpur mínar, gyllinæðakremið... hef prófað! Mæli ekkert sérstaklega með því samt...
Heiða Þórðar, 1.7.2007 kl. 03:30
Georg Eiður Arnarson, 2.7.2007 kl. 23:12
PS, farðu nú varlega með hrukkukremið svo að þú fáir ekki viðurnefnið, Heiða hrukka.
Georg Eiður Arnarson, 2.7.2007 kl. 23:51
hrukkur eða ekki... alltaf jafn sæt Heiða mín Knús á þig frá handlama saumakonu í langtíburtistan
Saumakonan, 3.7.2007 kl. 10:40
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.7.2007 kl. 21:08
Gyllinæðarkrem!!!! Hverju hef ég eiginlega misst af ????
Díta (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 21:11
Þú ert indæl Heiða mín...það er svo gaman að lesa bloggið þitt
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.