Fyrsta hrukkukremið

... Og ég hitti hann aftur, ekki til frásögur færandi nema fyrir það eitt að það dofnuðu upp á mér varirnar og mig langaði helst til að gráta. Sagði lítið en samt allt í örfáum orðum.

Hafði gengið framhjá flennistóru auglýsingaskilti í vinnunni í dag eftir dag og hugsað; Heiða Bergur Bumba, þarna er svarið við öllum þínum holum hrukkum og misfellum. Gott ef ekki mistökum líka. Þetta verður þú að eignast.

Sagði upp gyllinæðakreminu þegar klórinn hætti að virka á fæðingablettina.

Stóð semsagt með mánaðarhýruna í apótekinu með syni mínum og dóttur, á einkennilegum stað í lífinu.

Hann minnir mig á árin sem ég hef lifað og hún á æskuna og góða tíma framundann. Þar sem innihaldslýsingin lofaði eilífum æskublóma og hamingju ("boost" from inside out....) og strákurinn reyndi að höfða til skynsemi minnar, með því að segja;

-mamma common þetta virkar ekki rassgat! hugsaði ég; drengurinn er bara þrælbræt.... miklu skynsamari en ég. Kannski ég skelli mér bara líka í rassakremið...

Heim hélt ég með kremið í poka og svei mér þá, er ekki með það á hreinu hvort ég eigi að borða það eða bera á mig. "inside out".

.... kannski ég noti það sem bragðbætir út á hrísgrjónin, þar sem það lítur þokkalega feitt allt út fyrir, að að það að vera matseðillinn út mánuðinn...

Annars tel ég að maður er eins ánægður og maður einsetur sér að vera hvern dag, og eins fallegur líka ef  út í það er farið... hefur allavega þokkalega mikið með það að gera.

Koss á ykkur öll -á alveg bunka eftir á línuna...þið eruð hrikalega dugleg að commenta hjá mér og eigið stórt pláss í hjartanu mínuHeart Varð þess aðnjótandi að hitta eina bloggvinkonu í dag -bloggdrottningu, einkennilegt en satt tilfinningin var einsog ég væri að hitta gamla vinkonu. Mér hlýnaði um hjartarætur Erla..., ekki skrítið þetta með prinsessustimpilinn þinn elskan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Fjandans æskudýrkun. Svo er maður ekki barnanna bestur sjálfur

Jóna Á. Gísladóttir, 30.6.2007 kl. 03:49

2 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Krem skrem.... lít alltaf best út ef ég passa mig á að þrífa mig ekki á kvöldin.. eða bara með vatni og ekert krem.

Volla engar bólur, engir flekkir... bara fín

Aftur á móti ef ég tek mig til í svona kremstússi og pamperingum.... þá verð ég bara tussuleg í framan... já svona rauðbleik og glansandi

Annars er maður nú orðin svolítið forvitin á að hitta á ykkur bloggarana..... vonandi heppnast það eins vel og hjá ykkur Erlu

Eva Þorsteinsdóttir, 30.6.2007 kl. 04:01

3 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

takk fyrir fallegu orðin Heiða...og skemmtilegan lestur! Merkilegt nokk, vegna þess að þú talar um gyllinæðarkrem, þá er það víst það vinsælasta sem konur eru að nota núna...í andlitið ....maður verður víst svolítið blár og herptur fyrst, en beauty is pain, ekki satt???

Annars finnst mér konur sem eru sáttar við lífið og tilveruna alltaf fallegar...burtséð frá öllum snyrtivörum

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 30.6.2007 kl. 08:35

4 identicon

Ja-há.  Ég er smmála þeirri kenningu að fegurðin kemur að innan.  Heiða mín, þú nýtur þess bónus að vera með hana bæði innvortis sem útvortis.  Heppin!!  Og ég að þekkja þig.  Mér finnst allavega að ég sé aðeins ríkari þegar ég hef ungengist þig aðeins og spjallað pínu við þig. 

Jói Dagur (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 09:56

5 Smámynd: Kristófer Jónsson

enn og aftur frábær skrif Heiða, mikið er nú gott að vera karlmaður þegar maður les svona, enginn súrefniskrem ódýr sturtusápa og tökum gáruhárunum með bros á vör.

Finn bara til með ykkur

Ps:hittir hann aftur! var það þessi sem þú ætlaðir að hitta í draumnum í Elliðadalnum

Kristófer Jónsson, 30.6.2007 kl. 10:15

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 ég passa að alltaf að  nota vatnið og auðvita er ég með krem líka iss svona er þetta bara maður verður að vera unglegur.

Kristín Katla Árnadóttir, 30.6.2007 kl. 10:43

7 Smámynd: www.zordis.com

Aetli Botox verdi naest hjá konu sem údar á sig kremum til varnar sólarfjandanum sem hrukkar upp allt sem hún snertir!  Hrukkukrem og yngingarmedul!  Inn eda útvortis ... gód spurning. 

Eigdu gódan dag og njóttu zín med englunum zínum.

www.zordis.com, 30.6.2007 kl. 11:57

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bara vatn og jú smá krem af og til. Er ótrúlega slétt og fín,  frábær skrif hjá þér dúllan mín. Þú ert flott.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.6.2007 kl. 12:21

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég held að kremin hafi mjög lítið að segja, en trúin flytur fjöll, ef við trúum því að þau virki þá kannski hjálpar það upp á efnafræðina....

Ég veit að þetta hljómar eins og klisja en ég hef trú á þessu:

Reglulegur og nægur svefn og hollt matarræði, innri friður, sem sagt það að vera sáttur við sjálfan sig - er það sem fær fólk til að líta vel út.  

Bæði karlar og konur eru miklum mun meira aðlaðandi og sexy... ef fólkið er í sátt við sjálft sig. 

Marta B Helgadóttir, 30.6.2007 kl. 17:38

10 Smámynd: Ásgerður

Gyllinæðakrem , á alveg eftir að prófa það. Já og endilega notaðu nýja kremið utan sem innan, um að gera haha.

Knús til baka til þín,,,,verðum að fara að heyrast,,,farðu vel með þig,,

uppáhalds-fyrrverandi-mágkonan

Ásgerður , 30.6.2007 kl. 22:19

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Gyllinæðakrem í andlitið......Skildi það duga á þvottapoka-brjóst...nú er ég alveg á

Solla Guðjóns, 30.6.2007 kl. 22:51

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

Já stelpur mínar, gyllinæðakremið... hef prófað! Mæli ekkert sérstaklega með því samt...

Heiða Þórðar, 1.7.2007 kl. 03:30

13 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Ég er lítið inni í krem deildinni en nota þó 25% sólarvörn þessa dagana og after sönn í lok dagsins.

Georg Eiður Arnarson, 2.7.2007 kl. 23:12

14 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

PS, farðu nú varlega með hrukkukremið svo að þú fáir ekki viðurnefnið, Heiða hrukka.

Georg Eiður Arnarson, 2.7.2007 kl. 23:51

15 Smámynd: Saumakonan

hrukkur eða ekki... alltaf jafn sæt Heiða mín    Knús á þig frá handlama saumakonu í langtíburtistan

Saumakonan, 3.7.2007 kl. 10:40

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.7.2007 kl. 21:08

17 identicon

Gyllinæðarkrem!!!!  Hverju hef ég eiginlega misst af ????

Díta (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 21:11

18 identicon

Þú ert indæl Heiða mín...það er svo gaman að lesa bloggið þitt

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband