Hvert fórst þú?

Suma hluti á ég afar erfitt með að skilja.

Sumt finnst mér akkúrat ekkert fyndið sem öðrum finnst fyndið. Svo á ég það til að misskilja hluti sem eru eins einfaldir og bindishnútur.

Var að hugsa ýmislegt, þegar sólin vermdi kroppinn minn rétt áðan.  Nágranninn sat fyrir neðan mig og vissi akkúrt og rúmlega ekkert af því að ég var nakinn, með sólgleraugu á nebbalingnum sem í vantaði  annað glerið. Fyrir ofan hann.

Hann vissi heldur ekkert að því að hugurinn minn var á harðahlaupum undan freknum sem vildu ólmir setjast á mig.... hann veit ekkert um mig ef út í það er farið, enda höfum við ekki gefið okkur sérstakt far um að kynnast hvort öðru. Enda engin ástæða til. Svo framarlega sem við erum hljóðlát eftir kl: 22.00, þá er samband okkar alveg til fyrirmyndar.. ef ekki, þá er voðinn vís.

En mig langar ekkert að skrifa um hann, karlinn. Mér fannst það bara svona við hæfi, að minnst á kappinn þar sem ég sat nánast ofan á hausnum á honum áðan...höfum aldrei verið eins náinn.

Vinkona mín er að slá sér upp, afar skotinn. Hún sagði við mig um daginn að gæinn væri stórkostlegur húmoristi. Til staðfestingar á því segir hún mér brandara, hún grenjaði úr hlátri á meðan hún sagði mér hann...

Brandarinn var einhvernveginn svona: það var dani (minnir mig) sem var að gera munn-munn aðferðina á einhverjum.... sem var látinn. Hann kvartar undan því að líkið væri andfúlt við einhvern annan sem var á staðnum... og sá hinn sami segir; sérðu ekki að hann er enn í skautunum....

ég reyndi í ofboði að reyna að skilja... og hló svona hálf innihaldslaust.... og segi -já ég fatta, var hann hommi? með skautafar á andlitinu?

-Heiða nei! og hún grenjaði ennþá meira af hlátri....

-nú, já þú meinar að hann var að blása í rassinn á honum?

-Heiða nei! Perrinn þinn! fattarðu ekki?

og ég fattaði ekki, en mér skilst að brandarinn sé mjög fyndinn á dönsku....

Svo var það þegar við sátum undir sólinni nokkrar í hring... og ein segir, sem var að slíta sambandi;

-Þetta var djö...perri Heiða! Hvað heldurðu að hann hafi  sagt þegar við vorum að meika það feitt?

..... nei ég ætla ekki að segja ykkur þér það, það er ógeðslegt!

-Segðu það láttu ekki svona!

-ok, ok, hann sagði ; hvar er pabbi þinn!

Hinar hlógu og hlógu og ég sagði bara;

- ha.... hver er pabbi þinn?

-já skilurðu ekki? who is your dad...?

skil þetta hvorki á ensku eða íslensku, enda algjört aukaatriði. En skil að þarna lauk sambandinu. Þetta var svona endapunkturinn.

Sumt þarf maður einfaldlega ekkert að skilja einsog t.d. þetta;

Ég átti stefnumót í draumum mínum í nótt. Við höfðum skriðið í sitthvora skúffuna... og þar sem við horfðum inn í augnlokinn, gáfum við hvort öðru loforð um að hittast í draumi...

svo þegar ég spurði hann hálfönuglega í morgun; þú komst ekki.. hvert fórst þú? þú lofaðir að hitta mig!

þá sagði hann bara; ég fór í Elliðarárdalinn, hvert fórst þú?

Ég veit auðvitað ekkert hvert ég fór... og ekkert hvert hann fór....en  ég vona að ég hitti hann aftur....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Cool færsla.

En vissirðu að kallinn er IP á blogginu?

Þröstur Unnar, 28.6.2007 kl. 18:01

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þú ert bara ekki nógu mikið kvikindi til að fatta svona brandara, eins og með andfúla manninn. Mér finnst hann ógeðlega fyndinn. Sorrí!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.6.2007 kl. 18:09

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú meinar Gurrý að andfúli karlinn var búin að vera dauður svo lengi? Ip á blogginu?

Heiða Þórðar, 28.6.2007 kl. 18:34

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, 28.6.2007 kl. 18:58

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert svo saklaus  Heiða litla.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.6.2007 kl. 18:59

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

saklaus? hmmmmm, ef þú bara vissir....

Heiða Þórðar, 28.6.2007 kl. 19:07

7 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Heiða. Ég skil þetta ekki heldur...... og IP hvað....... ??????

Ég er ringluð!

Flott færsla

Eva Þorsteinsdóttir, 28.6.2007 kl. 19:08

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Velkominn í hópinn Eva, kannski erum við vel snyrtir sálufélagar... skil þetta ekki. Ip hvað?

Heiða Þórðar, 28.6.2007 kl. 19:17

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég skil ekki heldur þetta með skautana.

Anna Einarsdóttir, 28.6.2007 kl. 19:28

10 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Það var virkilega gaman að raskella Sandgerðinga 10= 0 í syðustu viku. Varðst þú nokkuð að spila Heiða

Georg Eiður Arnarson, 28.6.2007 kl. 19:31

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Georg minn; rasskellturðu 10 Sangerðinga, ansans óheppni að þú skildir missa af mér.....Allt sem viðkemur fótbolta skil ég ekki...

Heiða Þórðar, 28.6.2007 kl. 19:43

12 Smámynd: Kristófer Jónsson

er svona langur fattari í þér Heiða

leitt með drauminn ertu kannski átta vilt líka

Kristófer Jónsson, 28.6.2007 kl. 19:55

13 Smámynd: Þröstur Unnar

Georg, hvar er Sandgerði?

Gurrý, Heiða er ekki eins saklaus og þú heldur. Lestu ekki bloggið hennar?

Eva, Ameríka gerir mann ringlaðann.

Heiða, IP er dulnefni í formi talna, sem notaðr eru á netinu til að auðkenna tölvur. (hugs)

Þröstur Unnar, 28.6.2007 kl. 19:56

14 Smámynd: Heiða  Þórðar

jebb áttavillt! er að ná áttum samt....

Heiða Þórðar, 28.6.2007 kl. 19:57

15 Smámynd: Brattur

úppsss, ég er ekkert smá ruglaður að lesa þetta... ég vildi ég væri pínulítið gáfaðir... ég skil bara svona brandara:

Hvað er það sem Paddington bangsa finnst betra en brauðsneið með hunangi?

Svar: Tvær brauðsneiðar með hunangi...

Mér finnst þessi brandari svo sætur og svo skildi ég hann strax þegar ég heyrði hann...

Brattur, 28.6.2007 kl. 21:49

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

je dúdda mía. Im confused

Jóna Á. Gísladóttir, 28.6.2007 kl. 22:01

17 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Skemmtilegur lestur, eins og alltaf ...spurning hvort þú komir ekki bara í Ljóskuklúbbinn með mér? Eftir að ég varð ljóshærð er mér fyrirgefið allur svona misskilningur og fattleysi..

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 28.6.2007 kl. 22:20

18 Smámynd: Ólafur fannberg

cool

Ólafur fannberg, 28.6.2007 kl. 22:24

19 Smámynd: Hugarfluga

Talsvert pervert.

Hugarfluga, 28.6.2007 kl. 22:26

21 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Hmmm held að það sé bara gott að vera með langan fattara, vita ekkert um IP og algjörlega áttavilltur amk svona stundum

Arnfinnur Bragason, 28.6.2007 kl. 23:02

22 identicon

Heiða...ég skemmti mér vel við lestur þennan. Kv Axel

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 23:28

23 identicon

Tær silld, eins og alltaf.  Leitt að þú fattaðir ekki brandarann með skautana og danann. 

Jói Dagur (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 23:31

24 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er eitthvað fokkings "Gettu betur" á þessum fjölmiðli.  Hvað er málið með skautana?  Ég hef húmor sko, mamma segir það.

Færslan er flott, kyn-orð 19 (segi sonna).  Þú ert brilljant krúsa mín. (hjarta)

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.6.2007 kl. 23:43

25 Smámynd: Heiða  Þórðar

Jenný mín; nú er kominn tími á nýja færslu...

Heiða Þórðar, 28.6.2007 kl. 23:54

26 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er greinilega algjör djót, fatta ekkert svona brandara   :):(

Ásdís Sigurðardóttir, 29.6.2007 kl. 00:58

27 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæra Heiða ! Gleðilegt sumar, megir þú eiga fallegasta og besta sumarið ! Ljós til þín Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 29.6.2007 kl. 07:03

28 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Snilldarbrandari - gamall en alltaf jafn góður. Málið að taka hann aftur inn á playlistann sinn. Það er gaman að lesa bloggið þitt - og ég fatta hvað þú ert að pæla með kallinn niðri.... Sumir eru samt ekki að velta svona fyrir sér.... Settu svo fram hvert þú ferð - annars verður þú í Elliðaárdalnum og hann annarsstaðar..... Og annað - ég held ég hafi hitt þig um daginn - en áður en við urðum bloggvinkonur. Hvernig er það - eigum við ekki bráðum að hafa bloggvinasamkomu?

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 29.6.2007 kl. 09:38

29 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ekki spurning Ingibjörg með bloggvinasamkomu, alveg með það á hreinu að ég hitti þig um daginn.

Heiða Þórðar, 29.6.2007 kl. 10:15

30 Smámynd: Solla Guðjóns

Þekki þennan sem er betri á dönsku mér skilst á framkomu samferðafólks míns að álíka brandarar verði fyrst geðveikt fyndnir þegar það sér og heyrir viðbrögð mín við þeim

Solla Guðjóns, 29.6.2007 kl. 10:27

31 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

skil ekki..........

...var hann kannski listdansari á skautum?

Hrönn Sigurðardóttir, 29.6.2007 kl. 10:47

32 Smámynd: Þröstur Unnar

Þori ekki á samkomu með skáldum, og huglistamönnum.

Eða átti kannski ekki að bjóða mér?

Þröstur Unnar, 29.6.2007 kl. 16:38

33 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Enginn er verri þótt hann sé perri   en ég bara skildi ekki

Marta B Helgadóttir, 29.6.2007 kl. 18:04

34 Smámynd: Kristófer Jónsson

Nema hann sé verri perri

Kristófer Jónsson, 29.6.2007 kl. 18:14

35 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Í hverju eiginlega liggur brandarinn ? Þið sem eruð svona gáfuð, af hverju ekki að deila því með okkur hinum fávitunum ??

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.6.2007 kl. 20:43

36 Smámynd: María Tómasdóttir

Nei, ég skil ekki brandarann heldur, samt reyndi ég að þýða hann yfir á eitthvað sem á að líkjast dönsku. Var samt alveg einsog spurningamerki. Skautar? Lykt? Nei, fatta ekki þetta. 

María Tómasdóttir, 29.6.2007 kl. 21:49

37 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er bullbrandari eins og: Lafði Díana eða hékk hún bara? 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.7.2007 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband