Þú er alltof horuð

Fólk getur oft á tíðum verið argöstu fábjánar. Hvað er eiginlega málið annars með grannt fólk? Og feitt fólk?  Er orðin síþreytt og langleit á þessu eilífa tali um brennslu, fitu, ekki fitu, anorexíu, olívíuolíu.....megrun, fitun, protein og blablabla.

.....Gvvuuuuð hvað þú ert horuð!

Hef stundum fengið það framan í nebbagogginn á mér,  er einmitt á öndverðu meiði við þá sem eiga við offituvandamál að stríða.

Þ.e. ég er gjörsamlega með ofvirkni og athyglisbrest (með greiningu og allan pakkann) hvað viðkemur brennslu. Ég öfugt við suma missi matarlist undir þeim aðstæðum,  þegar hún eykst hjá sumum öðrum.

En oftar en ekki borða ég einsog svín og hestur (samanlagt) þó ég hvorki og hafi aldrei prumpað, ropað hvað þá rekið við! Veit ekki hvað það er einu sinni. Þekki ekki muninn.

Málið varðar mig þó ekki beinlínis enda með munninn fyrir neðan nefið. Og líkamlegt atgerfi í stakasta lagi á þessum stundum. Passa mig líka vel og virkt að gera sem minnst...

En ég var að tala við eina af "stelpunum" mínum. Henni er mikið niðri fyrir vegna þess að tvær (vel holdi klæddar, með hvítum blúndum....) vinnufélagar eru með eilífar athugasemdir vegna þess hversu grönn hún er....

En af því mér finnst svo gaman að tala um sjálfa mig þá held ég aðeins áfram með mig....

Var áður að vinna á stórum vinnustað. Við vorum með einkar háværa og búsældarlega húsfreyju á staðnum... Hún galaði yfir allt og í alla sem heyra vildu:

-sjáiði hvað hún Heiða borðar mikið, en er samt svooooo grönn! Og ég sem má ekki svo mikið sem einu sinni líta á eina litla súkkulaðikúlu og hún sest utan á mig!

Ég gerði það að leik mínum að éta einsog ég gat í mig látið. Metið sló ég þegar ég var þarna í sirkusnum til sýnis og borðaði heilar 7 stk. kjötbollur með meðlæti. Augun ætluðu út úr hausnum á mér af eintómri velgju en ofaní mig fóru þær og fengu að dúsa í nokkra daga!

Svo kastaði ég fram svona ýmsu einsog að það væri afar praktíst að vera svona grannur, einsog til að mynda gæti ég málað ljósastaura að innan.... nú eða þrifið þá.... bæði að innan og utan.

Mér finnst hinsvegar öllu verra og tekur það mun sárara,  þegar stelpurasskatið mitt sem ég minntist á fyrir ofan verður fyrir þessu aðkasti.

Afhverju þykir svona sjálfsagt að segja fólki að það sé horað, og helber dónaskapur að segja ef það er feitt? Ég er ekki að fatta muninn. Ekki umræðuna yfirleitt!

Fucking shit! Drulluörg yfir þessu....afhverju lítur fólk ekki bara framhjá því hvort rassinn hossast til hliðanna. Nær upp fyrir bak, eða hvort hann vantar alveg? Er innfallinn jafnvel...

Annars svona ykkur að segja eru það yfirleitt skjátur/skátar... sem láta svona út úr sér annað hvort; óhamingju- og  ófullnægðar/i.... heimskar/i....nú eða....

...já þið giskuðið rétt! 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ótrúlegustu hlutir sem fólki finnst í lagi að segja... eins og þetta. Og svo alveg jafn ómerkilegir hlutir sem telst dónaskapur.. eins og að spyrja um aldur. Aldrei skilið það.. af hverju er það eitthvað taboo? 

Heiða B. Heiðars, 9.6.2007 kl. 22:35

2 Smámynd: Hugarfluga

Þetta er afskaplega kjánalegt allt saman; að vera bara yfir höfuð að kommenta á útlit annarra, hvort sem þeir eru feitir, mjóir, stórir, litlir, rangeygir eða bara með kollvik aftur á rófubein. Það er samt nokkuð ljóst að það að vera grannur/mjór er viðurkenndara og eftirsóttara í okkar daglega lífi heldur en að vera feitur. Þess vegna heldur fólk að grönnu fólki finnist allt í lagi að talað sé um það. Gott að þú ljáðir máls á þessu ... knús til þín.

Hugarfluga, 9.6.2007 kl. 22:37

3 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 9.6.2007 kl. 22:47

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er mjög grönn það eru allir að segja að ég sé með anorexíu sem er ekki satt, ég er alltaf síborðandi.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.6.2007 kl. 23:07

5 Smámynd: Kristófer Jónsson

fólk er bara misjafnt,ég hef bæði verið þéttur og þveng mjór og annað hvort er maður of feitur eða of mjór 

Kristófer Jónsson, 9.6.2007 kl. 23:39

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

nákvæmlega aldrei hægt að gera fólki til hæfis.... en á maður eitthvað að gera öðrum en manni sjálfum til hæfis?

Heiða Þórðar, 9.6.2007 kl. 23:45

7 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Var svona þegar ég var yngri, hægðist svo á brennslunni á barneignarárunum en er nú komin aftur í grennri stærðina. Hvað ert þú svo að leggja mig í einelti út af kókþambi........ skammastu þín Heiða Bergþóra ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 9.6.2007 kl. 23:52

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

..... hehe, Eva (argasta vesen að það skuli vanta á þig svona hrossa millinafn) sko málið er að ......já....Sorry, aldrei aftur!

Heiða Þórðar, 10.6.2007 kl. 00:01

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þekki málið og fólki finnst ekki tiltökumál að segja við mig þegar ég er í mjórra lagi að ég "ógeðslega horuð".  Á því eina tímabili æfi minnar sem ég var feit, opnaði ekki nokkur maður á sér kj.....  En heyrðu á hvað giskaði ég rétt?

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2007 kl. 00:11

10 Smámynd: Kristófer Jónsson

nei ef þú ert sátt við sjálfan þig þá þá mega aðrir éta það sem úti frís

Kristófer Jónsson, 10.6.2007 kl. 00:11

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Tíuna á ykkur bæði

Heiða Þórðar, 10.6.2007 kl. 00:14

12 Smámynd: Þröstur Unnar

Já kæri Jón hvenær hefur kroppurinn það gott?

Þetta vesen sem Heiða er að tala um þekki ég vel. Fólk hefur alltaf í gegn um tíðina sagt þetta við mig,"þú ert svo grannur".Tek það fram að ég er ekki HORAÐUR.

 Djöfull fer þetta í taugarnar á mér.

Síðast þegar þetta var sagt við mig var það ung og afskaplega falleg kona, en kannski í lægri kantinum og svolítið bústuð sem ég svaraði" já takk fyrir það xxxx mín, en þú ert nú flott líka."

Þá fékk ég löðrung á kjammann, og grátur. Sjáðu,, þeim finnst allt í lagi að þrusa þessu á okkur Heiða mín, en þegar maður svarar í sama, þá verður allt vitlaust. Við eigum bara að sitja undir því að vera umtalsefni af því að við erum grönn, en svo þegar maður minnist á að fitubolla sé feit, hvað gerist þá?

Þröstur Unnar, 10.6.2007 kl. 00:53

13 identicon

Pass að sinni...getur einhver hjálpað mér að reima skóna mína?

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 01:14

14 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þröstur; nefnilega málið.

Ég hef nú ekki alltaf verið svona kurteis einsog þú þó.

-rosalega ertu horuð?

- já finnst þér það?  þú ert alltof feit/ur.

Ekki fengið löðrung ennþá. Held það sé ekki sama hvort það sé kona sem segir það en karl.... vandlifað í samskiptum.

Heiða Þórðar, 10.6.2007 kl. 10:15

15 Smámynd: Saumakonan

iss bara meira til að knúsa segir minn maður þegar ég kvarta yfir aukakílóunum  

Saumakonan, 10.6.2007 kl. 11:50

16 Smámynd: Kristófer Jónsson

það er nú bara kurtreisi hjá honum

Kristófer Jónsson, 10.6.2007 kl. 12:02

17 Smámynd: Kristófer Jónsson

nei Heiða þeir fara svo heim og gráta á koddann

Kristófer Jónsson, 10.6.2007 kl. 12:05

18 Smámynd: Solla Guðjóns

Það er orðið nokkuð langt síðan ég hef verið sögð horuð.Var orðin mjög þikk á tímabili,grennti mig um 26.kg á 6-7 mán. og þá heyrði ég orðróm um að ég væri eitthvað rosaleg veik.Frá þessu hef ég svo bætt slatta á mig aftur og nú fæ ég að heyra "Þú hefur fitnað eða "hvað ertu eiginlega búin að bæta á þig.

Vandlifað....en ég er góð

Solla Guðjóns, 10.6.2007 kl. 13:37

19 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Ég reykti eins og togari og var aldrei neitt, neitt. Svo hætti ég og allt í einu komu 10 kíló.... bara ef ske kynni að þú reyktir

Arnfinnur Bragason, 10.6.2007 kl. 22:14

20 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég er barasta fín Arnfinnur

Heiða Þórðar, 10.6.2007 kl. 22:20

21 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mér finnst alltaf svo mikil öfundarlykt af því þegar fólk gusar yfir fólk að það sé svo ógeðslega horað. Argasti dónaskapur. Davíð frændi (18 ára) grenntist mikið í veikindum í vetur og tekur það virkilega nærri sér þegar fólk byrjar á þessum dónaskap. Ég fitnaði einu sinni svakalega og fólk hikaði ekki við að segja mér frá því, eins og ég vissi það ekki sjálf. Ég reyndi að svara kurteislega: "Ummm, takk, þú lítur líka agalega vel út." Þá fékk ég iðulega afsökunarbeiðni. Ég spyr bara, hvað í ósköpunum kemur öðrum við hvort einhver er mjór eða feitur? Ég tek yfirleitt ekki eftir þessu, það gleður þá feitu/mjóu, en svekkir þá sem hafa verið í megrun/fitun. Það getur verið vandlifað.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.6.2007 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband