Drullusokk á stífluna

Ţađ ţurfti nú engan drullusokk á ţessa stíflu... ađeins örfáar mínútur.

Viđ mćđgur fórum niđur á höfn í gćr ađ taka ţátt í hátíđarhöldunum. Í roki og rigningu góndum viđ ofaní kör ţar sem allskyns fiskar (dauđir) lágu í makindum sínum, á međan viđ sem eftirlifum hófum ţá upp til skýjanna.

Ég ćtla ekki ađ hefja hana Siggu ömmu mína upp til skýjanna. Bara rétt ađ gefa ykkur smá sýnishorn og hlutdeild í lifi okkar saman...

Trukkur. Ţađ er kannski orđ sem lýsir henni einna best.  Hún var sú al-duglegasta, al-ókvennlegasta, al-ragasta manneskja sem fyrirfinnst.

Ţađ eru til ófáar myndir af henni úr fermingar-, skýrnar,- og brúđkaupsveislum, ţar sem hún situr međ fćturnar í sundur, í pilsi, vel innsigluđ, ţar sem hún einsog svo margar konur og karlar.... lak. Í bókstaflegri merkingu ţá lak hún. Ţessi elska. Míglak.

Svo var hún međ sitt forláta stefnuljós á hausnum. Stefnuljós til hćgri, risastórt. Henni fannst algert aukaatriđi ađ láta fjarlćgja kýliđ. Vildi sem minnst um ţađ vita, hvađ bjó innandyra. Litađi háriđ fjólublátt, blátt eđa svart, stundum brúnt og greiddi yfir kúluna.

Ef málum var ţannig háttađ hjá henni ađ losa ţurfti um vind einhvern, ţá einfaldlega lyfti hún upp annarri rasskinninni, gilti einu hvar hún var stödd og sagđi;

-hananú! ţar fór ţađ!

Svo hóstađi hún ţessi ósköp á milli ţess sem hún kveikti sér í nýrri sígarettu.

Hún var alveg makalaus, og sem unglingur ţegar ég var ađ alast upp hjá henni var ekki laust viđ ađ ég skammađist mín nú stundum fyrir kerlu.

Hún hóf mig upp til skýjanna og ekkert var of gott eđa nógu gott fyrir Heiđu litlu, stóru, löngu, mjóu.

Mér er sagt ađ ţegar ég fćddist hafi hún og móđuramma mín rifist... og Sigga amma öskrađ ;

-hvađa djöfulsins vitleysa er ţetta! Krakkinn er alveg einsog hann Tóti minn!

Ţegar ég var átta mánađa sagđi hún viđ alla sem heyra vildu ađ ég vćri svo fluggáfuđ ađ ég vćri farin ađ lesa Morgunblađiđ....

Hún mćtti til Palla bankastjóra ávallt í "uniforminu", en hún vann lengi vel sem handflakari. Ţar mćtti hún og sat sem föstust međ hárnetiđ á hausnum, í sloruđum-stígvélunum og hreyfđi sig hvergi fyrr en hún fékk ţađ sem hún sóttist eftir. Karlinn auđvitađ ađ drepast úr fílu.... og neitađi aldrei ömmu. Ekki eitt skipti....

Hún var kjaftfor međ eindćmum en gull af manni. Hún blótađi stöđugt og ekki var heillavćnlegt ađ hafa hana mikiđ í návist ungra barna. En hjá henni ólst ég upp. Ađ mestu.

Fólk var skíthrćtt viđ hana man ég, en í vinnunni bar fólk óttablandna virđingu fyrir henni ţar sem hún stóđ hálfblind, hátt komin í áttrćđisaldurinn og flakađi fisk, eldsnögg af gömlum vana.

Hún sagđi mér sögur um kónga og tröll, drottingar og álfa sem allar enduđu vel.

Ég vildi ađ gćti sagt ađ ég vćri ţađ, en svo er ekki. Ég er ekki vitund lík henni. Amma var gölli!

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Ţorsteinsdóttir

Hehehe..... ćjá, ţessar ömmur..... blessuđ sé minning ţeirra.

Eva Ţorsteinsdóttir, 4.6.2007 kl. 21:54

2 Smámynd: Saumakonan

Hljómar sem dásamlegasta amma!    Ţrátt fyrir fretin/stefnuljósiđ/retturnar hlýtur ađ hafa veriđ meiriháttar ađ alast upp hjá henni

Saumakonan, 4.6.2007 kl. 21:58

3 Smámynd: Heiđa  Ţórđar

Jebb ţađ var ţađ! oftast....

Heiđa Ţórđar, 4.6.2007 kl. 22:06

4 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Algjörlega alvöru amma. Ţetta er svona kona sem fer ađ birtast á miđilsfundum, tekur viđ af ţessari gömlu, ţéttvöxnu međ fléttur, sem er alltaf á öllum fundum.

Ásdís Sigurđardóttir, 4.6.2007 kl. 22:16

5 Smámynd: Georg Eiđur Arnarson

Ömmur.

Georg Eiđur Arnarson, 4.6.2007 kl. 22:35

6 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Ţessi amma er nú bara efni í heila bók..

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 4.6.2007 kl. 23:53

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Amman kemur sterk inn sem krútt ársins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.6.2007 kl. 00:24

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ţetta var nú náttúrlega alveg skelfileg kona !

Gott ađ ţú sért ekki lík henni ....

En ég átti dona góđa ömmu líka,,

S.

Steingrímur Helgason, 5.6.2007 kl. 01:38

9 identicon

Hún Sigga amma ţín minnir mig á hana Döggu ömmu mína.  Alveg óstöđvandi.  Fellibylur í vinnu og međ kjaftinn fyrir neđan nefiđ.  Saumađi utan um 50 kg. saltfisk pakka á daginn og heklađi dúllerí eins og lystamađur á kvöldin, svona til ađ hafa eitthvađ ađ gera í höndunum.  Eins og hún var vön ađ segja.  Á milli ţar sem hún snarađi fram heilu lopapeisunum á okkur barnabörnin. 

Takk fyrir ađ framkalla góđu minningarnar. 

Jói Dagur (IP-tala skráđ) 5.6.2007 kl. 01:39

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

hún hefur veriđ skemmtileg amma ég kannast viđ svona ömmu.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.6.2007 kl. 10:04

11 Smámynd: Kristófer Jónsson

ég átti eina slíka allgjör snillingur

Kristófer Jónsson, 5.6.2007 kl. 20:47

12 Smámynd: Hugarfluga

Frábćr lýsing. Ţvílík amma!! hahaha ... love it!

Hugarfluga, 5.6.2007 kl. 23:41

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Flott amma, segi og skrifa, ţćr eru klikk ţessa ömmur sko !!

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 6.6.2007 kl. 22:11

14 Smámynd: Solla Guđjóns

Og ég sem hélt ađ ömmur mínar ćttu engan sinn líka hvor á sinn hátt.

En já sorry ég sit hér og hlć.Stórskemmtileg amma sem ţú hefur átt  og ekki kallađ allt ÖMMU sína 

Solla Guđjóns, 8.6.2007 kl. 02:46

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband