Bróðir minn er nágranni minn!

Það verður að segjst eins og er að foreldrar mínir eru/voru hvorki  ófrumlegir eða beinlíns vanafastir... allavega hvað viðkemur því að skipta börnunum sínum manna/kvenna á milli, ef svo má að orði komast.... Það var sko fljúgandi gleði þar og ferð. Love all - osfrv.

Staðreyndin er; samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands að mamma mín ól í heiminn 6 stk. börn (hvert öðru frambærilegra) og faðir minn heitinn átti fjögur stk börn með þremur konum...

Þannig að fyrir mér lítur dæmið þannig út að ég á einn albróðir og átta svona hálfsystkini..., sel það ekki dýrara en ég keypti það. En eitt er ég alveg með á tandurhreinu að ég er næstelst... eða næstum því viss.

Ástæðan fyrir því að ég er að koma upp með þessa staðreynd er einfaldlega sú (eða þær) að í fyrrakvöld datt mér í hug að "google" tvö þeirra, sem að mér skilst eru fædd (börn föður míns) með tveggja mánaða millibili.

Ég fann þau og komst að því að systir mín sem heitir Hanna Þrúður Þórðardóttir, á nú tvö börn. Og er í framboði fyrir Frjálslynda flokkinn...veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta...eftir heiftarlegar yfirlýsingar sem forystumenn þessa flokks hafa ælt út úr sér með afar óviðeigandi hætti að mínu mati.

Bróðirinn (sem ég hef aldrei hitt) fann ég....og haldiði ykkur fast:  hann býr í næsta húsi við mig!

Hugrekkið var ekki meira en svo að ég sendi honum línur á e-maili...undirskrifað Heiða Bergþóra (Þórðardóttir) -hef ekki fengið svar. 

Mér finnst þetta nokkuð merkilegt ekki síst vegna þess að í gærkveldi er ég afar djúpt hugsi yfir þessu með hann brósa minn, fer inní góða sjoppu hér í bæ og panta mér botnlausa hollustu (bacon-borgara) og þar er spurt:

Er þetta Heiða Bergþóra, (ég geng ekki venjulega undir Bergþórunafninu....)

Ég hálfpartinn svona hrökk við (og hélt að þarna væri hann bróðir minn komin í mannsmynd, en þó í konulíkama)...en nei nei,  þá er það hún Inga bloggvinkona með meiru.... skrítið hvað heimurinn er lítill en samt svo stór.

Es, Inga; borgarinn var annars algjör snilld....Smile

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, en leiðinlegt að hann hafi ekki haft samband. Kannski er hann í útlöndum í fríi. Eða bara asni ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.4.2007 kl. 23:22

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já Gurrí eða bévítans auli. Foreldrar mínir eiga 8 saman (þar af 7 stelpur!). Í sitthvoru lagi áður en þau kynntust 2 hvor. Ég á sem sagt skv. Hagstofu, 6 alsystur og 1 albróður, 3 hálfbræður og 1 hálfsystur.  Gomma mar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.4.2007 kl. 23:50

3 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Vá skrítið, hvert er næsta skref ef hann svarar ekki? Ekki tala við systur þina

Tómas Þóroddsson, 3.4.2007 kl. 23:55

4 identicon

Elskan. Ég á sjö systur og einn bróðir. Ég þekki vel þrjár, kannast við tvær, hef aldrei séð eina sem býr á höfuðborgarsvæðinu og bróðir veit ég ekkert um en hef séð hann tvisvar s.l. tuttugu ár. Gangi þér vel Heiða. Kveðja Axel

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 23:58

5 Smámynd: Ólafur fannberg

vonandi hefur hann samband

Ólafur fannberg, 4.4.2007 kl. 00:16

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Já kannski hefur hann samband, kannski ekki! Lífið hefur nú svosem gengið án hans...en hugsið ykkur bara ef sonur minn eða dóttur færu nú að rugla reitum við börn hans! það finnst mér nú öllu verra sko!

Tommi: ef hann hefur ekki samband geri ég ekki neitt. Systir mín....hehe

Axel og Ólafur Fannberg : Takk

Gurrý og Jenný: -eða bara hreinlega pappakassi

Heiða Þórðar, 4.4.2007 kl. 09:16

7 Smámynd: Ólafur Als

Sérstök saga - en langt í frá einstök. Var hún Inga blessunin dálítið djúpröddud - svo að þú hélst að um bróður þinn væri að ræða? Gangi þér vel að nálgast skyldmenni þín en farðu varlega, maður veit aldrei hvað kann að hafa valdið aðskilnaðinum eða þögninni eftir öll þessi ár. Alltaf viss hætta á að erfiðleikar sambandsslita og sárindi "erfist" til barnanna. En svo er einnig möguleiki að allt gangi að óskum.

Ólafur Als, 4.4.2007 kl. 10:23

8 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ísland er ekki stórt því geta ættingar verið hvar sem er.  Ég veit um eitt dæmi sem einn vinur minn var að spá í stelpu og var þeim orðið vel til vina.  Stuttu seinna þá hittust öll systkininn þar sem þau höfðu aldrei hist.  Kom þá í ljós að þessi stelpa var hálfsysir hans.  dálítið neiðarlegt en þau tóku þessum tíðindum nokkuð vel.

Þórður Ingi Bjarnason, 4.4.2007 kl. 15:38

9 Smámynd: Ásta Salný Sigurðardóttir

ó mæ god...þetta er samt skrítið að svona gerist

á  samt þessu litla landi að allir þekkjast en ekki hvort þau eru skild..Atti einu sinni hálfbróður en hann dó og ég vissi alveg hver hann var og hvernig hann leit út þótt hann hafiátt heima úti á landi...Á eina alsystur og bARAbúið...doll hjá mér ,sagan:)

Þ'U verður að hitta hann bróa, bara til að sjá hvernig hann lítur út eða er ég orðin forvitnari en þú??..

adios skvís

p.s let me know ef þú vilt skreppa í heimsókn um páskana með lilluna kannski? 

Ásta Salný Sigurðardóttir, 4.4.2007 kl. 17:03

10 identicon

Áttu ekki nóg með okkur hin systkinin?? Hvaða hvað.. Svo er ég búinn að útskýra þetta með systkinin mín svo að það vefjist ekki fyrir þér ;)

Fowler (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 17:37

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

hehe... nei hún Ingabesta er alls ekki djúprödduð

Heiða Þórðar, 4.4.2007 kl. 18:21

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég frétti einu sinni af því að við systkinin ættum hálfbróður. Sá var nýkominn úr meðferð og bjó á Fjólunni (eftirmeðferð?) á Akureyri. Hann sagði kunningja systur minnar að hann væri bróðir okkar. Mamma hans hefði aldrei látið pabba vita ... hann hafi séð okkur litlu systkinin sín úr fjarlægð. Mig verkjaði í hjartað þegar ég heyrði þetta en því miður hefur bróðir minn aldrei haft samband. Pabbi (sem dó 2001) varð voða spenntur þegar hann heyrði þetta. Bróðirinn er sko velkominn í fjölskylduna og honum verður tekið opnum örmum ef hann gefur sig fram. Ég verð eiginlega að blogga um þetta í þeirri von að hann kannski sjái þetta. Hann sagði þessum kunningja systur minnar að hann hefði t.d. fylgst með mér á meðan ég vann við útvarp ... kannski les hann blogg! Skil að hann sé feiminn en hann fær góða móttökur frá okkur öllum systkinunum. Takk fyrir að minna mig á hann "bróður" minn. Vona að hann sé á lífi og láti sjá sig einn góðan veðurdag! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.4.2007 kl. 18:55

13 Smámynd: bara Maja...

Jahérna hér, flott skref hjá þér ! hann er bara kjáni ef að hann svarar ekki !! já eða pappakassi

bara Maja..., 4.4.2007 kl. 20:35

14 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk fyrir að deila þessu með mér Gurrý (og okkur) endilega bloggaðu um þetta! Vonandi gefur hann sig fram við ykkur, ekkert heyrt frá mínum

Heiða Þórðar, 4.4.2007 kl. 21:51

15 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ótrúlega mörg svona dæmi á íslandi, er hluti af einu svona.

ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.4.2007 kl. 04:54

16 identicon

Spurning um bara að banka á dyrna hjá honum og biðja hann um að gefa á tambólu hehe, þá sérðu nú allavega hvernig hann lítur út, semsagt Hansi kominn með nýjann bróður , sendir kanski upplýsingarnar á e-mail

Inga Ósk (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 08:07

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef verið í sambandi við Hönnu Þrúði Þórðardóttur, vegna þess að ég var sú sem raðaði á listann.  Og ég get huggað þig við það, að í Frjálslynda flokknum eru engir rasistar, heldur er verið að búa til út okkur slík, af því að menn vilja ekki ræða málin á málefnalegum nótum.  En ef þú ferð inn á bloggið mitt, geturðu séð samþykktir flokksins og séð að þar er enginn rasismi á ferð.  Mér virðist systir þín vera alveg frábær einstaklingur og hlakka til að starfa meira með henni, þegar hún er meira tilbúin.  Hún er upptekinn í dag við þessi tvö litlu börn og sitt líf.  Til hamingju með hana. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2007 kl. 23:18

18 Smámynd: Jens Guð

  Ég tek undir með Ásthildi að af mínum litlu kynnum við Hönnu Þrúði þá er þar á ferð manneskja sem mikið er spunnið í.  Hanna Þrúður var í framboði fyrir Frjállynda flokkinn í sveitastjórnarkosningunum í Skagafirði.  Ég skrapp norður til að hjálpa þeim í kosningabaráttunni.  Það var mjög gaman og gífurlegur kraftur í Hönnu.  Hún er bráðgreind og kemur afskaplega vel fyrir.

  Ég vil bæta því við að ég er í Frjálslynda flokknum og er harðlínu anti-rasisti.  Hef frá opnun Alþjóðahússins tekið þátt í starfseminni þar.  Er í samtökunum Ísland-Palestína.  Var giftur indíánakonu í næstum aldarfjórðung og á með henni 2 börn.  Uppistaðan af plötunum mínum eru með hörundsdökkum flytjendum:  Blúsurum,  djassistum,  reggí,  röppurum,  afró-músík,  indíánum,  Grænlendingum,  Sömum að ógleymdum japönskum pönkurum. 

Jens Guð, 10.4.2007 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband