Blaða-ómennska

Rakst á eftirfarandi klausu í Blaðinu í morgun; Veit ekki hvort þetta á að vera fyndið  ... en kaldhæðnisleg er hún:

Heyrst hefur: 

Þær eru gjafmildar Steinunn Jónsdóttir og Lilja Pálmadóttir. Þær ætla að gefa íbúum Hofsóss 25 metra sundlaug með allri nauðsynlergri aðstöðu. Að gefnu tilefni skal tekið fram að það vantar skemmtistað á Egilsstöðum, ekkrt bíó er í Bolungarvík, keilusal vantar á Akureyri......

að gefnu tilefni vantar mig sjálfa ýmislegt; uppþvottavél, nýja þvottavél, mjólkin uppurinn, eitt stk. karl til að slá grasflötina svo fátt eitt sé nefnt. Að ógleymdum sumardekkjunum.

Þvílík blaða-ómennska. Hef akkúrat ekki húmor fyrir skotinu.

En... ég gleðst með íbúm Hofsóss, nú er bara að taka sundtökin á þetta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Þessar ágætu konur eru húsmæður í sveitinni. Þetta er þörf hvatning til annarra húsmæðra, bæði þar í héraðinu og um land allt, til að gefa eitthvert smáræði í almannaþágu, hvort sem það eru sundlaugar, íþróttahús, knattspyrnuvellir, menningarmiðstöðvar, flugvellir eða annað slíkt. Áfram húsmæður!

Hlynur Þór Magnússon, 30.3.2007 kl. 10:23

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Flott athugasemd hjá þér Hlynur!

Heiða Þórðar, 30.3.2007 kl. 10:35

3 identicon

kvitt

Glanni (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 11:26

4 Smámynd: Gissur Pálsson

Er þetta stór flöt?

Gissur Pálsson, 30.3.2007 kl. 12:07

5 Smámynd: Saumakonan

get ekki hjálpað með stóru tækin en mjólk útí kaffið gæti ég bjargað og líka lánað eitt stykki kall til að slá grasflötina!

Saumakonan, 30.3.2007 kl. 12:46

6 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þetta er gott framtak hjá þeim Steinunni  og Lilju.  Hofsós hefur verið í læg og ekki mikið að gerast  þar.  Nú hefur vesturfara setrið aukið ferðamannastrum á Hofsós og staðurinn er allur að lifna við.  Hér í skgafirði er ekki mikið um sundlaugar.  það er ein á Sauðárkrók og varmahlíð.  Á hólum er ein laug sem er opinn aðeins opinn á sumrinn fyrir almenning en heima fólk kemst þó í sund þar yfir vetratíman.  Þannig að það er gott að fá eina góða laug í skagafjörð.  Ég bý á Hólum og samgleðst þeim á Hofsósi  með þessa höfðinglegu gjöf.

Þórður Ingi Bjarnason, 30.3.2007 kl. 14:36

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Thakka ollum fyrir kvittin, thid faid mig til ad brosa...og baetid annars agaetan dag

*engir isl. stafir i vinnunni

Heiða Þórðar, 30.3.2007 kl. 15:44

8 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Því miður getur Mr. Wonderful ekki slegið blettinn fyrir þig en hann leyfir þér samt að vera með fjarstýringuna

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 30.3.2007 kl. 18:21

9 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Hæ stelpa, rosalega varð ég hissa og glöð þegar ég sá kveðjuna frá þér   Svo fyndið að hittast hér af öllum stöðum. Hef oft hugsað til þín, manstu eftir músafaraldrinum hjá okkur hahah Væri gaman að vita meira um þig i dag, sé að þú ert með sætt lítið barn og auglýsir eftir karli og fleiru svo eithvað veit ég.

Takk fyrir að kvitta hjá mér, kær kveðja Sigrún

Sigrún Friðriksdóttir, 31.3.2007 kl. 12:42

10 identicon

Væri sko til í að slá flötina fyrir þig sumar sem vor sem haust sem vetur;)

Jói (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 23:59

11 identicon

HA! finnst þetta vera lélegt að karlpeningurinn geti ekki tekið upp slátturorfið fyrir  þig því að ekki er þetta stór blettur:)

ohh hvað ég vorkenni þér að vera að vinna í dag, ég er svooooo búin á því eftir vikuna og ligg hérna upp í sófa, nývöknuð..

Vonandi verður mikið að gera svo að tíminn líði ´fljótt....

Ásta (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 12:51

12 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég er nú alveg sammála um að þetta sé lélegur húmor hjá"húsmæðrum"!...þær geta örugglega betur.

Framtakið er flott

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 1.4.2007 kl. 14:39

13 Smámynd: Ásta Salný Sigurðardóttir

Hvernig fæ ég bloggaravini á síðuna mína?

Ásta Salný Sigurðardóttir, 1.4.2007 kl. 17:52

14 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ekki skemmtileg athugasemd hjá blaðamanni....Til hamingju með sundlaugina þið þarna á Hofsósi!!!!

Af gefnu tilefni vantar góðan blaðamann sem veit hvað eru góðar fréttir og hvernig þær eiga að fá að njóta sín!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.4.2007 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband