Leynist sannleikurinn í gangstéttarhellum?
28.3.2007 | 01:04
Mér varð hugsað til eftirfarandi í kvöld, þar sem ég sat ein míns liðs, í djúpum pælingum, í góðum félagsskap. Með sjálfri mér.
Með slökkt á sjónvarpinu og malið í örfáum snjókornum þarna fyrir utan stofugluggann minn, rifjaðist upp fyrir mér þegar ég kom alflutt (í bili) heim frá Nýja Sjálandi árið 1999.
Hvernig ég sá íslendinga og hvernig þeir sáu mig, einsog og ég sé það.
Vopnuð 2 stk. ferðatöskum 20 kg. í hvorri (eins og lög gera ráð fyrir) var sonur minn með í för. Eftir smá millilendingu, fluttum við í blokkaríbúð. Mér er svo minnistætt samanburðurinn þegar ég flutti búferlum til NZ., og þegar ég flutti í þessa blessuðu blokk í Reykjavík.
Og já blessuð sé minning hennar! Sem er ekki allskostar góð. Að mestu týnd í minningarbrotunum, ef satt skal segja. Og sem betur fer. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að raða þeim saman.
Sko; þegar ég flutti í fyrsta húsið þarna hinumegin á hnettinum. Kom nágranni minn einn og bauð mig/okkur hjartanlega velkomin í götuna. Meðferðis hafði búsældarleg frú með sér 1 stk. fransbrauð. Niðurskorið notabene... ég alveg orðlaus, frosin og fannst þetta fyndið, að hún skildi færa okkur þessa gjöf. Niðurskorna.
Þegar ég svo flutti í áðurnefnda blokk eftir 5 ára fjarveru frá landinu okkar góða. Þá blasti við allt annað viðmót. Í stigaganginum var til siðs að BJÓÐA ALLS EKKI GÓÐAN DAGINN! Fæstir vissu hvað hinir hétu, hvað þá að þeir létu sig þá varða. Ég var þarna eins og einhver afturkreistur mongólíti og gaf mig aldrei hvað það varðaði: Veit ekki hversu oft ég bauð sjálfri mér góðan daginn. Og brosti.
Þetta var áður en ég kynntist Flubber, þannig að ég ferðaðist með strætó. Við lá að vagnstjórinn tæki andköf og kærði mig fyrir kynferðislega áreitni, þegar ég kurteisislega ávarpaði hann.
Þar sem ég sat við gluggann (í leið 12) og virti fyrir mér mannlífið (sem í mínum augum var grátt) tók ég eftir hvað íslendingar eru fádæma áhugasamir um hvað fram fer á gangstéttum borgarinnar...allir störðu niður í malbikið.
Ég velti fyrir mér hvort leyndist einhver fádæma leyndardómur þar, kannski annað líf....?
Hef ekki enn fundið það út.
Skildi sannleikurinn leynast í gangstéttarhellum?
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:10 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- 25.6.2023 Laun fyrir að kúka í kassa
- 3.8.2021 Ég er bara grillaður kjúklingur
- 17.11.2010 Ég veit allavega um EINN sem ég myndi ALDREI kjósa yfir mig...
- 1.10.2009 Opið bréf til Davíðs Oddssonar "alltmuligman" ...
- 16.6.2009 Tálaus eða ekki tálaus...
Bloggvinir
- Solla Guðjóns
- www.zordis.com
- Steingerður Steinarsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Heiða B. Heiðars
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Ásgerður
- Andrea
- Heidi Strand
- Grétar Örvarsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Als
- Helgi Seljan
- Ólafur fannberg
- Karen, Sigurbjörg,Tóti, Gerður og fl.
- Jón Axel Ólafsson
- Ísdrottningin
- Sigrún Friðriksdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Thelma Ásdísardóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðjón Bergmann
- Jakob Smári Magnússon
- Ester Júlía
- Birgitta Jónsdóttir
- Klara Nótt Egilson
- Saumakonan
- Björn Heiðdal
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jens Guð
- Þórarinn Þ Gíslason
- Viktor Borgar Kjartansson
- bara Maja...
- Jón Steinar Ragnarsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Georg Eiður Arnarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Edda Agnarsdóttir
- Tómas Þóroddsson
- halkatla
- Þórður Ingi Bjarnason
- Hlynur Jón Michelsen
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Heiða
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Kristján Kristjánsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Sigmar Guðmundsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jón Svavarsson
- Dofri Hermannsson
- Ásta Salný Sigurðardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Snorri Sturluson
- Hlynur Þór Magnússon
- Bjarni Harðarson
- Trúnó
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Þröstur Friðþjófsson.
- Gils N. Eggerz
- Sigurjón N. Jónsson
- Sveinn Waage
- Halldór Borgþórsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Ársæll Níelsson
- percy B. Stefánsson
- Arnfinnur Bragason
- Jón Sigurgeirsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- perla voff voff
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Edda Jóhannsdóttir
- Þorsteinn Gunnarsson
- Haukur Már Haraldsson
- María Tómasdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Camilla
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðný Helga Herbertsdóttir
- Kaleb Joshua
- Halla Rut
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Sigurjón Þórðarson
- Lára Stefánsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Margrét M
- Fiðrildi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Agný
- Ingunn Ósk Ólafsdóttir
- Unnur R. H.
- Einar Bragi Bragason.
- Markús frá Djúpalæk
- Brynjar Jóhannsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Guðmundur Pálsson
- Þórdís tinna
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Hjördís Ásta
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Valgerður Halldórsdóttir
- Bragi Einarsson
- Helgi Kristinn Jakobsson
- Benna
- Dögg Pálsdóttir
- Sunna Dóra Möller
- Gísli Torfi
- Alheimurinn
- Gunnlaugur Helgason
- Linda Lea Bogadóttir
- gudni.is
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Púkinn
- Svartinaggur
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Einar Örn Einarsson
- Einar Indriðason
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Víkingur / Víxill
- Magnús Geir Guðmundsson
- Anna J. Óskarsdóttir
- Alexander Már Benediktsson
- Sverrir Stormsker
- Hlynur Birgisson
- Sigrún
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Hvíti Riddarinn
- Sonja I Geirsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðný Lára
- Hlekkur
- Sævar Einarsson
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sólrún
- Jón Ragnarsson
- Ingi Björn Sigurðsson
- Kolgrima
- Þ Þorsteinsson
- Maddý
- Lena pena
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Egill
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Guðlaug Aðalrós
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Jóhanna Vala Jónsdóttir
- Anna Guðný
- Þórður Helgi Þórðarson
- Hólmgeir Karlsson
- Draumar
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Hdora
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Handtöskuserían
- Vertu með á nótunum
- Óskar Helgi Helgason
- Vefritid
- Gísli Hjálmar
- Óskar Arnórsson
- Johnny Bravo
- haraldurhar
- Ásgeir Páll Ágústsson
- Anna Gísladóttir
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Fiddi Fönk
- Haraldur Halldór
- Á móti sól
- Dísa Dóra
- Arnar Ingvarsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Högni Hilmisson
- Hommalega Kvennagullið
- Helga Magnúsdóttir
- Ásdís Rán
- Charles Robert Onken
- Þorsteinn Briem
- Bergur Thorberg
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Hulla Dan
- JEG
- Ein-stök
- JEA
- Elísabet Sigurðardóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Vinir Tíbets
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sporðdrekinn
- Marinó Már Marinósson
- Davíð Ólafsson
- Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir
- Áhöfnin á Hákon EA-148
- Óskar Þorkelsson
- Morgunblaðið
- Rannveig H
- Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Kristín Jóhannesdóttir
- María Guðmundsdóttir
- Guðmundur M Ásgeirsson
- egvania
- Aðalsteinn Jónsson SU-11
- Aprílrós
- Tína
- Þóra Björk Magnús
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Myndamen - Ljósmyndaskartgripir
- Bullukolla
- Aldís Gunnarsdóttir
- Arnar Ingvarsson
- Ástþór Magnússon Wium
- Bjarki Steingrímsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynja Dögg Ívarsdóttir
- Brynja skordal
- Dúa
- Elín Ýr
- Elísabet Markúsdóttir
- Elísabet Sigmarsdóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðmundur Zebitz
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Himmalingur
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Ingvar Ari Arason
- Jónína Dúadóttir
- Kristín Guðbjörg Snæland
- Leikhópurinn Lotta
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Magnús Paul Korntop
- MYR
- Orgar
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Tinna Jónsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
spurning
Ólafur fannberg, 28.3.2007 kl. 01:43
Þegar stórt er spurt. Bjó sjálfur erlendis í nokkur ár og varð fyrir hálfgerðu sjokki þegar "heim" var komið á ný. Ég held að það sé eitthvað í genunum okkar. Moldarkofa, Palli einn í heiminum, dumbungsháttur. Aldrei að yrða á neinn af fyrra bragði, hvað þá brosa, bragur. Verðugt verkefni fyrir De-Code.
Jói Dagur (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 08:24
Ég man alltaf líka þegar ég var á leiðinni út til USA sem au-pair. Þá voru margir sem vöruðu mig hvað "kanarnir eru falskir", að þeir þættust alltaf vera svo ægilega vinalegir en þegar á reyndi þá væru vinalegheitin bara fölsk. Reynslan varð allt önnur; ég var boðin velkomin eins og þú og ég eignaðist alveg fullt af alvöru vinum, allt saman kanar (og reyndar ein finnsk). Ég var hinn týpíski Íslendingur, með grímuna uppi alla daga, þangað til mér varð ljóst að þetta var bara kjaftæði sem ég hafði heyrt hérna heima.
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 28.3.2007 kl. 08:51
Ég var einmitt sjálf að vinna hjá Varnaliðinu Jónína, samkvæmt sumum þá er fólkið þar samansafn af 3ja flokks ameríkönum. Kynntist ágætisfólki þar einsog annarsstaðr. Bara svona bland í poka. Sumir molarnir beiskir, aðrir bitrir og enn aðriri sætir
Heiða Þórðar, 28.3.2007 kl. 08:57
Mikið rétt - glöggt er gestsins auga. Enn furðulegra er að bros er stundum túlkað sem veikleikamerki eða merki um verulega skerta heilastarfsemi, einfeldni í besta falli. En svona erum við og ekki séð hvernig, eða hvenær, verður breyting á. Við höfum reyndar ýmislegt annað okkur til ágætis, ekki satt?
Ólafur Als, 28.3.2007 kl. 09:22
Ekki spurning Ólafur! Enda brosið ekki farið af andlitinu síðan ég kom heim... og svo er það svo furðulegt þetta með brosið; það er bráðsmitandi, næstum án undantekninga fær maður svo sem eins og eina litla grettu tilbaka. En ekki í umræddum stigagangi
Heiða Þórðar, 28.3.2007 kl. 10:42
Erum við ekki bara svona hrædd um að stíga í holu og detta ?
bara Maja..., 28.3.2007 kl. 14:26
Sannleikurinn er fyrir neðan allar hellur !
Þorsteinn Sverrisson, 28.3.2007 kl. 21:27
Þetta kalla ég sko andlensku
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 21:54
María; spurning
Þorsteinn; allar hellur
Axel; íslenskuna á þetta
Heiða Þórðar, 29.3.2007 kl. 00:59
Ég bjó í eitt ár á norðureyjunni, nánar tiltekið í Russel, alveg frábært land og hlýtt fólk sem þar býr. Hvar bjóst þú á Nýja Sjálandi? Það er svo sjaldgjæft að hitta einhverja sem hafa búið þarna. Held að það hafi verið 20 Íslendingar sem bjuggu þarna þegar ég bjó í Kiwilandi. Flutti einmitt í svona ópersónulega blokk þegar ég kom heim og var ekki lengi að flytja þaðan:) Annars þá gildir það á Íslandi að hafa frumkvæði að því að heilsa fólki, virkar mjög vel. Ég heilsa og spjalla við alla í mínum stigagangi hér í blokkinni minni í vesturbænum. Stundum heilsa ég fólki upp úr þurru á leiðina í vinnuna, manni finnst maður hvort er eð kannast við alla hérna í þessu litla landi og gott er að hafa í huga að við erum nú öll meira og minna ættmenni:)
Birgitta Jónsdóttir, 29.3.2007 kl. 06:43
Sæl Birgitta, ég bjó á suðureynni eða Christchurch, já sammála, er enn við sama heygarðshornið það varðar. Heilsa þegar ég er á göngu, svo starfa ég líka í sölu - og þjónstugeiranum sem krefst auðvitað þess að maður sé lágmarksviðmótsþýður...hehe, flott þetta með að brosa, fær nánast allt eitt stk. til baka...Gaman að þú skildi kvitta.Eigðu góðan dag og þið öll.
Heiða Þórðar, 29.3.2007 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.