Uppnefni - ónefni og grænar baunir á Reykjanesbrautinni

Mér varð hugsað til þessa fyrirbæris: uppnefni um daginn þegar ég var að tala við eina vinkonu mína. Ég var að segja henni (á msn) að ég hefði hitt J prump. Dóttir hennar var við skjáinn og las Jólaprump (ásláttarvilla). Vinkonan spyr mig:

-Hvernig á maður að útskýra fyrir barninu hvað þessi uppnefni  standa fyrir?

G skító, G lala og ég hugsaði með sjálfri mér; Hvað mér G gröðu og M mellu?

Uppnefni eru oftast hrein viðurstyggð i mínum huga og fæstum einstaklingum sem fyrir verða til framdráttar. Nema síður sé.

Öðrum til aðgreiningar frá hinum joðunum, emmunum og geunum, afsakar ekki þetta fyrirbæri.

Mynduð þið til að mynda biðja: G gröðu og M mellu að passa börnin ykkar?

Eða kaupa hús af J prump og biðja G skító að þrífa það fyrir ykkur? Kannski sleppur að fá G lala til að syngja.... en nei held ekki. Myndi frekar biðja hana að gera fyrir mig skattaskýrsluna.

Þessi ónefni/uppnefni komu eftir því sem ég best veit á umrædda einstaklinga á unglingsárum.

Og haldast enn.... vel og lengi einsog tonnatak: Áhrifamáttur tonnataksins er gríðarlegt, sem sönnun þess eru þessir einstaklingar að skríða í fimmtugsaldurinn... og þekkjast enn undir ónefnunum.

Þegar ég hugsa til unglingsáranna, fæ ég ennþá pínu sting þegar ég hugsa til þess að elsti bróðir minn stríddi mér óspart á því hvað ég var ólögulegur unglingur. Hlutföllin voru í hróplegu ósamræmi. 

Verst var það þetta með brjóstin sem létu eitthvað á sér standa. Hann kallaði þau grænar baunirnar á Reykjanesbrautinni (viðurkenni nú að ég brosi nú út í annað...).

Þegar brjóstin loks komu, var þeim tekið fagnandi og boðið hjartanlega velkomin í partýið...., en ég hef aldrei getað borðað grænar baunirSmile

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

G Lala og J Prump losna aldrey við viðurnefnin, því miður.  En ég skemmti mér konunglega sem krakki og unglingur við viðurnefnið sem var reynt að hengja á mig.  "Jói Dagur"  Þvílikt og annað eins.  Ég heiti Jóhann Dagur.  Sýnir hvað sumir eru Stupid. 

Því miður þekkti ég þig ekki á þínum ýngri árum.  Svo að það er "No comment" á grænu baunirnar.  En það er ekkert athugavert við vöxtinn eins og hann er í dag og myndi seint geta fundið nyðrandi eða fyndið viðurnefni á þig.  Nema þó....  Nei, sleppum því bara.

Jói Dagur

Jói Dagur (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 11:07

2 identicon

Elsku systir, brodir okkar kalladi litlu brjostin okkar "graenar baunir a straubretti" ha ha ha !!! en thar sem eg fekk thau orlat eda "DD" tha gaedi eg mer nu af og til a graenum baunum:) og borda thaer reyndar stundum beint upp ur dosinni:)  kv. Inga Ros.

Inga Ros (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 16:59

3 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Ahahahaha ég hló mig næstum í hel hérna

Sigrún Friðriksdóttir, 31.3.2007 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband