Ég veit allavega um EINN sem ég myndi ALDREI kjósa yfir mig...

Ég er ekki í nokkrum vafa um hvaða einstaklinga ég ætla að kjósa til stjórnlagaþings, 

- alls sex stykki talsins og hefur það á engan hátt neitt með kynlíf að gera. 19 kassar standa ennþá auðir. 

Af þessum sex er aðeins ein dama; -sorry stelpur. 

Ég er heldur ekki í neinum vafa hverja ég ætla alls ekki og fyrir enga muni að kjósa.

Ég hitti einn frambjóðandann í Bónus fyrir örfáum dögum síðan. "Þekkt andlit".

Ég dröslaði þarna um í kælinum, með tvo tómata-ræfla í annarri og 120 kg. mömmuna (alla kengbogna þar sem bakið er fyrir löngu búið að gefast upp og komið í verkfall)...í hinni hendinni.

Ég var reitt og tætt, þreytt, móð og másandi; 

-fyrirgefðu, hvar fannstu poka, spyr ég eitt stykki bak... auðvitað afar kurteisislega. 

Viðkomandi snéri sér við,  leit á mig eldsnöggt með ríflega úldnum svip, muldraði einhverja óskiljanlega þvælu og nánast tróð pokalufsunni ofan í kok á mér, sem þakklætisvott fyrir ónæðið...

... ég horfði á eftir henni hissa, þegar hún strunsaði burt... og auðvitað hugsaði ég;

-vá, komin tími á þig kella mín, greinilega ekkert fengið að ríða nýlega!

Þegar ég svo fór yfir  listann yfir frambjóðendur til Stjórnlagaþings sem mér barst í gegnum bréfalúguna...

...var ég ekki lengi að strika stóran og feitan kross yfir andlitið á henni...Cool 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Það munar öllu að vera ný xiðin   Það nefnilega sést svo vel thi hi hi ....

Var komin tími á smá færslu (held að fb sé out) 

www.zordis.com, 17.11.2010 kl. 15:08

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaman að heyra frá þér en hver er þessi kynlífsdúkka?  ég taldi konur á listanum mínum núna, var ekkert búin að pæla í því reyndar, og ég er með 10 konur af 25 :) knús á þig rúsínan mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.11.2010 kl. 15:09

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Elskurnar mínar ...mikið er gaman að sjá ykkur hér...þetta er svona svolítið einsog að vera komin heim. Ég breytti færslunni örlítið, heldur villandi og kannski eilítið leiðandi...fyrir þá sem til þekkja  

Heiða Þórðar, 17.11.2010 kl. 15:24

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hressandi færsla :)

Óskar Þorkelsson, 17.11.2010 kl. 16:09

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

gaman að heyra

Heiða Þórðar, 17.11.2010 kl. 16:11

6 Smámynd: Björn Birgisson

Hressandi lesning! Nú veit ég af hverju ég var svona fúll í morgun!

Björn Birgisson, 17.11.2010 kl. 16:56

7 Smámynd: www.zordis.com

Allt önnur færsla hehe  var orðin smeik með "xiðin" en sé að þetta sleppur vel.  Ótrúlega hressandi að sjá færslu frá þér á nýjan leik.

XXX

www.zordis.com, 17.11.2010 kl. 17:24

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

æi takk...mér finnst ég hálfpartinn vera að stelast einhvernveginn....svona einsog það sé búið að segja mér upp leigunni ...hehe 

Heiða Þórðar, 17.11.2010 kl. 17:28

9 Smámynd: Ómar Ingi

Hress ertu að vanda og ávallt skemmtileg

Ómar Ingi, 17.11.2010 kl. 17:30

10 identicon

Hahahaha...þú ert dásamleg! Gott hjá þér!!

Olga Björt Þórðardóttir (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 17:34

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

...viðurkennist í votta viðurvist; -hef saknað þessa 

Heiða Þórðar, 17.11.2010 kl. 17:36

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Long time no see elskan gott að sjá þig aftur, og ekkert breyst

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2010 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband