Eyþór Arnalds hafði afsökun -ekki ég

Ég komst að þeirri niðurstöðu í kvöld að ég er ekki eins jákvæð og ég hef haldið fram.

Í gær fann ég engan jólafiðring þegar ég fann lyktina af mögrum bjúgurindlum. Reyklyktinn kveikti ekki hinn minnsta neista. Ég hef sagt það áður og segi það aftur; ALDREI AFTUR BJÚGU! Þau eru ekki að gera neitt fyrir mig...nema síður sé.

En ég er snillingur og það verður ekki frá mér tekið. Engum nema mér hefði tekist það sem ég gerði seinnipart dags. Þ.e. að keyra á ljósastaur, þann einasta sem fyrir var á stóru og viðfemdu svæði...galopnu...sem einna helst minnti á hungraða kerlingu...

Líkurnar eru álíkar því að vera með allar tölurnar réttar í víkingalottó-inu.

En þetta tókst mér og þar sem ég var á hraðferð, hoppaði ég upp í bílinn og keyrði af stað, án þess að kíkja á bílinn.

Á  leið minni, upphófust hörkusamræður á milli mín og mín.

-Þú ert nú ljóta fíflið!!!

-hva...svona svona...það er bara svolítið kúl og krúttlegt...

-KRÚTTLEGT! þú ert ekki í lagi manneskja! Eyþór Arnalds hafði afsökun, en þú!!! Enga...nema vera klaufi og fífl.

-Heyrðu, þú skalt ekki voga þér að tala svona við mig!!!

En þar sem ég get verið afar sannfærandi tókst mér að telja mér trú um að líkast til væri þetta bara smart. Nú væri hann merktur mér að eilífu...

Bið ykkur elskurnar,  vel að lifa Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

... á nýja bílnum
Jú þú hafðir afsökun... varst með hugan við jólin... jólaglögg - það þurfti ekki meira

Linda Lea Bogadóttir, 27.5.2008 kl. 00:49

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ææææææ saxi ii beyglaður eins og gamall beyglaður saxófónnn....en þá fá þeir fyrst sál

Einar Bragi Bragason., 27.5.2008 kl. 01:08

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ég um mig frá mér til mín.

Þú um þig frá þér til þín

Það er nú það og það átti sér stað

Og hvað?

Magnús Geir Guðmundsson, 27.5.2008 kl. 01:50

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flott hjá þér coola, ekki þýðir að fást um orðin hlut, bara redda þessu.
Áttu ekki vin á bílaverkstæði, nei! en það gat nú verið.

                               Knús kveðjur
                                Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.5.2008 kl. 08:15

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gollum! Gollum!

Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.5.2008 kl. 08:41

6 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég bakkaði einu sinni á eina steininn sem stóð upp úr á annars auðu 5 hektara túni svo ég hef fullan skilning á þessu.

Steingerður Steinarsdóttir, 27.5.2008 kl. 09:27

7 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ég hef gengið á ljósastaur og er enn ruglaður.....að ég held

Einar Bragi Bragason., 27.5.2008 kl. 10:24

8 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Elskan mín! vona að þú hafir sloppið án skrámu  Vona að þú eigir svo góðan og slysalausan dag í vændum.

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 27.5.2008 kl. 10:58

9 Smámynd: Þ Þorsteinsson

nú  nú þú ert þá bara eðlileg ,ég sem var farinn að halda annað

skil samt maður verður svo aumur og vonsvikin rétt augnablik á eftir.

P.S  skrifaðu bara á þá næst.

Þ Þorsteinsson, 27.5.2008 kl. 13:05

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

STAUR, alveg þráðbeinn

Ásdís Sigurðardóttir, 27.5.2008 kl. 14:38

11 Smámynd: Gísli Hjálmar

Þetta er ástæðan fyrir því að þið fenguð ekki kosningarrétt fyrr en 19ogeitthvað.

... þið fúnkerið ekki án eftirlits - það er bara þannig.

Svo verður þú að borga ljósastaurinn.

Gísli Hjálmar , 27.5.2008 kl. 15:13

12 Smámynd: Dísa Dóra

Dísa Dóra, 27.5.2008 kl. 18:59

13 Smámynd: www.zordis.com

Elskan mín, þvílíkar ófarir ...  Spilaðu í lottó og freistaðu gæfunnar.

www.zordis.com, 27.5.2008 kl. 19:57

14 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Pabbi minn bakkaði einu sinni á sitt eigið skip. Toppaðu það.

Helga Magnúsdóttir, 27.5.2008 kl. 20:23

15 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er á því að hann hafi blikkað þig að fyrra bragði & því hafi 'skeð' sem geriðst.

Restin eru bara hormónar...

Steingrímur Helgason, 27.5.2008 kl. 20:45

16 identicon

Varstu kannski að reyna að toppa símaskassaklessið hér um árið? Það hefði kannski verið skemmtilegra að hafa GB í bílnum núna heldur en að þurfa að tala við sjálfa sig :-)

Held að Eyþór toppi það aldrei!

luv. Kolls

Kolbrún Jóna Pétursdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband