Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Afhverju að halda í sér...

Ég las nýlega bók eftir Mikael Torfason sem pompaði upp í huga mér við lestur á þessari "ekki-frétt".

Hún var um óhamingjusaman karlmann á allra besta aldri sem var stómasjúklingur... með pokann hangandi utan á sér, safnaði hann saman saurnum samviskusamlega....

Ég átti það til að gantast með það vina á milli fyrir svefnin að ég ætlaði að reyna að klára fjárans bókina og komast að því hvort manngreyið yrði að ósk sinni að fá loksins að prumpa hressilega. Og kannski kúka einum laufléttum í leiðinni.

Til þess þurfti hann auðvitað að láta opna fyrir rassgatið....

Það tókst ekki, til að gera langa sögu stuttu. En það sem ég er að reyna að koma hér að er ....

....semsé boðskapurinn er: að það eru algjör forréttinindi að geta..... og því þá að halda þessu í sér?


mbl.is París þorir ekki á salernið í fangelsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf sól í Kringlunni

Það jaðrar nánast við geðveiki að vinna á sunnudegi.

Gerði það nú samt, someone has to bring home the bacon....

Kona ein kom til mín í dag og sagði að það væri upplagt að versla í Kringlunni á sunnudagseftirmiðdögum. Það væri svo rólegt.

-Já.... sagði ég ekki spurning!

bætti síðan við;

-alltaf sól í Kringlunni, sérðu ekki hvað ég er útitekinn?

Hún leit á mig grafalvarleg og jánkaði...Wink 


Þú er alltof horuð

Fólk getur oft á tíðum verið argöstu fábjánar. Hvað er eiginlega málið annars með grannt fólk? Og feitt fólk?  Er orðin síþreytt og langleit á þessu eilífa tali um brennslu, fitu, ekki fitu, anorexíu, olívíuolíu.....megrun, fitun, protein og blablabla.

.....Gvvuuuuð hvað þú ert horuð!

Hef stundum fengið það framan í nebbagogginn á mér,  er einmitt á öndverðu meiði við þá sem eiga við offituvandamál að stríða.

Þ.e. ég er gjörsamlega með ofvirkni og athyglisbrest (með greiningu og allan pakkann) hvað viðkemur brennslu. Ég öfugt við suma missi matarlist undir þeim aðstæðum,  þegar hún eykst hjá sumum öðrum.

En oftar en ekki borða ég einsog svín og hestur (samanlagt) þó ég hvorki og hafi aldrei prumpað, ropað hvað þá rekið við! Veit ekki hvað það er einu sinni. Þekki ekki muninn.

Málið varðar mig þó ekki beinlínis enda með munninn fyrir neðan nefið. Og líkamlegt atgerfi í stakasta lagi á þessum stundum. Passa mig líka vel og virkt að gera sem minnst...

En ég var að tala við eina af "stelpunum" mínum. Henni er mikið niðri fyrir vegna þess að tvær (vel holdi klæddar, með hvítum blúndum....) vinnufélagar eru með eilífar athugasemdir vegna þess hversu grönn hún er....

En af því mér finnst svo gaman að tala um sjálfa mig þá held ég aðeins áfram með mig....

Var áður að vinna á stórum vinnustað. Við vorum með einkar háværa og búsældarlega húsfreyju á staðnum... Hún galaði yfir allt og í alla sem heyra vildu:

-sjáiði hvað hún Heiða borðar mikið, en er samt svooooo grönn! Og ég sem má ekki svo mikið sem einu sinni líta á eina litla súkkulaðikúlu og hún sest utan á mig!

Ég gerði það að leik mínum að éta einsog ég gat í mig látið. Metið sló ég þegar ég var þarna í sirkusnum til sýnis og borðaði heilar 7 stk. kjötbollur með meðlæti. Augun ætluðu út úr hausnum á mér af eintómri velgju en ofaní mig fóru þær og fengu að dúsa í nokkra daga!

Svo kastaði ég fram svona ýmsu einsog að það væri afar praktíst að vera svona grannur, einsog til að mynda gæti ég málað ljósastaura að innan.... nú eða þrifið þá.... bæði að innan og utan.

Mér finnst hinsvegar öllu verra og tekur það mun sárara,  þegar stelpurasskatið mitt sem ég minntist á fyrir ofan verður fyrir þessu aðkasti.

Afhverju þykir svona sjálfsagt að segja fólki að það sé horað, og helber dónaskapur að segja ef það er feitt? Ég er ekki að fatta muninn. Ekki umræðuna yfirleitt!

Fucking shit! Drulluörg yfir þessu....afhverju lítur fólk ekki bara framhjá því hvort rassinn hossast til hliðanna. Nær upp fyrir bak, eða hvort hann vantar alveg? Er innfallinn jafnvel...

Annars svona ykkur að segja eru það yfirleitt skjátur/skátar... sem láta svona út úr sér annað hvort; óhamingju- og  ófullnægðar/i.... heimskar/i....nú eða....

...já þið giskuðið rétt! 

 

 


Eistun ekki komin niður

Ég borðaði kjúklingaræfil í kvöld með þvílíku samviskubiti.

Ekki skrýtið þar sem kjúklingurinn var keyptur í Bónus á útsölu og var þvílíkur rindill að hann gæti varla talist mikið meira en barn....

....lítill kjúklinga-drengur sem beðið hefur sjálfsagt spenntur eftir að eistun (nennti ekki að fletta þessu orði upp og veit því ekkert hvort er einfalt eða ufsilon....sjálfsagt eitthvað með gæði að gera) kæmu niður.... en nei honum hafði verið snúið blákalt úr hálsliðnum.... og þarna sem hann stiknaði í ofninum, fagurbrúnn..... minnkaði hann enn meira og eystun sneru til baka.

Nema þau séu að detta niður í þessum skrifuðu orðum .... veltuggin ofan í mallakútnum á mér.... með samviskubits-sæðisfrumum....

og já...... nú er ég gjörsamlega komin úr takt við það sem ég ætlaði að skrifa um;

Nefnilega, ég er með mál sem ég þarf að leysa. Ekki seinna en strax.

Ráðfærði mig við tvær af vinkonum mínum....önnur sagði;

-Sko Heiða, bara að vonast eftir því besta og búast við hinu versta!

Mig svona prívat og pers langar ekki að lifa eftir þesskonar speki en gott og vel, meiningin góð ..... hin sagði í sms skilaboðum:

-Elsku Heiða mín, sendi alla verndarenglana til þín, leggðu málið í hendurnar á Guði, hann finnur fyrir þig lausnina. Hann er alltaf með svörin..... ok gott og vel.

Þetta sem sé gerði ég (englarnir held ég komnir).... rabbaði við kauða af þvílíkri einlægni sagði honum útí loftið hver staðan væri, og svona.... ekkert of hátíðlegt. Bara svona eintal á jafnréttisgrundvelli.... nema ég leit upp og hann vonandi niður.....

......málið er bara að hann er eitthvað að reyna á þolinmæði mína..... allavega skeður ekkert!

 

 


Allir heima að reykja.

Í fyrrakvöld ákvað ég að endurvekja upp í mér "unglinginn" og fór á rúntinn. Á Laugarveginn. Í góðum félagsskap eins drengs sem er rétt liðlega sautján. Syni mínum.

Hef óhjákvæmilega verið dugleg undanfarið, að finna í mér barnið án þess að endurvekja upp minningar úr æsku.

Þannig að ég hoppaði þarna upp, fim sem aldrei fyrr yfir einhver árin og .... unglingabólur? Já takk! Tek hverri og einni fagnandi svo framarlega sem þær setjast ekki beint framan á nefið á mér...

Ég fékk bólur. Sem ég losna ekki við. Og ok, fílingurinn kom.... tíðaverkir, gelgjan suðaði í eyrunum á mér þegar ég litaðist um eftir öllu fallega fólkinu sem við íslendingar erum alltaf að státa okkur af.

Ég sá eitt fallegt par, og punktur. Ég hugsaði; hvar er allt fallega fólkið? Og komst að þeirri niðurstöðu að allt fallega fólkið væri heima hjá sér að reykja!

 


Þvílík nótt!!!

Segi ég nú bara!

Við þekktumst lítið en eitthvað. Hann kom svo í gærkveldi, seint að nálgast miðnætti....loksins!

Ég hafði verið búin að koma mér vel fyrir og beið spennt.... einsog unglingstúlka.

Svo kom hann og fyllti nánast upp í dyragættina, greip mig í fangið og kyssti mig á hálsinn.

Ég náði varla andanum að spenningi, hrifningu um hvað koma skildi...titraði frá hvirfli til ilja.

Þar sem við sátum í stofunni, fann ég hvernig augu hans gældu við líkama minn og mér fannst það gott. Mér hitnaði allri.

Seinna, færðum við okkur inn í svefnherbergi. Loftið var þrungið spennu. Þar sem hann lá nakinn gat ég ekki varist þeirri hugsun að hann passaði fullkomlega undir himnasængina mína.

Þreyttir ljósageislar að utan smugu inn um litla rifu og lýstu upp herbergið. Rétt mátulega mikið. Augnablikin eilífu voru fullkomin.

Við töluðum ekki mikið, en elskuðumst þeim mun meira.... alla nóttina og framundir morgun.

Þegar ég læddist fram, um morgunin, tiplandi á tánum, hvíslaði hann úr svefnrofanum:

-ég elska þig Heiða. Ég elska þig alltaf.

Það var gott, svo undurgott.

Kann einhver að ráða þennan draum?


Drullusokk á stífluna

Það þurfti nú engan drullusokk á þessa stíflu... aðeins örfáar mínútur.

Við mæðgur fórum niður á höfn í gær að taka þátt í hátíðarhöldunum. Í roki og rigningu góndum við ofaní kör þar sem allskyns fiskar (dauðir) lágu í makindum sínum, á meðan við sem eftirlifum hófum þá upp til skýjanna.

Ég ætla ekki að hefja hana Siggu ömmu mína upp til skýjanna. Bara rétt að gefa ykkur smá sýnishorn og hlutdeild í lifi okkar saman...

Trukkur. Það er kannski orð sem lýsir henni einna best.  Hún var sú al-duglegasta, al-ókvennlegasta, al-ragasta manneskja sem fyrirfinnst.

Það eru til ófáar myndir af henni úr fermingar-, skýrnar,- og brúðkaupsveislum, þar sem hún situr með fæturnar í sundur, í pilsi, vel innsigluð, þar sem hún einsog svo margar konur og karlar.... lak. Í bókstaflegri merkingu þá lak hún. Þessi elska. Míglak.

Svo var hún með sitt forláta stefnuljós á hausnum. Stefnuljós til hægri, risastórt. Henni fannst algert aukaatriði að láta fjarlægja kýlið. Vildi sem minnst um það vita, hvað bjó innandyra. Litaði hárið fjólublátt, blátt eða svart, stundum brúnt og greiddi yfir kúluna.

Ef málum var þannig háttað hjá henni að losa þurfti um vind einhvern, þá einfaldlega lyfti hún upp annarri rasskinninni, gilti einu hvar hún var stödd og sagði;

-hananú! þar fór það!

Svo hóstaði hún þessi ósköp á milli þess sem hún kveikti sér í nýrri sígarettu.

Hún var alveg makalaus, og sem unglingur þegar ég var að alast upp hjá henni var ekki laust við að ég skammaðist mín nú stundum fyrir kerlu.

Hún hóf mig upp til skýjanna og ekkert var of gott eða nógu gott fyrir Heiðu litlu, stóru, löngu, mjóu.

Mér er sagt að þegar ég fæddist hafi hún og móðuramma mín rifist... og Sigga amma öskrað ;

-hvaða djöfulsins vitleysa er þetta! Krakkinn er alveg einsog hann Tóti minn!

Þegar ég var átta mánaða sagði hún við alla sem heyra vildu að ég væri svo fluggáfuð að ég væri farin að lesa Morgunblaðið....

Hún mætti til Palla bankastjóra ávallt í "uniforminu", en hún vann lengi vel sem handflakari. Þar mætti hún og sat sem föstust með hárnetið á hausnum, í sloruðum-stígvélunum og hreyfði sig hvergi fyrr en hún fékk það sem hún sóttist eftir. Karlinn auðvitað að drepast úr fílu.... og neitaði aldrei ömmu. Ekki eitt skipti....

Hún var kjaftfor með eindæmum en gull af manni. Hún blótaði stöðugt og ekki var heillavænlegt að hafa hana mikið í návist ungra barna. En hjá henni ólst ég upp. Að mestu.

Fólk var skíthrætt við hana man ég, en í vinnunni bar fólk óttablandna virðingu fyrir henni þar sem hún stóð hálfblind, hátt komin í áttræðisaldurinn og flakaði fisk, eldsnögg af gömlum vana.

Hún sagði mér sögur um kónga og tröll, drottingar og álfa sem allar enduðu vel.

Ég vildi að gæti sagt að ég væri það, en svo er ekki. Ég er ekki vitund lík henni. Amma var gölli!

 


Hausinn gatslitinn

-Halló....

-Hæ, hvað segir þú? þú hringir aldrei!

-Æi, fyrirgefðu bara svo mikið að gera hjá mér. Hvað er að frétta?

-Frétta! Allt djöfullegt! Hreint út sagt djöfullegt!

-Æ æ, það er ekki gott. Heyrt í einhverjum nýlega?

-Neiii....hingað hringir ekki nokkur kjaftur!

(púff.....I wonder why...)

-nú nú, en hvað segirðu svona annars?

-Ég segi ekki neitt!

-Nú nú...

-Nema það að ég fór til læknis. Hann sagði mér að allir liðir væru svo gatslitnir og ekkert væri hægt að gera fyrir mig.

-Æ æ ekki gott...

-Nei það er sko ekki gott að vera svona kvalin alltaf hreint! Það máttu sko alveg vita Heiða Bergþóra! (ég fæ auðvitað samviskubit, þar sem mér finnst það mér að kenna....)Þetta er svo haugaslitið allt saman, bakið svo illa farið að læknirinn sagði bara:

-ég skil ekki hvernig þú getur lifað við þetta. En þú verður svona þangað til þú drepst.

-Nei láttu nú ekki svona. Læknar tala ekki svona.

-Ertu að segja að ég sé að ljúga????

-Nei nei , en.....

-Bakið er það illa farið að hryggjaliðurinn stingst einhvernveginn ofaní mænuna sem leiðir niður í fót. Táneglurnar fyrir löngu hættar að vaxa og það sem meira er... ég get ekki opnað á mér hægra augað fyrir helvítist verkjum alltaf hreint!

-æ, æ.....

-Já Heiða þetta er sko ekkert grín að vera svona! Heldurðu að ég sé að leika mér að þessu? (meira samviskubit.....)

-nei, nei...

-hausinn á mér er svo gatslitinn, hann er einsog sigti! Þetta er hryllingur, ég er farinn að tapa minninu....

-getur nú ekki verið ráðlegt þá mín kæra að hætta að rugla með lyfjaskammtinn og hætta algerlega að  drekka...?

-ertu að gefa í skyn að ég sé einhver helv. fyllibytta! Manneskjan sem fær sér tvo bjóra!

-Nei, nei.... en það er nú ekki gott að fá sér vín ofaní lyfin..... jæja elskan.... eigum við ekki bara að heyrast seinna?

-Hvenær?

-bara fljótlega.....

-en þú hringir aldrei!

-jú ég lofa.

-Ok bless.

-Bless.

......ég er ekki enn búin að hringja.....

Í framhaldi af þessu símtali sem ég átti fyrr í vikunni og oft og mörgusinnum í vikunni, mánuðinum, árunum á undan... Þá varð mér hugsað til þessara einstaklinga sem klárlega ávinna sér hin og þessi veikindi og sjúkdóma.

Ég tel að margir vilji frekar neikvæða athygli en enga, einmitt með því að tala um eilíf veikindi. Ef svo amar eitthvað að hjá öðrum er viðkvæði þessara einstaklega oft þannig að það hafi fengið alla lífsins og ómögulegu verki, kvalir, ..... osfrv. Og miklu verri og sársaukafyllri en allra annara.

Hvenær á maður svo að trúa þeim (síveiku) þegar þeir eru meira veikir en í hugskotum þeirra sjálfs?

Hjá mér fer svona "hjal" innum annað og út um hitt...ég vona að það eigi ekki eftir að koma í bakið á mér....

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband