Hausinn gatslitinn

-Halló....

-Hæ, hvað segir þú? þú hringir aldrei!

-Æi, fyrirgefðu bara svo mikið að gera hjá mér. Hvað er að frétta?

-Frétta! Allt djöfullegt! Hreint út sagt djöfullegt!

-Æ æ, það er ekki gott. Heyrt í einhverjum nýlega?

-Neiii....hingað hringir ekki nokkur kjaftur!

(púff.....I wonder why...)

-nú nú, en hvað segirðu svona annars?

-Ég segi ekki neitt!

-Nú nú...

-Nema það að ég fór til læknis. Hann sagði mér að allir liðir væru svo gatslitnir og ekkert væri hægt að gera fyrir mig.

-Æ æ ekki gott...

-Nei það er sko ekki gott að vera svona kvalin alltaf hreint! Það máttu sko alveg vita Heiða Bergþóra! (ég fæ auðvitað samviskubit, þar sem mér finnst það mér að kenna....)Þetta er svo haugaslitið allt saman, bakið svo illa farið að læknirinn sagði bara:

-ég skil ekki hvernig þú getur lifað við þetta. En þú verður svona þangað til þú drepst.

-Nei láttu nú ekki svona. Læknar tala ekki svona.

-Ertu að segja að ég sé að ljúga????

-Nei nei , en.....

-Bakið er það illa farið að hryggjaliðurinn stingst einhvernveginn ofaní mænuna sem leiðir niður í fót. Táneglurnar fyrir löngu hættar að vaxa og það sem meira er... ég get ekki opnað á mér hægra augað fyrir helvítist verkjum alltaf hreint!

-æ, æ.....

-Já Heiða þetta er sko ekkert grín að vera svona! Heldurðu að ég sé að leika mér að þessu? (meira samviskubit.....)

-nei, nei...

-hausinn á mér er svo gatslitinn, hann er einsog sigti! Þetta er hryllingur, ég er farinn að tapa minninu....

-getur nú ekki verið ráðlegt þá mín kæra að hætta að rugla með lyfjaskammtinn og hætta algerlega að  drekka...?

-ertu að gefa í skyn að ég sé einhver helv. fyllibytta! Manneskjan sem fær sér tvo bjóra!

-Nei, nei.... en það er nú ekki gott að fá sér vín ofaní lyfin..... jæja elskan.... eigum við ekki bara að heyrast seinna?

-Hvenær?

-bara fljótlega.....

-en þú hringir aldrei!

-jú ég lofa.

-Ok bless.

-Bless.

......ég er ekki enn búin að hringja.....

Í framhaldi af þessu símtali sem ég átti fyrr í vikunni og oft og mörgusinnum í vikunni, mánuðinum, árunum á undan... Þá varð mér hugsað til þessara einstaklinga sem klárlega ávinna sér hin og þessi veikindi og sjúkdóma.

Ég tel að margir vilji frekar neikvæða athygli en enga, einmitt með því að tala um eilíf veikindi. Ef svo amar eitthvað að hjá öðrum er viðkvæði þessara einstaklega oft þannig að það hafi fengið alla lífsins og ómögulegu verki, kvalir, ..... osfrv. Og miklu verri og sársaukafyllri en allra annara.

Hvenær á maður svo að trúa þeim (síveiku) þegar þeir eru meira veikir en í hugskotum þeirra sjálfs?

Hjá mér fer svona "hjal" innum annað og út um hitt...ég vona að það eigi ekki eftir að koma í bakið á mér....

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Æ já, greyið fólkið sem líður svona alltaf hreint, vantar sjálfsagt bara smá athygli.... en samt ekki gaman að heyra of mikið frá því :)

Eva Þorsteinsdóttir, 2.6.2007 kl. 23:58

2 identicon

Geturðu ekki bar gist einhverjum á örorku?

Þórhallur (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 00:24

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

ha.....? skil ekki Þórhallur. Of mikið rauðvín?

Heiða Þórðar, 3.6.2007 kl. 00:29

4 identicon

Eða of gamall?

Svona krampar sem koma hjá fólki með knýtta fingur...

Æji....

Það skilur mig hvort eð er enginn. (Fer og hengir upp snöru... nei, nei það er bannað, þá koma væmnar listakonur sem mála ljót málverk ((ekki Ragga sko, hún er svöl)) og skamma Heiðu) Fer og pissar.

Það er betra.

Þórhallur (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 00:35

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

sýra kannski?

Heiða Þórðar, 3.6.2007 kl. 00:37

6 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Skál Heiða.

Georg Eiður Arnarson, 3.6.2007 kl. 00:44

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég held að ég hafi átt svona samtöl við "sjúklinga" ansi oft sjálf á lífsleiðinni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.6.2007 kl. 01:33

8 Smámynd: www.zordis.com

Heida "mín" Gefdu vininum bara upp númerid mitt!  Er ég ekki rádin í verkid

www.zordis.com, 3.6.2007 kl. 07:11

9 identicon

Alveg brilliant færsla hjá þér Heiða mín.  Þú ert sko ekkert PAIN ljúfan mín. 

Jói Dagur (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 08:46

10 Smámynd: Ásgerður

Skrítið,,,hef átt mörg svona samtöl  ,,,skyldu minn viðmælandi og þinn þekkjast?? Kannski eru þetta samantekin ráð hehe.

Frábær pistill,,,ertu ekkert búin að heyra í BYR??

Ásgerður , 3.6.2007 kl. 09:48

11 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Kannast eitthvað við svona..

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 3.6.2007 kl. 10:39

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég kannast við fólk sem skammast í manni þá sjaldan maður kíkir í heimsókn, þá er byrjað á að skammast yfir hvað maður komi sjaldan. Og svo kemur maður bara sjaldnar og sjaldnar.  Wonder Why ? 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.6.2007 kl. 11:41

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kannski að maður fari að halda sér samman um veikindi.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.6.2007 kl. 11:45

14 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hvað er BYR?

Heiða Þórðar, 3.6.2007 kl. 12:29

15 Smámynd: bara Maja...

Setningar einsog "þú hringir aldrei" og "þú kemur aldrei" er einmitt það sem fær mann til að stökkva á símann aftur og aftur eða hlaupa út til viðkomandi,,, svo yndislega ánægð með komuna og síðasta samtal eitthvað... (never mind)

bara Maja..., 3.6.2007 kl. 12:30

16 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þegar Sparisjóðirnir eru búin að sameinast þá kalla þeir sig BYR.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.6.2007 kl. 13:12

17 identicon

Ég held að það hljóti að vera amk. einn svona einstaklingur í hverri fjölskyldu og fara vafalaust fjölgandi mv. að td. örykjum fjölgar um 5-10% á ári.

Glanni (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 14:01

18 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jamm, það er einn svona í minni og það er ekki ég. Ég er alltaf svo ferlega jákvæð og dugleg (næstum alltaf) og þeim sem þekkja mig dettur ekki annað í hug en að lífið sé tóm sæla hjá mér.  Leiðist svo ef maður óvart nefnir verki við einhvern og fær þá alla sorgarsögu viðkomandi sem er með þetta á allra hæðstu stigum sem mögulegt er og ENGINN getur sett sig í spor viðkomandi. Maður á alltaf að hugsa sér sig frískan, það hjálpar mikið.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.6.2007 kl. 14:07

19 Smámynd: Hugarfluga

Kannast mikið og vel við svona fólk. Er með einn nákominn ættingja í svona "úlfur-úlfur-gjörgæslu". Hef því miður lent í að hlusta ekki einmitt þegar hrópið á hjálp var raunverulegt. Það er vandlifað í henni veröld.

Hugarfluga, 3.6.2007 kl. 14:13

20 Smámynd: Saumakonan

Mátt alveg koma og gista hjá mér... er öryrki.. með kvalir... en ekki láta þér detta í hug að ég fari að syngja þig í svefn með vælusögum!!  Gef þér bara svefnpillu í staðinn

Saumakonan, 3.6.2007 kl. 21:32

21 identicon

Mikið agalega er þetta þreytt.... Og ekki skilur þessi elska afhverju þessar hörmungar dundu yfir hana.... Er það ekki önnur veikin í sjálfu sér að vilja ekki horfast í augu við það??

Fowler (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 02:30

22 Smámynd: Solla Guðjóns

jújú ætli það sé lasna frænka í símanum eða meiri lasna eða sú sem toppar hinar tvær..lol

Solla Guðjóns, 4.6.2007 kl. 09:08

23 Smámynd: Ólafur fannberg

kvittós

Ólafur fannberg, 4.6.2007 kl. 14:00

24 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Kræst, svakalegt símtal. Maður hættir smám saman að hringja í fólk ef það kostar skammir um að maður hringi aldrei ... oj, hef þekkt svona fólk! Ekki lengur.

Guðríður Haraldsdóttir, 5.6.2007 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband