Túrtappi eða tíðarlok?

Þessi færsla er ætluð dömumSmile

Stelpur;

-ég stóð upp frá fyrirlestrinum í dag sem væri ekki til frásögur færandi nema fyrir það eitt; í miðju "uppistandi" mínu rakst ég utan í dauðan kött sem lá á öxl þeirra dömu sem svaf fyrir framan mig. Ég var lengi vel búin að gæla við þá tilhugsun um að stinga tískudrottninguna með nál í rassgatið...ég eiginlega öfundaði hana fyrir að sofa á sínu grænasta...

Merkilegt annars með sólina, alltaf þarf hún að skáskjóta einum anga sínum á fyrirlestrum, einkum þeim sem höfða minna til mín en aðrir...beint framan í mig. Ég er ekki að tala um netta kossa á vangann...nei ég er að tala um irriteringu dauðans í augasteininn miðjan! Á stundum sem þessum langar mig helst að gefa henni á kjaftinn, brjóta úr henni allar og hverja einustu tönn ...úr tannlausa kjaftinum!

Stuttu seinna sat ég á salerninu (fallegra orð en klósett) . 

Þar sem það er víst kreppa... og ívið þyngra það sem kemur úr buddunni en það sem í pokann fer, er ég aðeins meðvitaðri um hvað ég er að kaupa, en undir venjulegum kringustæðum.

Ég hafði verslað....tíðarlok.... (fallegra orð en túrtappar) frá Euroshop-per minnir minnir mig að það heiti. Kostuðu skít og "ingentíng" í samanburði við hina tæknivæddu sem eru vanalega bornir á borð fyrir mína ..., nú borgar það sig að hafa á klæðum 365 daga ársins. Því ber að fagna! Ég sit þarna á skálinni (fallegra orð en...æi sleppi því)  og veiði lokið upp úr vasanum. Nú skildi allt innsiglað með minum rómaða stæl og það á spottprís.  Nema hvað .... tappakvikindið var bundið í plast svo herfilega að ég náði honum ekki með nokkru móti úr umbúðunum.

Úti fyrir hafði myndast röð með útúrþöndum þvagblöðrum við það að springa...og leka. Ef marka má það sem ég sá fyrir mér í hugskotinu.

...ég sat sem fastast og föndraði við þennan skrípaling uns það tókst að lokum með tönnum og klóm, um seint og síðir.

Punkturinn með þessari frásögn er.... akkúrat enginn....  W00t

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

haha góð!

Hrönn Sigurðardóttir, 10.2.2009 kl. 21:22

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert yndislegust elsku stelpan mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.2.2009 kl. 21:24

3 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 10.2.2009 kl. 21:29

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 10.2.2009 kl. 21:31

5 Smámynd: Aprílrós

Alltaf gaman að lesa bloggin þin, segir svo skemmtilega frá . ;) Færð mig alltaf til að brosa ;)

Aprílrós, 10.2.2009 kl. 21:38

6 Smámynd: María Guðmundsdóttir

María Guðmundsdóttir, 10.2.2009 kl. 21:53

7 Smámynd: Auður Proppé

Ég sé þig alveg fyrir mér

Auður Proppé, 10.2.2009 kl. 22:09

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Enn í áhættuhóp, kona á þínum aldri ?

Steingrímur Helgason, 10.2.2009 kl. 22:29

9 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Marinó Már Marinósson, 10.2.2009 kl. 23:36

10 Smámynd: Anna Guðný

Þú ert frábær

Anna Guðný , 10.2.2009 kl. 23:51

11 identicon

 maður hættir að lenda í svona vandræðum þegar maður er komin í kaskó

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 13:23

12 identicon

Ég sver það ef þessi Kreppa á ekki alveg eftir að ganga af manni dauðum- maður (kona) er hvergi óhult fyrir sparnaðarklónni arg.......!

Ofurskutlukveðja :-)

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 13:24

13 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Fall er fararheill

Kær kveðja/Rósa frænka

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.2.2009 kl. 21:11

14 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Þau eru ekki öll eins, kreppuáhrifin    ... og koma greinilega víða fram (niður, upp)

Guðrún Þorleifs, 11.2.2009 kl. 21:58

15 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 12.2.2009 kl. 00:09

16 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég verð ekki eldri.

Helga Magnúsdóttir, 12.2.2009 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband