Að hreyfa sig spönn ...

ÆÆ. Ég rétt missti af honum. Göngutúrnum. Ég hreyfði mig ekki spönn frá rassi í dag. Veit ekki einu sinni hvað það er að hreyfa sig spönn frá rassi....en geri mér i hugarlund að í því felist hreyfing. Mér skilst á allt og öllum að allir hafi yfir sig étið og er það vel. Sé samt ekki að öllum varði hvort ég sé mett eða svöng, úturþaninn eða nýbúin að losa...ég borða þegar ég er svöng, það sem mig langar í hverju sinni, gildir þá einu hvaða dagur. Ég borða á mig gat, en samt fjölgar götunum ekkert. Og annað; ekki stækka þau sem fyrir eru.  Engu líkara er en að sumir svelti sig allan ársins hring og troði á sig blómum á fæðingardegi Jesú Krists ...og það þó þeir séu heiðingar!

Fyndið en samt svo sorglegt...

Svo er það þetta með Gleðileg jól "thing-ið" -er ekki bara málið að óska öllum alltaf Gleðilegs Dags? Þarf að skjóta því sífellt fram með innihaldslausum slefandi og fölskum  kossum rétt á undan svínasteikinni eða hvað það er sem fólk treður í andlitið á sér? Í bland við einlægu og fallegu kveðjurnar fölna þær og lykta hreint illa. Þakka sjálf mikið vel fyrir að þekkja kveðjurnar í sundur.

Fólkið mitt er frekar sundurtætt og slitið en samt er það heiðarlegt; -ekki ein einasta sátt varð á þessum drottinsdegi enda sannir hermenn sem gefa aldrei eftir....Blush Guði sé lof og dýrð fyrir það. Er sjálfri illa við þær bráðabirgðasættir sem hafa átt sér stað í fortíðinni og halda illa. Fals og ekkert annað. Fjölskylda mín var því síst sameinuð, nema ef vera skildi fósturfeðurnir tveir sem sátu hlið við hlið við borðstofuborðið mitt í gærkveldi. Á móti þeim sat hálfur bróðir sem annar "bjó til sér til skemmtunar" og hinn hefur eignað sér, sér til yndisauka. Enda auðelskanlegur sá.

Ég er ein núna. En samt ekki einmanna.  Er aldrei einmanna.  Mér líður undurvel í hjartanu eftir að hafa verið umvafinn besta fólkinu í heiminum þessi jólin. Sérvalið og pikkað by me.

Gleði- og kærleiksrík augnablik hef ég pantað handa ykkur af himnum ofan Heartnjótið vel og hreyfið ykkur sem allra allra minnst.


mbl.is Jólagöngutúrinn var hressandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Það var gleðilegt að þú áttir gott aðfangadagskvöld með þínu fósturfeðrum , hálfum bróður og dóttir þinni ;)

Ég sjálf staulaðist á fætur kl að vera tvö í dag, fór til nágranna minna að fá mér kaffi. Gerði nkl ekki neitt í dag.

Aprílrós, 26.12.2008 kl. 00:28

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Svona á þetta að vera....alltaf

Heiða Þórðar, 26.12.2008 kl. 00:34

3 Smámynd: Ómar Ingi

Hressandi lesning þetta Heiður mín

Ómar Ingi, 26.12.2008 kl. 12:21

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sama hér Heiða mín, fer ekki spönn frá rassi, hvað sem það nú eiginlega þýðir.  Gott að þér líður vel og ert sátt við sjálfa þig og aðra.  Ég er það líka og líður mjög vel með það.  Sendi þér knús og kærleikakveðju.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.12.2008 kl. 17:15

5 identicon

Halelúja og gleðileg jól Heiða mín.  Hefði ég ekki þurft að vinna í dag þá hefði spönnin ekki hreifst tommu frá rassinum í dag. 

Jói Dagur (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 18:50

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

JólaLjós í hjartað þitt frá mér í Lejrekotinu !

s

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.12.2008 kl. 22:40

7 Smámynd: egvania

Böööö !

Heiða mín ég bara borða og borða púff.

egvania, 28.12.2008 kl. 19:38

8 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Sæl og takk fyrir bloggvináttuna, hafðu það bara sem allra best og hafðu ekki áhyggjur, stundum er gott að liggja í leti.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 29.12.2008 kl. 21:43

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 29.12.2008 kl. 21:44

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 30.12.2008 kl. 11:53

11 identicon

Gleðilega hátíð Heiða mín, að liggja í leti er gottég hef fundið þörf til að hreyfa mig, þá leggst ég fyrir og bíð þar til hún líður hjá. Viktoría mín biður að heilsa

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband