Kettir eru réttdræpir! Skjótum þá alla!!!

Það þarf nú ekki mikið til að gleðja mig. Alveg heilagur sannleikur. 

Ég hef verið að stúdera hann Emil (vá hvað lífið mitt er að verða gegnumsósa og dull...ef færslurnar mínar eiga að fara að snúast um kattarkvikindi og piss og kúk...)

Lofa bót og betrun Wink

Var að hugsa enn og aftur og meira. 

Ég taldi mér alltaf trú um að ég þyldi ekki ketti. Þeirri fullvissu tróð einn fyrrverandi sambúi inn í hausinn á mér. Rétt einsog þeirri staðreynd að ég ætti að merkja við X-D rétt áður en ég setti upp varalitinn.

Ég semsé þoldi ekki ketti...þótt ég vissi ekki beint ástæðuna. Orð hans voru einfaldlega lög, en það var áður en ég komst til vits...og fleirri ára. Mér til málsvarnar fannst mér þeir þó enganveginn réttdræpir einsog honum. Aldrei.

Ég hef verið einsog snaróður spæjari að leita að pissupolli og kúkasparði. Ekkert fundið. Var á því að Emil minn úr Kattholti Heiðuson...pissaði og kúkaði inn á við ...eða gengi fyrir batterýum. Svo í gær...sá ég að hann hafði pissað í dallinn sinn...án þess að nebbi og haus hefði verið potað í poll sem engin var. Ég hoppaði hæð mína af gleði...og dansaði við hann um höllina alla.

Í morgun þegar ég stóð við kaffikönnuna með annað augað á pung og í pung...sá ég mér til mikillar gleði að eitt stykki oggu kúkakúla...sat á sandinum...og glotti við mér. Ég er að segja ykkur það; ég tók léttan vals undir söng Pálma Gunnars...en Bubba hefur verið lagt um stundarsakir.

Það er sem ég segi; kúkur og piss fleygja mér ofar en i sjöundu víddina. W00t

Að endingu; góða helgi öllsömul Heart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Heiða mín.

Þessi kann sig. Flottur Emil.

Kær Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 10:03

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Heiða mín,

þú hefur ekki lært þetta hjá henni ömmu þinni, man að hún átti kött þegar ég var lítil stelpa og hann var örugglega orðinn 14 ára þegar hann kvaddi.

Rut Sumarliðadóttir, 28.11.2008 kl. 10:36

3 identicon

hahahahahaha

Heiða mín - sorrý en: það gerist þegar við verðum gömul ...

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 10:55

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Líklegt er að óþol þitt gagnvart köttum megi rekja til hversu sjálfstæðir og merkilegir þeir eru með sig. Eru einfarar og fara sína eigin leiðir í lífinu ... Þetta eru auðvita allt lýsingar sem eiga vel við þig sjálfa reikna ég með. Líkur sækir líka heim :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 28.11.2008 kl. 11:04

5 Smámynd: Ómar Ingi

Gotta Cats

Ómar Ingi, 28.11.2008 kl. 11:15

6 Smámynd: JEG

JEG, 28.11.2008 kl. 11:17

7 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Byrjaðu á því að fá þér góða kisubók til að fræðast um ólíkindatólin.    Líka bara svo þeim líði vel í öllu sem við tökum upp á. 

Marinó Már Marinósson, 28.11.2008 kl. 11:27

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég kálaði einum sem ég átti.. þegar helv.. pissaði á íþróttasíðu Dagblaðsins árið 1995...  hef ekki séð ástæðu til að halda lífinu í fleirum kvikindum af hans tagi síðan daginn þá... 

en þeir eru voða kósilegir sko..  

Óskar Þorkelsson, 28.11.2008 kl. 11:54

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Emil e heppinn að hafa komist til þín.

Solla Guðjóns, 28.11.2008 kl. 12:00

10 identicon

Er með smá áhyggjur af þér..........nei, nei alls ekki, þú og Emil eruð krútt!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 14:14

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 28.11.2008 kl. 14:33

12 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 kannast vid thetta...er med eina 4 mánada..tók strídsdansinn thegar fyrsta spardid fannst i kassanum eftir mikla leit um kofann...hringdi meira ad segja i kallinn til ad segja honum fagnadarerindid um nýja "barnid"...

María Guðmundsdóttir, 28.11.2008 kl. 18:30

13 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 28.11.2008 kl. 18:53

14 Smámynd: Aprílrós

Frábær hann Emil.

Aprílrós, 28.11.2008 kl. 22:30

15 Smámynd: Heidi Strand

´

Heidi Strand, 28.11.2008 kl. 23:10

16 Smámynd: halkatla

Lovely

halkatla, 29.11.2008 kl. 18:11

17 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Kettir eru tignarleg dýr. Ef þú lemur hundinn þinn kemur hann skríðandi til þín á maganum, en ef þú svo mikið sem danglar í kött klórar hann þig og talar aldrei við þig aftur.

Kettir hafa nefnilega sjálfsvirðingu.

Helga Magnúsdóttir, 30.11.2008 kl. 20:18

18 Smámynd: Óskar Þorkelsson

skilgreining þín á köttum Helga stemmir ekki við mína reynslu af þeim.. ég hef haft yfir 20 af þeim heima í gegnum ævina ..  þeir komu alltaf aftur þótt danglað væri í þá..

Óskar Þorkelsson, 30.11.2008 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband