Ég veit alveg hvað það er að vera svöng

Ég man eftir mér á leikskóla svona ca. 3 ára. Ég sat útí sólinni, við endann á húsinu. Undir rassinum geymdi ég nestisboxið mitt. Í nestisboxinu var brauð og þurr ostur. Svo kom Bogga og vildi kíkja undir rassinn minn og  ofaní boxið...ég harðneitaði. Hún klóraði mig í andlitið og ég ber þess enn merki. Ég er með ör á kinninni. Kannski vissi ég þá, það sem á eftir myndi koma...

Seinna man ég eftir mér...þar sem mig langaði að klóra úr krökkum augun fyrir  snúð og kókómjólk. Þá var ég komin í fimmta bekk og hungrið varaði alveg út þann sjötta.  Statusinn á hungrinu var ef Freemans-sendingin með efnislitlum fötum hafði hafði borist með skipinu...

...heim úr skólanum, kom ég með níur og tíur og inngöngu í leikfélag skólans, þakklæti fyrir tóma nestisboxið og öskrandi magann.

Ég veit sko alveg hvað er að vera svöng... og það er alveg fínt að vita hvernig það er .... í dag er ég  síður en svo einsog útblásin hvalur, þó ég eigi nóg af öllu...nei, ég er einfaldlega þakklát eftir hverja máltíð. Ég fyllist einhverri fullnægju og sælu í hvert sinn sem ég er við það að æla af velmegun...mér finnst gott að borða. Mér finnst gott að vera södd. 

Þeirrar gæfu eru ekki allir að njótandi, því miður.

Ég veit líka alveg hvernig það er að finnast jan-feb-mars...ömurlegir mánuðir.  Einnig mánudagar og allir dagar þar til helgin nálgast. Það réðist af andrúmslofti heimilisins. Einnig veit ég hvernig er að finnst helgarnar hryllilegustu dagarnir. Sem er líka í reynd frábær lífsreynsla, þó ég hafi ekki beinlínis pantað hana í æsku. Frekar en að vera involveruð í þvi að finnast einn dagur öðrum fremri. Sem er fáránlegt þegar litið er til þess að mínúturnar er jafn margar í öllum dögum...ef vinnan er svona djö...leiðinleg...hættu þessu væli og skiptu um vinnu! Ef eina tilhlökkunin í lífinu er að fara á fyllerý um helgar væri ráð að panta sér pláss á Vogi eða vera bara full/ur alla daga vikunnar og hrífa aðra fjölskyldumeðlimi með sér á ýmindað hamingjutripp þar til himnarnir hrynja.

Hitt er viðbjóður. Sárt og vont og erfitt að mega alls ekki anda að sér á mánudögum og þriðjudögum...rétt aðeins á miðvikudögum...svo smá eykst það þar til lungun eru við það að kafna á föstudögum...og maður er orðin svoleiðins blár og marinn í framan og í hjartanu.

Í dag eru mánudagar ekkert verri eða betri en föstudagar. Janúar er flottur rétt einsog júlí. 

Jólaskrautið var tekið niður um helgina og ég get ekki sagt að í hjarta mínu ríki depurð eða myrkur. Miklu frekar ljós og von og bjartsýni um fallegt nýtt upphaf...þegar allir aðrir en ég sáu um að sprengja árið 2007 í tætlur...(flott hjá þeim. Takk fyrir sýninguna. )Sá ég um að að skapa mér nýja framtíðarsýn í huganum, umvafin litríkum, ljósum - logandi, himni með skítaflensu í kroppnum. 

Ég veit ekki með ykkur, en fyrir mér bragðast poppkornið alveg eins nú í kvöld sem endranær...hef ekki eina minnstu ástæðu eða löngun, til að troða því upp í nefið á einhverjum eða í eyrun á mér sjalfri. Rétt einsog með poppið...bragðast dagarnir eins. Málið er að tannbursta sig bara betur og njóta.... for god fucking sake! Nauðsynlegt að nota tannþráð reglulega.

Einhver, einhversstaðar frá, sagði við mig einhver nefnilega í kvöld:

-Heiða, ég hata mánudaga...ég hata janúar. Ég hugsaði með sjálfri mér;

-Yes, thats the spirit...sagðist vera að verða batterýslaus....og lagði á...með góðri samvisku.

Njótið komandi viku ....og poppið á að fara upp í munn og ofaní maga...Wink

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

flotttttttttussssssssst

Einar Bragi Bragason., 13.1.2008 kl. 23:25

2 Smámynd: www.zordis.com

Ég elska Janúar ég blessaði jörðina með fæðingu minni, elska mánudaga því allir dagar eru eins, ég tek þátt í þeim öllum og það að lifa í gleði og sátt þótt hungrið sverfi að þá er þetta bara ljómandi gott ....

Vill samt taka fram að svöng börn eru ekki neitt flott, mér veitir nú ekki af því að tæta væna flís af sjálfri mér ...... æm só hot! 

Knús á þig sæta kona!

www.zordis.com, 13.1.2008 kl. 23:41

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Húrra fyrir Heiðu, hún lengi lifi, húrra , húrra , húrra . kv.

Georg Eiður Arnarson, 14.1.2008 kl. 00:00

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er allt gott í bland, þessvegna er þetta nú breytilegt jú, maður verður að læra að meta hverja árstíð fyrir sig, þannig er þetta yndislegt.Ég held nú það. Ég var alltaf svöng sem barn, borðaði heima hjá mömmu og svo hjá ömmum mínum tveim í sama litla bænum og þá var alltaf heimabakað á hverju heimili og endalaus veisla ef maður komst aukalega í kaffibita hjá vinkonum sínum.  Samt var ég alltaf undir kjörþyngd, sem er reyndar orð sem ekki þekktist í þá daga. Í dag er ég sjaldan svöng og yfir kjörþyngd.  Fat Woman 

Ásdís Sigurðardóttir, 14.1.2008 kl. 00:09

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Örugglega skrifað þetta áður, & efalaust mun skrifaþetta aftur en líf mitt tók miklum breytíngum eftir að ég gerði mánudaga að mínum uppáhaldsdögum, þáverandi vinnifélögum mínum líklega til ómælds ama & angurs.

Efalaust lesið þetta í einhverri stjórnunarfræðibók, en ég tók þetta það alvarlega að ég mætti með bakkelsi úr bakaríinu extra snemma á mánudagsmorgnum til að vera búinn að hella uppá fyrir hina þegar þeir öpuðust misgóðir inn.

Skandinavíkst myrkurmorgunþúnglyndi kvað ?

Allt er bara einfalt sjálfkvætt val, & það er fínn mánudagsmorgunn á eftir ..

Steingrímur Helgason, 14.1.2008 kl. 00:20

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hef ekki heyrt þetta Steingrímur en finnst þetta eingöngu snilld!

Flottur. 

Heiða Þórðar, 14.1.2008 kl. 00:26

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góð færsla og ég las mikið meira í henni en það sem stóð.
Takk fyrir hana.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.1.2008 kl. 06:37

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert kraftaverk Heiða mín

Hrönn Sigurðardóttir, 14.1.2008 kl. 09:30

9 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Njóttu þín sömuleiðis í poppfíling og utan hans.

Steingerður Steinarsdóttir, 14.1.2008 kl. 09:41

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert frábær Heiða mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.1.2008 kl. 10:42

11 Smámynd: Ásgerður

Þekki þetta allt, mánudagur leiðinlegur og allt það. En í dag er mánudagur ekki leiðinlegur, því ég geri svo margt skemmtilegt á mánudögum

Janúar, febrúar og mars verða skemmtilegir þetta árið, því ég er búin að ákveða að reyna allt til að komast á þú veist, og það er ekki búið fyrr en í endaðan mars  Gaman gaman hjá okkur.

Knús á þig dúlla

Ásgerður , 14.1.2008 kl. 10:45

12 Smámynd: Gísli Torfi

ef fólk hatar janúar og mánudaga þá væri ráð að skoða afhverju það hatar sig svo á þessum dögum :) hatrið eða pirringurinn er ekki eh nafn sem heitir mánudgaur eða janúar..þetta er allt þarna inní hausnum á manni :) svo væri ráð ef fólk er svona mikið í sjálfsvorkun að hugsa til afríku td .. við höfum það svo gott en fáir því miður vita það .. eigið góðann og blessunarríkan dag .... verum þakklát í dag ...

Gísli Torfi, 14.1.2008 kl. 10:54

13 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Góð lesning - nauðsynleg flestum. Auðvitað á maður að vera jafn þakklátur fyrir mánudag í janúar og fyrir föstudag í ágúst. Annað hljómar jafnvel ruglað! En ég náði "pointinu" og mun minna mig á!

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 14.1.2008 kl. 12:27

14 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Nú birtir af degi ... með hverjum degi. Febrúar verður góður og mars enn betri því þá koma páskar og frí.
Ég sat ekki á nestiskassanum á róló í gamladaga... ég vann í því allan daginn að grafa mig undir grindverkið svo ég slippi úr þessari ömurlegu prísund...

Linda Lea Bogadóttir, 14.1.2008 kl. 14:22

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sárt að lesa um hungraða barnið, en falleg uppbygging á lífinu eftir að þú tókst það í eigin hendur.  Smjúts

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.1.2008 kl. 16:03

16 Smámynd: Solla Guðjóns

Litla elskan mín mig langar að gefa þér gott klapp á bakið og segja þér hvað þú ert dugleg og réttsýn....æjjjj mig langar að segja svo fjandi margt.

Solla Guðjóns, 14.1.2008 kl. 20:55

17 Smámynd: Kolgrima

Flott færsla. Takk

Kolgrima, 14.1.2008 kl. 21:59

18 Smámynd: Hugarfluga

Life is what you make it! Takk fyrir færsluna, ljúfan mín.

Hugarfluga, 14.1.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband