Aðvörun - topptíu leiðinlegasta færsla dagsins!

Var að hugsa um að reyna að telja ykkur trú um að mér finnist rigning góð...en hætti við.Wink

Svo datt niður sú hugmynd um að grænar mandarínur hefðu borist til landsins og væru nú á sértilboði í Bónus, en hætti líka við...málið er að þetta bloggstand er þrálátur andsk. Farinn að fá fráhvarfseinkenni en hef samt ekkert að segja...þegar maður hefur ekkert að segja þá býr maður eitthvað til... en það er ljótt að skrökva...

Þegar ég var sem veikust þarna...þá kom sonur minn til mín í mýflugumynd...bæði vildi hann það og ég. Hann kom með mat handa mömmu sinni og tvær leiðinlegustu dvd-myndir sem hann fann á leigunni. Í alvörunni!

...þegar hann spurði í símanum;

-hvað mynd viltu mamma?

-æi taktu bara eitthvað svona ekta ástar-kerlingar-vibbavæl, svona sem þú þolir alls ekki...

...hann fær fullt hús stiga fyrir viðleitnina þessi elska. Myndirnar voru glataðar! Hlöllinn var kaldur.

Þegar hann kom toppaði hann herlegheitinn þegar hann sagði;

-shit maður....þú ert veik! það er agalegt að sjá þig! Fuck!

Fátt var um svör.

Ósvöruð símtöl voru svona ca á tímabilinu 3000. Þegar maður lítur út einsog skítur þá svarar maður auðvitað ekki símanum. Sko í mínu tilfelli er það nú eiginlega þannig að ef mér líður ekki vel...þá tala ekki við neinn. Sem er ekki sniðugt! Og hefur það ekkert með þunglyndi að gera og skeður í reynd sára sára sjaldan en hefur gerst....þá er ég döpur og það er vont og einmannalegt hlutskipti að vera dapur.

Nefnilega þegar maður er "skítur", hvað er betra en góður vinur og fjölskylda sem gerir í það minnsta tilraun til að hýfa mann upp? Lætur ýmindunaraflið vinna á yfirsnúning og segir til að mynda;

-það er nú asskoti flottar augabrýrnar á þér alltaf hreint elskan mín...

Var eitthvað að hugsa áðan að ég hefði getað létt mér vistina í flensu-helvítinu þarna með því að taka upp tólið og hringja og segja einfaldlega;

-þú mátt alls ekki koma í heimsókn, ég er ekki í stuði til að reita af mér brandarana en.....nennirðu nokkuð að segja mér sögu?

Viðkvæðið; æi það er ekkert að mér....vegna samviskubits yfir því að vera ekki með heilahimnubólgu eða ólæknandi sjúkdóm er viðloðandi marga einsog mig...

...einhverju sinni sagði góður vinur minn...

-Heiða ef þú brýtur á þér handlegg...ferðu ekki til læknis afþví að maðurinn í næsta húsi braut báða handleggi?

Ég aðvaraði ykkur; hrútleiðinleg færslaWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Á langt í land með að taka aðvaranir alvarlega. Pointið samt gott.

Þröstur Unnar, 8.1.2008 kl. 23:31

2 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Auðvitað las ég í gegn þrátt fyrir aðvaranir... kom á óvart þessi - var bara nokkuð góð. Gott að þú ert að komast í gang aftur

Linda Lea Bogadóttir, 8.1.2008 kl. 23:35

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

hó hó hó alveg magnað...........þú ert að verða normal og setur bráðum upp der.

Einar Bragi Bragason., 8.1.2008 kl. 23:38

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Auðvitað les ég þig ekki spurning, þú ert svo mikið skott. Love to U.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 00:08

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Heiða þú ert frábær, alltaf.

Marta B Helgadóttir, 9.1.2008 kl. 00:20

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góður þessi vinur þinn - enda góður vinur þinn  Stundum er ég bara verulega grunn ;)

Farðu vel með þig ljúfust. Þú ert aldrei leiðinleg og ég er alveg viss um að ef þú skoðar vel í töskuna þína (hélstu að ég ætlaði að segja hug þinn? Ég var þó búin að segja þér að í dag er ég grunn ) þá finnurðu flottan varalit sem þú keyptir einu sinni.

Hrönn Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 10:13

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

1) "...flottar augabrýrnar á þér..." stendur skrifað.

Stundum velti ég því fyrir mér hvaða brúarsmiðir hafa verið að verki og hvað brúað hefur verið.

Getur verið að bilið á milli augabrúna hafi verið brúað?

2) "... hrútleiðinleg..." stendur líka skrifað.

Ekki held ég að ærnar tækju undir með þér á engitíma a.m.k. að hrútar séu leiðinlegir.

Njóttu lífsins eftir að hafa hugleitt málið og losað þig við það.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.1.2008 kl. 10:25

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Vantar f í fengitíma.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.1.2008 kl. 10:26

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....mér fannst einmitt svo heillandi þessi engitími......

Hrönn Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 10:36

10 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.1.2008 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband