Endalokin nálgast ...

Systir mín sem býr í landi tækifærana, er æðisleg. Ég kalla hana; ingipingipænimó. Um daginn sendi hún mér bleikan varalit...age -"defæningstöff"...ég hringdi og þakkaði pent...enda vel upp alin. Hafði þó orð á því í framhjáhaldi...hverju það sætti að senda mér lippara fyrir ellihrumar kerlingar sem væru með sveskjuvarir ...

...ég fékk langa tölu um það að nú væri algjört möstímöst að kaupa sér allskyns maska og krem fyrir húð...sér í lagi undir augu...osfrv. áður en allt færi til helvítis. -ok -takk takk fyrir hintið! En ég Heiða bergur bumba...

...kem að því síðar.

...allavega afmælispakkinn minn frá Amerikunni er á leiðinni...by Air. Stimplaður forgangspóstur. A. Eftir áreiðanlegum heimildum mun pakkinn innihalda skó með himinháum hælum. Svo háum að ég mun geta snert skýin með handarbakinu. Mig hlakkar til, þrátt fyrir að mig gruni að ég muni lúkka einsog argasta mella....þar sem skórnir eru lakkskór.  Ég er nokkurnveginn gulltryggð með rússamelluconseptið þegar ég er komin í skóna og búin að lita varir mínar með aldraða skærbleika lipparanum.

Ég ætla í kjölfarið að sækja um íhlaupastarf hjá Geira Gullputtalingi.

Sko...

...það var sagt við mig um daginn...atriði sem átti að skóta mig flata í gólfið. Einskonar pikkuplína Eitthvað á þá leið;

-fuck... hvað þú ert flott miðað við aldur! 

Mér finnst persónulega fökkið nokkuð flott...en það sem hékk á fökkinu....alls enganveginn mér að skapi.

Exxxskjúsmí; eiginlega mjööööög súrt complement og alveg úr takti við hól að mínu mati. Við hvern er verið að miða? Mér finnst ekkert eftirsóknarvert að líta út einsog einhver beygla 10 árum yngri en ég sjálf! Ég veit ekki einu sinni um hverja ræðir! Sú hin sama gæti allt einsog litið út einsog fryst bleikja.  Mér er nánast fyrirskipað að sitja undir slíku og má þakka mínu sæla fyrir að vera ekki sleginn á kjaftinn fyrir að taka þessháttar hóli með auðmýkt og þakka pent. Nobb...geri það alls barasta ekki.  En takk samt. Eða ekki...

Það er nefnilega svo að það þykir eftirsóknarvert að líta út einsog fjögurra ára rass í framan... gildir þá einu hvort þú ert orðin fertug, fimmtug eða sextíu sinnum hundrað. Fyrir mitt leyti, -ekki frekar en að vera berrössuð í bleikum varalit og með svarta lakkskó á hausnum. Seint mun ég þykjast vera yngri en ég er. Frábær árangur að vera vel á veg komin og að hafa afrekað þessum áfanga; þ.e. að vera hálfnuð með að rusla heilli ævi af og aðeins brotið nokkur beint á leiðinni.  Það segir sig sjálft að orðið afmæli er til merkis um að maður er búin að mæla af ævinni. 

Annað; afhverju er fjörutíu ára afmæli merkilegra en 39 ára afmæli? Fyrir mér eru allir afmælisdagar jafn merkilegir. Allir dagar í raun, veit nefnilega með vissu (eða grunar það) að einhver á afmæli á hverjum degi...og er minn dagur því ekki merkilegri en annarra. Sjálfsagt afþví ég náði hausnum úr rassgatinu og leitaði miðju nafla alheimsins einhversstaðar allt annarstaðar en í mínum eigin rassi...

Öll, hvert og eitt okkar erum við einstök og mun það vera keppikefli hjá mér að  koma eins fram við  hvert það kvikindi sem á vegi mínum verði (ef guð verður svo góður að sortera súru stykkin af vegi mínum ) ...og fagna hverjum einasta degi sem mun nú koma... með ykkur.

Endalokin nálgst einsog óð fluga...Grin

Ástarþakkir fyrir kveðjurnar...megi þær halda áfram að berast mér 365 daga ársins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 15.2.2009 kl. 20:46

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með ÖLL afmælin sem þú hefur átt síðan ég hitti þig síðast.

Vona að þetta sé það skemmtilegasta yet.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.2.2009 kl. 20:57

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín elskan er það ekki að bera í bakkafullan lækinn að óska þér aftur til hamingju með afmælið, kannski ekki. Endurtekið þú ert flottust sama hvað þú ert gömul hvað skiptir það máli,? aldrei hef ég pælt í því.
Ljós til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.2.2009 kl. 21:01

7 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Til hamingu með áfangan, ég næ þér í sumar....

Þórður Helgi Þórðarson, 15.2.2009 kl. 21:41

8 Smámynd: Hilmar Sæberg Ásgeirsson

HEIÐA MÍN TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ,FYRIRGEFÐU ,EG VAR SVOLÍTIÐ SEINN EN AFMÆLISKVEÐJA ER ÞAÐ SAMT .MEGIR ÞÚ EIGA BJARTA OG FALLEGA ÆVI UM ÓKOMIN ÁR ÞINN BLOGGVINUR HILMAR SÆBERG (DRENGUR GÓÐUR).

Hilmar Sæberg Ásgeirsson, 16.2.2009 kl. 02:12

9 Smámynd: Aprílrós

Til hamingju með afmælið. Degi of sein, en ,,,,,,,,,

Knús og kærleikur til þín.

Aprílrós, 16.2.2009 kl. 07:53

10 Smámynd: Auður Proppé

Til hamingju með afmælið í gær   Betra seint en aldrei

Auður Proppé, 16.2.2009 kl. 09:05

11 identicon

Hahahaha....,

bleikur varalitur og lakkskór, hmmmmm Heiða ............en er á því að þú lítir vel út og er þá ekki miðað við neitt :)

kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 09:18

12 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 14:59

13 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Óðfluga.   

Marinó Már Marinósson, 16.2.2009 kl. 15:38

14 Smámynd: Solla Guðjóns

 

Solla Guðjóns, 16.2.2009 kl. 21:14

15 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Til lukku með daginn. Maðurinn minn er svona eins og þú, gasalega lekker miðað við aldur. Ung stelpa, svona um tvítugt, spurði hann um daginn hvað hann væri gamall og þegar hann sagðist vera 48 ára rak hún upp gól og sagði: Hvað segirðu, þú sem ert eiginlega ekkert krumpaður.

Helga Magnúsdóttir, 16.2.2009 kl. 22:48

16 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Til hamingju með daginn í dag

Þ Þorsteinsson, 18.2.2009 kl. 13:30

17 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Já á madur ekki bara ad segja til hamingju med thennan i dag af thessum 365  svona af thvi madur er soldid of seinn med official afmæliskvedjuna...en thú ert frábær og ert bara eins og raudvínid,verdur betri med hverju árinu  thetta segi ég sjálfri mér nógu títt til ad ég trúi thvi...og held bara ad thad virki svei mér thá

María Guðmundsdóttir, 18.2.2009 kl. 18:46

18 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Til hamingju með allt síðastliðið ár og alveg fram á þennan dag og næsta

Flott að fá svona skemmtilegar afmælisgjafir, gefa lífinu lit og lyfta tilverunni

Staðalímyndir af hinu og þessu eru óþolandi og standa í vegi fyrir að hver og einn fái að njóta sín eins og hann er. Ég til að mynda nýt mín ekki nógu vel í kvenfatabúðum því mér viðrist sem flest fötin þar séu hönnuð á horaða homma.

Guðrún Þorleifs, 19.2.2009 kl. 16:41

19 Smámynd: Sporðdrekinn

Djö ertu heppin að vera orðin fertug, ég hef heyrt að kynlífið sé miklu betra eftir að maður hefur náð þeim aldri! Til lukku með það

Sporðdrekinn, 23.2.2009 kl. 01:05

20 Smámynd: Sporðdrekinn

Ó gleymdi, lakkskór eru algerlega inn núna!

Sporðdrekinn, 23.2.2009 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband