Það er gott að vera elskuð...

...og síminn hringdi í gærkveldi...

-hvað ertu að gera? ertu að vinna?

-nei þú varst að hringja í heimasímann...? Þess utan er klukkan langt gengin í tólf. Það er að koma nótt. Og er með grænan maska framan í mér...og ég er flott!

-nú...já ok......hérna......ætlaði bara að biðja þig um smágreiða...

-ekkert mál ... ég fer ekkert út samt ... þó íbúðin mín væri alelda, færi ég ekki út! 

-nú! þá þýðir nú víst lítið að biðja þig...

-ohhh...hvað? (nett pirruð) átti von á að beiðnin lægi í, að snyrta eða lakka táneglur...en aldrei því sem á eftir kom. Hélt að ég léti ekkert slá mig útaf laginu....en annað kom á ...kvöldið...

-Ég ætlaði bara að biðja þig um að skutlast með þvagprufu út í Garðabæ fyrir mig...það var nú ekki merkilegra en það! ( frekar æst/ur og alveg hreint ultra pirruð/aðri en ég...)

-ertu að grínast í mér?  

-nei...ég fíflast ekki með svona hluti. Heldurðu að það sé gaman að þessu? Nýrnahetturnar eru að detta út úr mér! Og þú hlærð! Hvað er svona fyndið? Geturðu ekki skutlast með þetta fyrir mig? Það er ekki einsog ég sé alltaf að biðja þig um að gera eitthvað fyrir mig krakki!!!

...og mér varð orðavant. Sérstaklega þegar viðkomandi vissi ekkert hvert ég ætti að fara með piss-ið. Og andlitið datt og er týnt ...og ég sem er að fara út annaðkvöld og á ekkert aukaandlit...einhver??? með andlit á lausu?...

....og það einasta sem mér datt í hug að segja í stöðunni var;

-bara verst að ég rata ekkert í Garðabænum... 

 ---

Þegar ég fór svo aðeins mikið seinna upp í rúm...og þetta samtal var enn í huga minum, hugsaði ég;- vá hvað sum samskipti eru skrítin, erfið, sár...geggjuð...óeðlileg...

En hvað er svo sem eðlilegt? Ég veit ekki...en tel mig þó vita eitt... einasta með viti og fyrirhafnar-minnst, er að koma bara fram og til dyranna einsog maður er klæddur...nú eða óklæddur. Ef maður er að berrassast...mæli ég hiklaust með dyrasímanum. Hefur reynst mér fantavel. Það er í raun ekkert eðlilegt. Ekkert óeðlilegt. Bara er. Og þetta var/er eðlilegt.

Og þannig er þetta bara.

Skítt með þá vitneskju mína, að ég átti algjörlega og öll að fara í lakið, á sínum tíma...þá veit ég fyrir víst að sá/sú sem treystir mér fyrir dýrmætu pissuglasi sínu, síðla nætur... alla leið inn í Garðabæ...eitthvert í Garðabæinn...elskar mig af öllu hjarta.

Og það er gott að vera elskuð Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Rata heldur ekkert í Garðabænum. Var ekki hægt að fara með prufuna eitthvert annað?

Helga Magnúsdóttir, 28.5.2008 kl. 21:31

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Gaman að heyra Berglind takk. 

Helga mín, maður fer bara ekkert eitthvert í Garðabæinn...með piss í glasi er það? Æi þú ert krútt. Þegar ég hugsa um það hefði ég sjálfsagt geta farið með pisseríð eitthvert annað hefði ekki skipt neinu máli...

Heiða Þórðar, 28.5.2008 kl. 22:00

3 identicon

Í lakið, í garðabæinn, eru þetta ekki eintómar erindaleysur.. hehe ;)

Ertu viss um að þú áttir ekki að hafa grafið glasið í garðinum?? Frekar en að fara með það í garðabæinn??

Fowler (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 22:10

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Það er aldeilsi uppá þér tippið fíflið þitt...kannski afþví þú ert talin sá fallegasti...og áttir ekki að fara í lakið! 

Heiða Þórðar, 28.5.2008 kl. 22:14

5 identicon

Ég er nokkuð viss um að hún var ekki búin að innbyrða dagskammtinn sinn þennan daginn... (Sem fengi fíl til að sofa fram á næsta dag!! Þá er ég ekki að tala um Guðjón Arngríms (f)) Sem hún gerði uppá milli tveggja sona sinna, og það á afmælisdaginn sinn... En teljast bjórarnir nokkuð með??

Fowler (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 22:18

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Suss! Veit ekkert hvað þú ert að tala um drengur. Fyrir utan það, þá fara alltaf fram hér á minni síðu grafalvarlegar og málefnalegar umræður.

Öllum ölvuðum og lyfjuðum er meinaður afgangur. Út með þig.

Ég elska þig,  þó þú sért fallegasti og ofmetnasti krakkaskíturinn í partýinu.

Heiða Þórðar, 28.5.2008 kl. 22:29

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, göfuglynd er gyðjan sem getur ekki fengið að sér að troða á skítseiðunum undir hæl sínum, heldur tekur þau jafnvel upp á arma sína og segist að minnsta kosti elska þau uns dagur hinn næsti rennur upp!

Þessi færsla fjallaði jú líka um ást og þeir sem guðirnir elska...

Magnús Geir Guðmundsson, 28.5.2008 kl. 22:52

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég kalla þetta ~móðurmæðuharðindaharðlífi~.

Steingrímur Helgason, 29.5.2008 kl. 00:18

9 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þú ert snilllllllli og langflottust

Einar Bragi Bragason., 29.5.2008 kl. 00:55

10 Smámynd: Unnur R. H.

Unnur R. H., 29.5.2008 kl. 09:03

11 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 11:27

12 Smámynd: Andrea

Græni maskinn er bestur. En ég ætla ekki að tjá mig um piss í Garðabænum. Er miðbæjartútta og rata ekki einu sinni í Garðabæ- hvað þá um Garðabæinn!

Andrea, 29.5.2008 kl. 13:03

13 Smámynd: Gísli Hjálmar

... ég sakna Guðjóns Bergmanns.

Gísli Hjálmar , 29.5.2008 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband