Handalaus og heilsulaus

Prinsessan er ein í höllinni með brennóbolta fastan í hálsinum. Af  tvennu illu kysi ég nú að frekar að vera heyrnalaus en handalaus. Laus við boltann í hálsinum og í stað þess væri ég til í að horfa á fótbolta á vellinum, jafnvel í blíðveðrinu sem heillar allt og alla uppúr skónum, án skó-fata....Sl. sólahring hefur nefnilega allflest sjónvarpsefni verið textað og ég er komin með upp fyrir haus og allt um kring af flensuófeti og fjárans exemi og sjónvarpi og einsmanns samræðum í síma. Nálægt mér vil ég engan þegar staðan er svona...

...en annars þrusugóð með smyrsli í hárinu á höndunum og nebbaling....og Diddi sefur sínum værasta...áhyggjulaus.

Ef ég lít yfir síðasta ár, stendur svo sem margt upp úr eða hvað? jú jú eitthvað...

Sá Gullfoss og Geysi í fyrsta skipti, jólasveinninn kom nefnilega og sótti mig í heim eina sumarnótt þessa árs...sýndi mér þessa tvo staði og ég var frá mér numin...helltust yfir mig áður óþekktar tilfinningar, ekki vegna félagsskaparins heldur þessum svakalegum krafti, fegurð og þeim áhrifum sem ég varð fyrir þegar ég stóð þarna hjá Gullfossi. Ætla aftur að sumri í góðum félagsskap, ekki spurning.

Sú tíðindi, sem eru tíðindi er; (sér í lagi ef litið er til þess að frá 0 - 12 ára aldurs flutti ég 24 sinnum....) bý ég enn á sama stað og uni mér vel. Og önnur tíðindi sem eru tíðindi, og vita þeir vel sem til mín þekkja,...að ég hef að mestu verið laus við að flækjast í sambönd sem ekki eru mér samboðin...gott að eldast, maður verður skynsamari með aldrinum. Verst kannski að maður verður vandlátari, sem að sama skapi er best.

Mun ég í framhaldi vanda mig í að hafa allt sem best í kringum mig. Hverja stund. Alltaf.

Ég byrjaði svo að blogga á árinu...sem hefur veitt mér meira en mikla gleði og ánægju. Svo hef ég verið svo lánsöm að hitta suma bloggvini mína á förnum vegi, einu sinni hitti ég Erlu1001, yndisleg stelpa og falleg og nú síðast Ásdísi Sig...skrítið en samt svo fallegt að segja frá því að í bæði skiptin varð ég pínu feiminn....mér fannst einnig gaman að sjá að Ásdís er svona alvöru einhvernveginn ástfanginn af manninum sínum....ÞAU VORU ÆÐISLEGA KRÚTTLEG OG FALLEG SAMAN.

Púff -ég veit ekki....en allavega veit ég...að ég skal minna sjálfa mig á það þegar ég verð komin með hendur og heilsu að vera þakklát þakklát þakklát!

Gleðilegt ár til ykkar allra, og þakklæti fyrir mig.

 

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, þetta er yndislegt ár á margan hátt. Það var virkilega gaman að hitta þig, svo óvænt. Sástu ástina hjá okkur? við getum bara ekkert ráðið við þetta, en það er svo yndislegt að elska svona 100% og fá stundum enn meira til baka.  Vona að heilsan lagist og farðu vel með þig fallega kona.  Ég hef aldrei komið til Vestmannaeyja svo ég gæti líka upplifað nýja hluti á árinu. Þú kíkir í kaffi ef þú ferð á Gullfoss.  Happy New Year 

Ásdís Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 15:32

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ekki spurning með kaffið og....: ég sá -ég sá ...æðislegt!!

Heiða Þórðar, 30.12.2007 kl. 16:22

3 Smámynd: Hugarfluga

Gleðilegt ár, elsku Heiða mín, og takk fyrir kynnin á blogginu. Vonandi náum við að hittast "in person" á nýju ári. Megi það færa þér blússandi lán og lukku.

Hugarfluga, 30.12.2007 kl. 16:54

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekkert getur

tafið sorgina

ef hún

ætlar að

hasla sér völl

í nýjum

kolli.

Sorgin kærir sig

nefnilega

kollótta

um

hvaða kolli hún

býr um sig

í.

Það eina

sem sorgin

vill

er að

valda

sem mestri

sorg.

Sorglegt.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.12.2007 kl. 17:04

5 identicon

Viðverukvitt.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 17:23

6 Smámynd: Gísli Torfi

Hæ ég vil þakka fyrir mig á árinu sem byrjaði í september :) takk fyrir samverustundir, Bros,Hrós,Smók,kaffi,ferðalag,Löngun,áhrif,Gleði,Hlátur,og margt fleira..Guð geymi þig og litlu Yndislegu Sóldísi þína og stóra strákinn þinn..

Kv Gísli Torfi sem er á leið á GrímuballaPartý á Gamlárskvöld og átti Groovie night á NASA í gær með GUS GUS

Gísli Torfi, 30.12.2007 kl. 18:25

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Gleðilegt ár og takk fyrir liðin blogg !

Sunna Dóra Möller, 30.12.2007 kl. 19:30

8 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Sælar - og takkir fyrir góðar og skemmtilegar greinar á bloggi yðar.
Get einnig sagt að ,sá Gulfoss og Geysi í fyrsta og síðasta skipti í fyrra.

Halldór Sigurðsson, 30.12.2007 kl. 21:09

9 Smámynd: Júdas

Vona að þú náir bata sem fyrst.

Júdas, 30.12.2007 kl. 21:11

10 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

May the force be with you...........

Einar Bragi Bragason., 30.12.2007 kl. 21:31

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

það getur vel verið að þú sért bæði handa- og heilsulaus. En heilalaus ertu ekki

Hrönn Sigurðardóttir, 31.12.2007 kl. 00:47

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hefur verið mér alveg jafn mikill heiður að lesa frá Heiðu II allt þetta árið.  Einhverja skúnka þekki ég sem að votta þig ekkert vitlausari en þú lítur út fyrir að vera á bloggeríinu, & hef lært að taka mark á þeirra mali, sem & notið þessarar bloggsamveru þinnar.

Takk fyrir að leyfa mér að bloggkynnast þér...

Steingrímur Helgason, 31.12.2007 kl. 01:10

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæl Heiða og já kærar þakkir fyrir stutt en góð "Rafkynni"!

Öll él styttir upp um síðir, vonandi gildir það um þínar hendur sem annað!

En mig vona ég að þú hittir aldrei á förnum vegi, yrðir nefnilega hvorki feimin né hrifin!

En Steingrím eða Saxa vona ég að þú hittir, þeir báðir sykursætir og myndu ekki linna látum fyrr en þú kæmir með þeim á tónleika með George michael eða Whitney Houston!

Magnús Geir Guðmundsson, 31.12.2007 kl. 02:52

14 Smámynd: www.zordis.com

Ertu lasaruz elski kjéddlingin .... láttu þér batna svo þú gangir heil inn í nýtt ár!  Sé að Hrönn er með málið, skítt með heilsuna ef þú notar bara heilann ....

Sendi þér þúsundfalt orkubúst og vef þig inn í ýmindaða orangelitaða silkislæðu.  Hafðu það sem best í dag og megi nýja árið færa þér leyndardóma og ómældar ástir!

www.zordis.com, 31.12.2007 kl. 08:44

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gleðilegt ár elsku Heiða mín og vonandi nærð þú heilsu sem fyrst.  Þú ert gullmoli og hefur verið frá því ég kynntist þér sem lítilli stelpu.  Haltu því áfram.  Takk fyrir góðar stundir á blogginu elskan.  Knúsaðu krakkana þína

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.12.2007 kl. 10:47

16 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Vil bara óska þér gleðilegs árs og þakka fyrir skemmtileg bloggsamskipti á árinu.

Marta B Helgadóttir, 31.12.2007 kl. 10:57

17 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gleðilegt ár elsku Heiða mín og til þinna.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.12.2007 kl. 16:52

18 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.12.2007 kl. 17:38

19 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ææææ ertu ekkert að skána....en þú ert lang fallegust í sama hvaða ástandi þú ert.

Einar Bragi Bragason., 1.1.2008 kl. 05:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband