Við erum suckerar....

Ég er með það á hreinu að við erum algjörir suckerar fyrir væli.

En af því að við erum suckerar fyrir væli og hörmunum og skelfingum, þá stafestist það hér með að þegar ég tók mér frí frá fjölmiðlafræðinni. Þá hafði ég frjálsari vilja með að lesa ekki ALLT sem á mitt borð var borið. Þ.e. alla fjölmiðla. Horfa á alla fréttatíma.

Það er alveg merkilegur andsk... að þegar ég fletti blöðum, þá eru þetta hörmungar út í eitt. Út í tvö ef út í það er farið. Að vísu hefur veðurspáin verið með eindæmum sólrík og jákvæð út í okkur það sem af er. Og hún er á forsíðunni.

Mér áskotnaðist bunki af tímaritum og þegar ég horfi á forsíður og fyrirsagnir eru þær einatt (ekki alltaf) eitthvað á þessa leið;

Ofsótt af Skólayfirvöldum

Missti hreyfigetuna, minnið og málið (sú saga endar vel þó....)

osfrv.

Að ógleymdum;

Töfrabuxur sem koma línunum í lag

Sykurlaus barnaafmæli

...þetta sem sé selur.

....og svo; Hvenær eruð þið byrjuð saman?

jahá!

fyrir ykkur lausbeisluðu sem eruð í vafa, læt ég það fylgja með hér;

Ef þú ert farinn að gista hjá henni/honum í miðri viku...

Ef þú ert búin að fara í mat til tengdaforeldranna....

Þegar það er orðið sjálfsagt að hittast og ekkert tilstand í kringum það.....

Aukatannbursti hjá henni/honum...

Planar helgina með manneskjunni er ákveðið merki um að þú sért með hana á heilunum.....

Talar um að eyða sumarfríinu með henni/honum...

Þegar símtölin snúast um hvað eigi að vera í matinn.....

HALLÓ!

Hvað varð um; Viltu byrja með mér?

Útfrá þessum pælinum í aðrar;

Kynferðisleg fullnæging ku eiga margt sameignilegt með dauðanum. Lífsorka og kynorka haldast í hendur eins og óaðskiljanlegir dansfélagar. Lífið er tilhlaup að dauðanum, rekið áfram harðri hendi af lífsorkunni. Samfarir eru atrenna að fullnægingu sem stjórnast af kynorkunni. Bæði líf og samfara-ir eru leiðir sem farnar eru að ákveðnu marki, sem er tilgangur fararinnar. Þegar áfangastað er náð blasir við tilgangsleysi þeirrar ferðar sem eyðir sjálfri sér. Í þeim dapurleika sem flestir finna fyrir eftir samfarir verður fánýti þeirra yfirþyrmandi. Á banastundinni verður tilgangsleysi lífsins æpandi. Í fullnægingu andartaksins er hægt að týna sjálfum sér, hverfa, samsamast í eina örstund í alsælu fullnægingar.

Óttar Guðmundsson/ Listin að lifa -listin að deyja

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góðar pælingar.  Gat nú verið að sérfræðingurinn Óttar Guðmundsson viti hvernig manni líður á dauðastundinni!  Maðurinn er ótrúlega vitur.  ARG og fíbbl.

Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.8.2007 kl. 01:31

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég fíla hann.....og þig líka ef út að það er farið.

Heiða Þórðar, 2.8.2007 kl. 01:43

3 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Þú ert nú meiri pælarinn .... hehehe

Eva Þorsteinsdóttir, 2.8.2007 kl. 02:16

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Þetta sem Óttar segir, finnst mér algjört bull. Nenni ekki að útskýra, kannski seinna.

Samt góð pæling Heiða.

Þröstur Unnar, 2.8.2007 kl. 07:35

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dapurleiki eftir samfarir??? hvað eruð þið að tala um?? auminga maðurinn þessi Óttar hann er ekki glaður maður. Ég ætla reyndar ekki að útlista mínar tilfinningar að lokinni heimaleikfimi en verð bara að segja að það eru einhverjir að misskilja fyrirbærið og missa af pointinu.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.8.2007 kl. 12:21

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hann Óttar er nú svolítið spes.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.8.2007 kl. 14:06

7 Smámynd: Agný

Því miður virðist ekkert vera fréttnæmt hjá þeim sem titla sig fréttamenn, nema það sé neikvætt, ljótt og niðurdrepandi....

Kanski er fólk almennt orðið svo sljótt að það þurfi alltaf meira og meira gróss og mikinn vibba til þess eins að finna að það eigi einhverjar tilfinningar..

Þessi mötun/auglýsingar  á öllum mögulegum og ómögulegum hlutum sem eiga gera mann þetta eða hitt og veita manni þetta eða hitt er orðið einum of mikið, ekki síst þegar börnin eru notuð sem markhópur.

En með þetta síðasta .....þá held ég að blessaður maðurinn sé eitthvað að missa af upplifuninni og gleðinni við það að sameinast (tengja) annarri manneskju...

Samfarir eru í raun samruni tveggja einstaklinga á tiltekinni stundu en spurningin er hvort viðkomandi aðilar geta náð að láta andann sameinast líka og renna saman í eina verund...verða sem sé eitt akkúrat þá....

Fullnægingin er svo "blizz" sem að er alsælu tilfinning sem getur lyft viðkomandi í hæðstu hæðir andlega ekki síður en líkamlega.....En það er svo sem ekkert skrítið að karlagreyin upplifi sig hálf dauða á eftir fullnægjingunni..því þeir losa orku en við tökum við henni sem fyllumst orku.. 

Þá vitið þið hver ástæðan er fyrir því afhverju karlagreyin (flestir) fara að hrjóta að samförum loknum en konan vill tala ....Þetta hefur með þeir líkamsstarfsemi að gera ekki það að þeir séu að hafna konunni...Njótið svo helgarinnar vel...saman eða sundur nema bæði sé

Agný, 2.8.2007 kl. 14:10

8 identicon

Aumingja madurinn, er hann enntha haldinn kynlifs thrahyggju? eg veit ekki elsku fallega systir min, mer finnst kynlif vera ein af fallegustu gjofum sem Gud hefur gefid okkur, en eg veit ekki hversu edlilegt thad er ad skrifa bok eftir bok um thad, og thessar endalausu paelingar um fullnaegjingar og svo framvegis, eg er ekki ad setja hann Ottar okkar nidur, thvi eg veit ad Gud elskar hann lika, en mer finnst thetta vera oedlilegt, thad litur ut fyrir ad her se um ad raeda kynlifsfikn :) i love you my precious. Inga @--)---)--------------

Inga Ros (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 16:15

9 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Satt að segja skildi ég ekki alveg þetta blogg hjá þér Heiða ... þú byrjar fyrst að tala um að Við séum sökkerar fyrir væli og eins ég skil þig þá ertu að tala þar um blaðaumfjallanir.

Að lokum fer bloggið út i tilvitnun í Ottar Guðmundsson sem að líkir kynlífi við dauða....Ég er algjörlega ósammála Ottari og finnst þessi líking léleg hjá honum... Fullnæging er miklu líkari því þegar góðri þrekæfingu er lokið þar sem maður situr með sæluglampa framan í fésinu og skýum ofar. Að líkja kynlífsreynslu sinni við dauðann segir mér að þessi maður hlítur að lifa HRYLLILEGA LEIÐINLEGU KYNLÍFI. 

Brynjar Jóhannsson, 2.8.2007 kl. 18:23

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég er ekki hissa Brynjar, skil það varla sjálf.....

Heiða Þórðar, 2.8.2007 kl. 20:06

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fullnæging er bara dásamleg og hefur ekkert með dauða að gera.  Þegar tvær sálir sameinast í tilfinningalegu og andlegu ástandi, þar sem allar flóðgáttir opnast, og kærleikur, auðmýkt og fullkominn samruni bara ERU, hvað er hægt að biðja um meira ? Í samlífi, það er svipað og að finna samruna við almættið á góðri bænastund. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.8.2007 kl. 21:39

12 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála Brynjari.

Georg Eiður Arnarson, 2.8.2007 kl. 23:52

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

depurð? dauði?

hví?

Hrönn Sigurðardóttir, 8.8.2007 kl. 21:57

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....og í sambandi við fyrirsagnir.....

"foreldrum mínum var stíað í sundur......"

 "Foreldrum stíað saman....."

Fokk! hvað ég er leið á fyrirsögnum

Hrönn Sigurðardóttir, 8.8.2007 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband