Nærbuxnalaus....og sól

Ég hef áður minnst á ömmu mína heitna.

Siggu Summ.

Hún kom upp í huga mér í dag, þegar ég virti fyrir mér rigninguna sem kom beinustu leið niður. Í bunum.

Ég eyddi lunganu úr æsku minni hjá henni og ömmu fannst ég svo klár (hún átti það til að færa sannleikann aðeins í stílinn) að ég var víst farinn að lesa Morgunblaðið aðeins nokkra mánaðagömul.

Einhverju sinni heyrði ég á tal hennar þegar hún var í símasamræðum við vinkonu sína og segir;

-Þetta er alveg stórmerkilegur andskoti! Um leið og ég hengi nærbuxurnar hennar Heiðu minnar út á snúru þá byrjar að rigna. Og ég segi það satt, þetta klikkar ekki!

... þetta er mér afar minnistætt og óraunveruleikinn fékk á sig raunverulega blæ þegar ég fór út á svalirnar mínar til að athuga hvort leyndist þarna á snúrunni einsog eitt stk. g-strengur -í versta falli efnislítill boxer.

Og jú jú, þarna var ein blúnduspjör, nánar tiltekið svört, langt í frá sakleysisleg, miklu heldur ögrandi.

Ég kippti henni inn og bölsóttaðist yfir værðarleysinu í sjálfri mér. Kom ekki til hugar að klæða mig í hana eða einhverja aðra úr skúffunni. Dagsplanið var gjörsamlega að fara út um þúfur.

Hoppaði í sokkabuxur og kjól.... og beið þess að úrkomunni slotaði. Sem og hún gerði.

Þetta er eilífðarvandamál í mínu lífi. Nærbuxnaleysi og sól. Nærbuxur og rigning.

Þannig að þegar að rignir þá er Heiða í nærbuxum. Eða nærbuxurnar eru á snúrunni.

Ekki amalegt að vera svona nátengdur Veðurguðunum öllum.

Þið megið prófa að leggja inn pöntun...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Amman krútt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.7.2007 kl. 20:52

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er aldeilis densilegur andskoti að geta ekki skipt um nærbuxur án þess að veðrið fari úr skorðum. Svonalagað gerist aldei hjá karlmönnum - sem betur fer.

Jóhannes Ragnarsson, 29.7.2007 kl. 20:53

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Jóhannes....hahaha, orðlaus!

Heiða Þórðar, 29.7.2007 kl. 21:06

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

ef að það fer að RIGNA um verlslunarhelgina þá veit ég allveganna hverjum ÞAÐ ER AÐ KENNA ?

Brynjar Jóhannsson, 29.7.2007 kl. 21:51

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Heiða mín þetta blasir alveg við. Þú mátt vera í nærbuxum einu sinni í viku á milli kl. 6 og 7 um morguninn. Annars bara nærbuxur off.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.7.2007 kl. 22:00

6 Smámynd: Halla Rut

Viltu hafa þær inni næstu helgi Please...

Halla Rut , 29.7.2007 kl. 22:22

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

hehehe, ekki málið Halla Rutog Jóna....

Heiða Þórðar, 29.7.2007 kl. 22:37

8 Smámynd: Hugarfluga

Ég kýs þá að hafa þig nærbuxnalausa alltaf nema stundum ... það er svo gott fyrir jörðina að fá smá vætu.

Hugarfluga, 29.7.2007 kl. 22:43

9 Smámynd: Þröstur Unnar

Þyrfti eiginlega að fá að sjá Heiðu áður en ég dæmi hana úr brókinni. Rigning me ass.

Þröstur Unnar, 29.7.2007 kl. 22:58

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ætli þeir viti af þessu í Bretlandi ? 

Anna Einarsdóttir, 29.7.2007 kl. 23:15

11 Smámynd: Ólafur fannberg

ekki hengja upp brækurnar það er fínt að hafa sól og blíðu hehehehe

Ólafur fannberg, 29.7.2007 kl. 23:15

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

Við erum að tala um 103 kílógramma líkama sem svo óheppilega vill til að kílóafjöldin sest mestmegnis á minn annars sæta rass ....Þröstur minn. Útfrá stoltinu (rassinum) fjórir skankar örmjóir.....og pínu pínu lítill haus með stórum heila innaní.

Heiða Þórðar, 29.7.2007 kl. 23:25

13 Smámynd: Heiða  Þórðar

Er á leið til Bretlands í næsta mánuði Anna.... ekki spurning mín verður nærbuxnalaus í partýinu!

Heiða Þórðar, 29.7.2007 kl. 23:26

14 Smámynd: Steingrímur Helgason

Amma mín góð staðhæfði að hún hefði gert mig fluglæsann með Íslendíngasögunum, öllu ritsafninu til enda, & sannfærði fræðsluráð svo vel um það að skyldan hjá mér var bara átta vetur.

Annars kom nú bara til hugar viðlag úr gömlu dægurlagi frá lángwerstan við lestur þessa pistils. 

"Mér finnst rigníngin góð....."

Ja, bara datt þetta dona í hugz...

S.

Steingrímur Helgason, 29.7.2007 kl. 23:41

15 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Hentu þeim bara öllum ..... þá hverfur rigningin örugglega fyrir fullt og allt ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 30.7.2007 kl. 04:24

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heiða mín takk fyrir að vera ekki í nærbuxum í dag, ég losna við að standa með vatnsslönguna þennan daginn allavega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.7.2007 kl. 08:16

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vera í þeim reyndar hehehe  smáruglingur í  mér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.7.2007 kl. 08:17

18 Smámynd: www.zordis.com

Hún amma þín  ......  Í nærjunum á nóttunni og úr þeim í bítið ....  Er það ekki draumur í dós bara! 

www.zordis.com, 30.7.2007 kl. 08:39

19 Smámynd: Heiða  Þórðar

Sem minnir mig á Zordis; langamma mín í móðurætt sagði við mig sem barn að ég ætti alltaf að sofa nærbuxnalaus. Annað væri mein-óhollt. Hver fann annars upp fj.... nærbuxurnar?

Heiða Þórðar, 30.7.2007 kl. 10:16

20 Smámynd: Solla Guðjóns

Taktu af snúrunni NÚNARignir vel hér furir austan fjall

Solla Guðjóns, 30.7.2007 kl. 14:33

21 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vildi að það væri hægt að leisa fleiri veðurvandamál á svona einfaldan hátt. Hefurðu tékkað í hverju þú ert eða ekki þegar t.d. það er mikið rok?? og svo er spurning með fellibyli, hefurður verið á ferðinni í USA á fellibylja season?  þú ert svo skemmtileg og skondin dúllan mín 

Ásdís Sigurðardóttir, 30.7.2007 kl. 16:33

22 Smámynd: www.zordis.com

Jú jú, hef heyrt þetta með að sofa nærju laus en það er svo helv.... slæmt hugsandi um alla hina.  Annars verð ég að segja að þú hafir verið dugleg að vera með hana óvarða í sumar!  Guð blessi þig elsku barn! 

www.zordis.com, 30.7.2007 kl. 18:35

23 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Interesting ???

Halldór Sigurðsson, 30.7.2007 kl. 21:28

24 Smámynd: Hugarfluga

Ertu í mörgun nærjum og vafinn inn í þvottasnúruna?? Það er spáð rigningu fram yfir helgi!! Úr brókinni, kona!!

Hugarfluga, 30.7.2007 kl. 21:48

25 Smámynd: Heiða  Þórðar

Já Zordis endalaus leit að nærbuxum var okkur öllum til góða.

Ásdís mín; Bleiki brjóstarhaldarinn þegar rokið er mikið.... er annars alvarlega að hugsa um að setjast aðeins að þarna í USA.... kíkja við í það minnsta.

Nú er mín með blöðrubólgu Hugarflugan mín, þannig að þið verðið að bíta í það súra epli að klæðast vaðstígvélum um verslunarmannahelgi......blame it all on me....

Heiða Þórðar, 30.7.2007 kl. 23:08

26 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Ég hef grun um að þú verðir á þjóðhátíð ( í nærunum) en samt ekki því GMJ kemur ekki.  Eruð þið kannski bara saman á Krít.

Georg Eiður Arnarson, 31.7.2007 kl. 07:04

27 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þarna hittirðu naglann enn einu sinni á höfuðið Goggi minn....

Heiða Þórðar, 31.7.2007 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband