Sælla er að gefa....

Sælla er að gefa en þiggja.

Einu sinni var lítil stúlka...... lönnnggg og mjóooooó! með 15 tennur í efri góm, sem er ekki til frásögur færandi nema fyrir það eitt að hún átti sambýling.

Þessi stúlka hét Heiða Bergur og er ég sjálf og er enn og heiti enn.

Málið með hana er að hún þolir illa allt sem er mjög skipulegt og fyrirsjáanlegt, þó svo að pínu fari fyrir brjóstið á henni þegar hún fær ekki blóm frá syni sínum á mæðradaginn. Ekkert gleður hana meira en þegar henni er komið á óvart.

Róleg fröken, nú er ég komin í fyrstu persónu.

Sambýlingurinn á einum bóndadeginum í fortíðar-myndinni var afskaplega fúll þegar hann las morgunblaðið og maulaði ristað brauð með osti. Ekkert kom á óvart þennan morguninn. Alltaf ristað brauð með osti. Það hefði sjálfsagt liðið yfir mig ef við hefði bæst sultudropi. Á brauðið.

Augngoturnar voru stingjandi og orðin meiðandi þegar yfirlýsingunum dundu yfir hverslagt ferfætlingur og ósómakvennkostur ég væri að hafa ekki fært honum blómin í tilefni dagsins.

Ég reyndi þarna í frekjumætti að benda á ég gæfi engin blóm eftir pöntunum eða dagskipan dagatalsins.. heldur þegar mig langaði til þess sjálf. Ef nokkurn tímann.

Áfram hélt tuðið fram á miðjan hádegisverð. Illa gekk með lestur blaðsins hjá manninum, með munnin fullan af brauði, og ostin í munnvikunum... með blað sem var stútfullt af heilsíðu auglýsingum frá blómaverslunum bæjarins. Til hamingju með bóndadaginn. Gleddu elskuna þína, gefðu honum blóm. Bla Bla Bla.

Eftir pot og tog fékk ég loks blaðið.... og áfram hélt röflið.

-ertu búin að gleyma hvað þú fékkst frá mér á konudaginn? Það er ég viss um að þú hefur ekki einu sinni hugmynd um hvenær ég á afmæli.

(á erfitt með að muna afmælisdaga en man hans.... þar sem hann er síðasti jólasveinninn í bænum....)

Á endanum þar sem ég virti fyrir mér blómabúnt í blaðinu, með fuglasuðið í eyrunum, brast þolinmæðin, ég reif heilsíðuna úr blaðinu, vöðlaði saman og henti í hann. Bætti við:

-Þarna færðu andskotans blómin! Og rauk út.

Ég er viss um að hann hefur aldrei gleymt þessum vendi.

Ég er ekkert að segja frá þessu til að gera lítið úr honum og upphefja mig. Verð seint stolt af svona framferði, en hvað er málið?

Geta ekki allir dagar verið bóndadagar? Valentínusardagar? Konudagar? Gjafadagar? Eða ekki?

Sælla er að gefa en þiggja. En þegar klínt er upp á mann, að maður eigi að gefa er það þá eitthvað voða voða gaman?

Fékk annars einu sinni tertuspaða í jólagjöf, merktan SPRON í kassa merktum viðkomandi gjafara. Hrikalega fyndið og minnistæð gjöf.

Kostaði ekki krónu nema kannski vexti og vaxtaverki. Dráttavexti... vonandi.

Einu sinni gaf sonur minn mér klukku sem hann hafði búið til sjálfur. Svo fékk ég um síðustu jól konfektkassa og innan úr pakkningunni var A4 blað sem á stóð;

Smá sætindi fyrir sætustu stelpuna sem ég þekki.

Um daginn fékk ég svo geisladisk af engu tilefni sérstöku.

Bara gjöf út í bláinn afþví er virtist. Búbba....einsog stelpan mín kallar hann. Bubba..... sem ábyggilega borðar ekki líkamsafurðir....og prumpar blómum.

Þvílíkt og annað eins sem þessi diskur hefur iljað mér um hjartarætur síðustu daga.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svo sammála.  Þoli ekki formlega gjafadaga en jólin sleppa.  Læt ekki segja mér hvenær ég gef gjafir, rétt eins og þú.  Það tekur alla ánægjuna úr dæminu.

Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.7.2007 kl. 00:19

2 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Yndislegur lestur.....áttu tertuspaðann ennþá til? .... með betri gjöfum sem ég hef heyrt um...held ég fari að safna bankagjöfunum saman, svona til að eiga í jólagjafir. Vantar þig nokkuð pottaleppa merkta Spron ( svona til að eiga í stíl við kökuspaðann??? )

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 23.7.2007 kl. 00:25

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Á tertuspaðann ennþá Erla.... já alveg spurning með að fá leppann í stíl. Verð að hafa allt í stíl.....er svo stíliseruð eitthvað. Sá síðasti passaði engann veginn undir himnasængina, þú skilur!

Heiða Þórðar, 23.7.2007 kl. 00:28

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

gott að þú lést þennan fyrirsjánlega ostaétara flakka. Þvílíkt turnoff... karlmaður sem tuðar yfir blómaleysi á focking bóndadaginn.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.7.2007 kl. 01:16

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hvað er með myndina þína? Klikkaði á hana til að stækka og þá fæ ég gömlu myndina.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.7.2007 kl. 01:17

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þá kemst upp um tölvu-ósnilli mína.... hvað er með þennan punkt þarna! æi farin í bólið.... græja þetta seinna Jóna mín....

Heiða Þórðar, 23.7.2007 kl. 01:23

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Sammála með gjafir af engu tilefni eða bara af því að vera til sem er þó þó nokkuð

Solla Guðjóns, 23.7.2007 kl. 01:56

8 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Ég er sammála þér með þessa skyldugjafareglur...... auðvitað á maður bara að gefa þegar maður er í stuði.

Asskotans vitleysa allt saman.... þoli ekki jólin bæ the vei!

Eva Þorsteinsdóttir, 23.7.2007 kl. 03:29

9 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Þetta eru allt kaupmannahátíðir og ekkert annað.

Kveðja Skrooge.

Eva Þorsteinsdóttir, 23.7.2007 kl. 03:30

10 Smámynd: Þröstur Unnar

Hef upplifað nákvæmlega þetta sama og þú lýsir, en samt án orða það augnablikið, en svo komu öll orðin seinna, eins og þeim hafði verið safnað saman í gegnum tíðina og notuð sem vopn í stríði.

Gott að einhverjum öðrum en mér finnst að gjafir eigi að koma, þegar þeim hentar að koma, en ekki eftir dagatalinu.

Þröstur Unnar, 23.7.2007 kl. 08:58

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já er sko sammála þér með þessar skyldugjafir.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.7.2007 kl. 10:19

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

En töff hjá þér að láta hann fá gerviblóm úr dagblaðinu...... heilsíðublóm !

Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 13:27

13 Smámynd: www.zordis.com

Blessaður hefur verið komin í afneitun vegna blómleysis!  Þetta er nú bara hrikalega fyndið .....

Ristað brauð með osti, ekki slæmt!

www.zordis.com, 23.7.2007 kl. 14:13

14 Smámynd: Halla Rut

Ég hef nú oftar heyrt um reiðar blómlausar konur en menn. Gaman að sjá  að jafnréttið er að hafa áhrif í báðar áttir. 

Konudagar, kalladagar, jól, afmæli og fleira. Áskriftadagar á gjafir. SKYLDUGJAFIR. 

Halla Rut , 23.7.2007 kl. 18:53

15 Smámynd: Brattur

... kannski erum við öll svona... viljum ekki láta segja okkur hvenær við eigum að gefa... mér finnst a.m.k. skemmtilegra að gefa þegar ekkert tilefni kallar á... og svo er þetta hvað okkur finnst gott að fá... ég er t.d. ekkert spenntur fyrir blómum... en mér fannst þessi eldhússaga flott og ég hélt með konunni sem henti blaðinu...

Brattur, 23.7.2007 kl. 18:54

16 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála Bratt.

Georg Eiður Arnarson, 24.7.2007 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband