Ekki hrein mey....

Vinkona mín sagði við mig um daginn:

-Heiða, þetta var alveg ferlegt maður... ég fór í Tívlolíið þarna með kærastanum og hitti tvo sem ég hafði sofið hjá! Viltu pæla!

Ég sagði;

- Iss, vertu bara þakklát að þú varst ekki stödd í Tívolínu í Kaupmannhöfn... þá hefðirðu örugglega hitt þrjátíu!

Ég veit ekki hvort henni var skemmt, en erum prýðisvinkonur enn.....

Annar kunningi minn sagðist vera búin að gefa skít í íslenskt kvenfólk, ætlaði að leita á erlendri grund eftir þeirri næstu.... afþví sá hinn sami lenti eilíft í vandamálum og rifrildakíti á þorláksmessu í Kringlunni þegar hann var komin með enn eina upp á arminn. Íslenska blómadrós... rós átti þarna að standa. Þar sem hann hitti eilíflega á einhverja fyrrum ástkonu/r.

Það er vandlifað á henni litlu Íslandi...

Málið var nefnilega þegar ég var að brölta á hælunum í dag, með tvo skærgula girfilega merkta Bónuspoka, sem öskruðu framan í lýðinn að ég væri komin neðarlega í klínkið í buddunni... og ein lítil blómarós í bleiku, útötuð ódýru súkkulaði á nebbanum og hárinu...nánar á Laugarveginum hitti ég meyjarhaftar-rífarann.

Tímasetningin auðvitað helber snilld aldrei þessu vant... eða þannig sko.

Og ekkert... bara það.

Ég tapaði mér ekkert og réðst á hann öskrandi, stappandi niður fótum og heimtaði meyjarhaftið aftur neitt.

Hafði ekki einu sinni minnstu löngun til að vita hvað hann hefði gert við það, hvar það væri eiginlega niðurkomið. Hvort það væri einhversstaðar með öllum hinum eða hvað... neibb.  Bar höfuðið með þokklegasta stolti einsog folinn hann.... og ýmindaði mér bara að ég væri hrein yndisrós björt og góð og flott og fín og ung en ekki gömul geit að koma úr innkaupaleiðangri í Bónus...

Bara kjánalegt kink og annað kink og .... hæ og hæ og kjánalegt bros og annað kjánabros og já.

Síðan labbaði hann framhjá og ég framhjá, ég leit ekki við... OG ÞAÐ ER EKKI SPURNING ANNAÐ EN HANN HAFI AÐEINS KÍKT Á RASSINN Á MÉR, hégómagirndin tekur ekki annað í mál.

Furðulegt annars. Ef maður veltir fyrir sér því að maður hittir víst fólk aldrei af einskærri tilviljun. Það þurfti ekkert sérstaklega að minna mig á það neitt að ég er ekki hrein mey lengur sko.....eða hvað?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kona á hælum með innkaupaboka úr Bonus á ekki að sjást.  Konur á hælum kaupa í betri búðum borgarinn, í matinn. 

Um að gera að láta minna sig stöðugt á að maður er í atvinnumennsku í greininni (lesist geraðadeildinni) en ekki einhver helvítis byrjandi og amatör.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2007 kl. 00:25

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

he, he, he, þið tvær eruð sko óborganlegar.  Segi ekki meir  eiginlega kjaftstopp

Ásdís Sigurðardóttir, 22.7.2007 kl. 00:29

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Jenný nú fékkst mig til að hlægja! Minna sig á?!

Fer aldrei aftur í Bónus nema flatbotnuð eða berstrípuð....til fótanna.

Heiða Þórðar, 22.7.2007 kl. 00:36

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Aaarghhhh..... meyjarhaftrífarann... verst að minn er örugglega á Hrauninu eða eitthvað álíka.

Iss.. ég fer aldrei öðruvísi en á hælum í Bónus... og þar sem þetta er mottó hjá mér þá getur Bretinn ekki heldur skorast undan.. hann fer líka á hælum þangað.

Jóna Á. Gísladóttir, 22.7.2007 kl. 01:34

5 Smámynd: Halla Rut

Þú skrifar mjög skemmtilega. Er búin að hlægja mikið. Þessir fyrrverandi eiga að gera boð á undan sér svo maður geti verið smart og sýnt hvaða framhaldi þeir misstu af.

Takk fyrir stuðninginn. 

Halla Rut , 22.7.2007 kl. 01:50

6 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Og ég sem hélt að þú værir að geima þig fyrir þann eina rétta

Georg Eiður Arnarson, 22.7.2007 kl. 09:06

7 Smámynd: Sigurður Andri Sigurðsson

Páll óskar étur hor og Heiða er búin að missa meydóminn.  Hvert er þessi heimur að fara.

Sigurður Andri Sigurðsson, 22.7.2007 kl. 10:52

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég var að því Georg áður en ég hitti þennan....

Sigurður; heimurinn er að fara til andskotans!

Heiða Þórðar, 22.7.2007 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband